Flokkur fólksins gegn fátækt og spillingu Inga Sæland skrifar 22. september 2016 07:00 Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Hugsjónir sem urðu til þess að nú höfum við stofnað Flokk fólksins fyrir alla þá sem vilja berjast gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt.Lögblindur kandídat í lögfræði Ég er verulega sjónskert og 75% öryrki af þeim sökum. Ég tilheyri þeim hópi sem haldið er undir fátækramörkum og er því vön að neita mér um flest þau veraldlegu gæði sem margir aðrir taka ekki eftir að þeir njóta þar sem þau eru svo sjálfsögð. Ég gleðst eðli málsins samkvæmt fyrir allra hönd sem þurfa ekki að kvíða morgundeginum og vil þess vegna að við njótum öll slíkra lífsgæða en ekki einungis sum. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viðurkenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Nú er svo komið að við höfum skorið upp herör gegn valdníðslu, fátækt og spillingu. Við erum komin fram og eigum listabókstafinn F og trúum því að samtakamáttur okkar sé það mikill að okkur eigi að geta borið gæfa til að leiðrétta þá mismunun, þá fátækt og það gífurlega óréttlæti sem við höfum mátt búa við svo allt of lengi.Staðreyndin um fátæku börnin Samkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá líður 9,1% íslenskra barna mismikinn skort. Þetta eru samtals 6.107 börn og þar af eru 1.586 þeirra sem líða verulegan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeginu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oftast lifa við hvað erfiðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorglegu aðstæðum þessara barna er mér með öllu óskiljanlegt.Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Svarið við spurningunni er einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en þau. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstaklingarnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utangátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsingartímabil vanlíðunar og óhamingju. Flokkur fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar.Flokkur fólksins kallar á þig Hjálpumst að við að útrýma fátækt og spillingu. Rekum burt allt okrið, græðgina og valdníðsluna og gerum það saman. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp á nýtt og koma á verðlagi hér á landi til samræmis við það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur. Flokkur fólksins vill gera öllum kleift að lifa hér með reisn en ekki bara fáum útvöldum auðvaldsgæðingum. Þess vegna er Flokkur fólksins til. Þess vegna er Flokkur fólksins flokkurinn þinn. X við F.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Hugsjónir sem urðu til þess að nú höfum við stofnað Flokk fólksins fyrir alla þá sem vilja berjast gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt.Lögblindur kandídat í lögfræði Ég er verulega sjónskert og 75% öryrki af þeim sökum. Ég tilheyri þeim hópi sem haldið er undir fátækramörkum og er því vön að neita mér um flest þau veraldlegu gæði sem margir aðrir taka ekki eftir að þeir njóta þar sem þau eru svo sjálfsögð. Ég gleðst eðli málsins samkvæmt fyrir allra hönd sem þurfa ekki að kvíða morgundeginum og vil þess vegna að við njótum öll slíkra lífsgæða en ekki einungis sum. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viðurkenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Nú er svo komið að við höfum skorið upp herör gegn valdníðslu, fátækt og spillingu. Við erum komin fram og eigum listabókstafinn F og trúum því að samtakamáttur okkar sé það mikill að okkur eigi að geta borið gæfa til að leiðrétta þá mismunun, þá fátækt og það gífurlega óréttlæti sem við höfum mátt búa við svo allt of lengi.Staðreyndin um fátæku börnin Samkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá líður 9,1% íslenskra barna mismikinn skort. Þetta eru samtals 6.107 börn og þar af eru 1.586 þeirra sem líða verulegan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeginu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oftast lifa við hvað erfiðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorglegu aðstæðum þessara barna er mér með öllu óskiljanlegt.Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Svarið við spurningunni er einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en þau. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstaklingarnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utangátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsingartímabil vanlíðunar og óhamingju. Flokkur fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar.Flokkur fólksins kallar á þig Hjálpumst að við að útrýma fátækt og spillingu. Rekum burt allt okrið, græðgina og valdníðsluna og gerum það saman. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp á nýtt og koma á verðlagi hér á landi til samræmis við það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur. Flokkur fólksins vill gera öllum kleift að lifa hér með reisn en ekki bara fáum útvöldum auðvaldsgæðingum. Þess vegna er Flokkur fólksins til. Þess vegna er Flokkur fólksins flokkurinn þinn. X við F.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun