París og París Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 22. september 2016 07:00 Kæru þingmenn. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir að samþykkja fullgildingu Parísarsamningsins um loftlagsmál. Ég vil jafnframt benda ykkur á að með þessari samþykkt eruð þið að samþykkja vegferð sem krefst vinnu og hugrekkis. Þegar sett eru formleg markmið fyrir heilt land í umboði þjóðarinnar þá má gera eðlilega kröfu um lágmarks metnað í að standa við slíkar skuldbindingar. Þessi samþykkt er í umboði þjóðarinnar og ef aðgerðir eða aðgerðaleysi valda því að ekki tekst að uppfylla skuldbindingarnar þá er skömmin allra. Sem Íslendingi er mér bara ekki sama hvernig okkur mun ganga í þessari baráttu, ekki frekar en mér var sama hvernig landsliðinu gekk á EM í sumar. Ég var ekki að spila með liðinu og átti engan ættingja í því en samt skipti það mig máli að liðið stæði sig vel, enda fulltrúar mínir á alþjóðavettvangi. Með fullgildingu Parísarsamningsins höfum við skráð okkur á alþjóðamót þar sem landsmenn hljóta að krefjast þess að við sýnum lágmarksárangur og viðleitni. Í raun er þetta einfaldari ákvörðun fyrir íslenska þingmenn en marga kollega þeirra úti í heimi. Ýmsar þjóðir þurfa nú t.d. að ákveða að nýta ekki kolaauðlindir sem þær eiga. Það er erfið og íþyngjandi ákvörðun. Við þurfum hins vegar bara að skipta úr innfluttri orku í innlenda. Hér eru líka orkumál tæknilega afgreidd að mestu leyti, þ.e. öll raforkuframleiðsla og hitun er kolefnisfrí. Enn merkilegra er að þetta er gert með hagkvæmum hætti án aukakostnaðar. Aðrar þjóðir þurfa hins vegar að fara í gríðarlega dýrar og flóknar umbætur til að minnka kolefnið í þeirra raforku- og upphitunarkerfum. Okkur er varla mikil vorkunn að eyða smá peningum í lokaorkuskiptin, þ.e. samgöngur og fiskiskip.Skynsamleg útgjöld Já, þetta kostar, hættum að tala öðruvísi. Þetta eru hins vegar skynsamleg útgjöld, alveg eins og hitaveituvæðing fyrri tíma sem kostaði stórfé en skilar gríðarlegum þjóðarsparnaði í dag. Gleymum því aldrei að eldri kynslóðir tóku á sig hrikalegan fjárfestingakostnað í hitaveitum sem framtíðarkynslóðir njóta góðs af. Getum við ekki hugsað eins fyrir samgöngur? Þetta er heldur ekki flókið því að lausnirnar eru komnar og tilbúnar úti í búð. Fyrsta skrefið er komið, þ.e. góðar ívilnanir fyrir nýorkubíla eru til staðar en nú þarf að taka stærri ákvörðun til að flýta innleiðingu enn frekar. Ef við ætlum að standa við ofangreindar skuldbindingar þá þarf einfaldlega að hraða innleiðingu orkuskipta í samgöngum og sjávarútvegi. Það þarf að gera með hækkun kolefnisgjalds sem vissulega hækkar olíuverð. Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun er nauðsynleg fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti, eins og nú þegar er hafin t.d. hjá CRI og Orkey, myndi einnig eflast til muna. Ég veit, kæru þingmenn, að skattahækkanir eru ekki vinsælasta kosningaloforðið en ef það truflar ykkur, lækkið þá bara einfaldlega skatta á allt annað. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út neikvæðum áhrifum kolefnisgjalds á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Sumir leitast eftir að gera sem allra minnst og telja að endurheimt votlendis skili nægu þannig að óþarfi sé að taka frekari framfaraskref í umhverfismálum. Í fyrsta lagi er ekkert að því að standa sig betur en lágmarkskuldbindingar. Alveg eins og íslenska landsliðið lét ekki nægja að komast á EM heldur ákvað að blómstra líka í lokakeppninni. Í öðru lagi er eitthvað rangt við það að leiðrétting á allt of umfangsmiklum, ríkisstyrktum, skurðgreftri fortíðar verði eina framlag okkar í loftlagsmálum. Við yrðum að algeru athlægi á alþjóðavísu ef við ætluðum t.d. að lækka skatta á eyðslufrekar bifreiðar bara af því að við fundum enn verri ósóma úr fortíðinni. París var vettvangur afreks í sumar þegar landsliðið lagði enn harðar að sér en ætlast var til og kom okkur upp úr riðlakeppninni. Nú erum við stödd í öðrum leik í París, þar sem ég vil sjá alvöru einurð, metnað og úrslit.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir að samþykkja fullgildingu Parísarsamningsins um loftlagsmál. Ég vil jafnframt benda ykkur á að með þessari samþykkt eruð þið að samþykkja vegferð sem krefst vinnu og hugrekkis. Þegar sett eru formleg markmið fyrir heilt land í umboði þjóðarinnar þá má gera eðlilega kröfu um lágmarks metnað í að standa við slíkar skuldbindingar. Þessi samþykkt er í umboði þjóðarinnar og ef aðgerðir eða aðgerðaleysi valda því að ekki tekst að uppfylla skuldbindingarnar þá er skömmin allra. Sem Íslendingi er mér bara ekki sama hvernig okkur mun ganga í þessari baráttu, ekki frekar en mér var sama hvernig landsliðinu gekk á EM í sumar. Ég var ekki að spila með liðinu og átti engan ættingja í því en samt skipti það mig máli að liðið stæði sig vel, enda fulltrúar mínir á alþjóðavettvangi. Með fullgildingu Parísarsamningsins höfum við skráð okkur á alþjóðamót þar sem landsmenn hljóta að krefjast þess að við sýnum lágmarksárangur og viðleitni. Í raun er þetta einfaldari ákvörðun fyrir íslenska þingmenn en marga kollega þeirra úti í heimi. Ýmsar þjóðir þurfa nú t.d. að ákveða að nýta ekki kolaauðlindir sem þær eiga. Það er erfið og íþyngjandi ákvörðun. Við þurfum hins vegar bara að skipta úr innfluttri orku í innlenda. Hér eru líka orkumál tæknilega afgreidd að mestu leyti, þ.e. öll raforkuframleiðsla og hitun er kolefnisfrí. Enn merkilegra er að þetta er gert með hagkvæmum hætti án aukakostnaðar. Aðrar þjóðir þurfa hins vegar að fara í gríðarlega dýrar og flóknar umbætur til að minnka kolefnið í þeirra raforku- og upphitunarkerfum. Okkur er varla mikil vorkunn að eyða smá peningum í lokaorkuskiptin, þ.e. samgöngur og fiskiskip.Skynsamleg útgjöld Já, þetta kostar, hættum að tala öðruvísi. Þetta eru hins vegar skynsamleg útgjöld, alveg eins og hitaveituvæðing fyrri tíma sem kostaði stórfé en skilar gríðarlegum þjóðarsparnaði í dag. Gleymum því aldrei að eldri kynslóðir tóku á sig hrikalegan fjárfestingakostnað í hitaveitum sem framtíðarkynslóðir njóta góðs af. Getum við ekki hugsað eins fyrir samgöngur? Þetta er heldur ekki flókið því að lausnirnar eru komnar og tilbúnar úti í búð. Fyrsta skrefið er komið, þ.e. góðar ívilnanir fyrir nýorkubíla eru til staðar en nú þarf að taka stærri ákvörðun til að flýta innleiðingu enn frekar. Ef við ætlum að standa við ofangreindar skuldbindingar þá þarf einfaldlega að hraða innleiðingu orkuskipta í samgöngum og sjávarútvegi. Það þarf að gera með hækkun kolefnisgjalds sem vissulega hækkar olíuverð. Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun er nauðsynleg fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti, eins og nú þegar er hafin t.d. hjá CRI og Orkey, myndi einnig eflast til muna. Ég veit, kæru þingmenn, að skattahækkanir eru ekki vinsælasta kosningaloforðið en ef það truflar ykkur, lækkið þá bara einfaldlega skatta á allt annað. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út neikvæðum áhrifum kolefnisgjalds á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Sumir leitast eftir að gera sem allra minnst og telja að endurheimt votlendis skili nægu þannig að óþarfi sé að taka frekari framfaraskref í umhverfismálum. Í fyrsta lagi er ekkert að því að standa sig betur en lágmarkskuldbindingar. Alveg eins og íslenska landsliðið lét ekki nægja að komast á EM heldur ákvað að blómstra líka í lokakeppninni. Í öðru lagi er eitthvað rangt við það að leiðrétting á allt of umfangsmiklum, ríkisstyrktum, skurðgreftri fortíðar verði eina framlag okkar í loftlagsmálum. Við yrðum að algeru athlægi á alþjóðavísu ef við ætluðum t.d. að lækka skatta á eyðslufrekar bifreiðar bara af því að við fundum enn verri ósóma úr fortíðinni. París var vettvangur afreks í sumar þegar landsliðið lagði enn harðar að sér en ætlast var til og kom okkur upp úr riðlakeppninni. Nú erum við stödd í öðrum leik í París, þar sem ég vil sjá alvöru einurð, metnað og úrslit.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun