Ground control to Major Tom Kristín Sigurgeirsdóttir skrifar 21. september 2016 17:55 Ég fékk martröð í nótt. Ég var Major Tom í laginu Space Oddity hans David Bowie. Ég var í geimflaug sem var verið að fara að skjóta upp. Ég átti að fara út í geim að athuga hvort aðrar plánetur væru lífvænlegar fyrir okkur. Ef þessi jörð skyldi klikka. Þið vitið út af loftslagsbreytingunum og allt það. „Take your protein pills and put your helmet on.“ Mér leist ekki á blikuna að þurfa að fara út í óvissuna. Ísland var að enda við að skrifa undir Parísarsamkomulagið. Yrði þá ekki bara allt í lagi? Hækkun hitastigs jarðar yrði undir 1,5° C og allt í góðu? Nei, það er víst ekki nóg að skrifa bara undir fallegar viljayfirlýsingar. Það þarf að grípa til að gerða til að ná árangri. Auðlindir jarðarinnar eru ekki ótæmandi og við getum ekki haldið áfram að haga okkur eins og við höfum gert. Loftgæði hafa minnkað, vatn er víða af skornum skammti og moldin eyðist hratt. Hafið heldur áfram að súrna og fyllast af plasti. Bæði stærri plastdrasli og litlum plastögnum sem ógna lífríkinu og komast inn í hringrás vistkerfisins. „Commencing countdown, engines on.“ En hvaða aðgerða? „Ten“ Ekki fara út í olíuleit og olíuvinnslu. Ok, lítið mál að hætta við það sem aldrei hefur verið byrjað á. „Nine“ Lækka skatta á allt vistvænt til að stýra hegðun neytenda í vistvæna átt. „Eight“ Efla innlenda matvælaframleiðslu með því að styrkja sjálfbæran landbúnað. „Seven“ Draga úr matarsóun. „Six“ Banna innflutning á bílum sem nota jarðefnaeldsneyti og snarfjölga bílum og skipum sem nota endurnýjanlega orkugjafa. Leyfa ráðherrunum að sýna gott fordæmi þar með ráðherrabílunum sínum. „Five“ Endurheimta votlendi, og röskuð vistkerfi í gegnum vistheimt og skóggræðslu. „Four“ Styrkja umhverfisvitund og vistlæsi svo við getum öll sýnt ábyrgð í umhverfismálum og dregið úr mengun og auðlindasóun. „Three“ Halda grænt bókhald, svo við vitum hvað við erum að losa af gróðurhúsalofttegundum, og endurnýja markmiðin reglulega miðað við framþróun. „Two“ Tryggja góðar almenningssamgöngur og byggja upp innviði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „One“ Nýting á auðlindum verði alltaf tekin með umhverfis- og náttúruverndargleraugum með sjálfbærni og fræðilega þekkingu að leiðarljósi. „Liftoff“ Þetta og svo margt annað er hægt að gera. Það er ekki of seint að bregðast við. „I think my spaceship knows which way to go.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég fékk martröð í nótt. Ég var Major Tom í laginu Space Oddity hans David Bowie. Ég var í geimflaug sem var verið að fara að skjóta upp. Ég átti að fara út í geim að athuga hvort aðrar plánetur væru lífvænlegar fyrir okkur. Ef þessi jörð skyldi klikka. Þið vitið út af loftslagsbreytingunum og allt það. „Take your protein pills and put your helmet on.“ Mér leist ekki á blikuna að þurfa að fara út í óvissuna. Ísland var að enda við að skrifa undir Parísarsamkomulagið. Yrði þá ekki bara allt í lagi? Hækkun hitastigs jarðar yrði undir 1,5° C og allt í góðu? Nei, það er víst ekki nóg að skrifa bara undir fallegar viljayfirlýsingar. Það þarf að grípa til að gerða til að ná árangri. Auðlindir jarðarinnar eru ekki ótæmandi og við getum ekki haldið áfram að haga okkur eins og við höfum gert. Loftgæði hafa minnkað, vatn er víða af skornum skammti og moldin eyðist hratt. Hafið heldur áfram að súrna og fyllast af plasti. Bæði stærri plastdrasli og litlum plastögnum sem ógna lífríkinu og komast inn í hringrás vistkerfisins. „Commencing countdown, engines on.“ En hvaða aðgerða? „Ten“ Ekki fara út í olíuleit og olíuvinnslu. Ok, lítið mál að hætta við það sem aldrei hefur verið byrjað á. „Nine“ Lækka skatta á allt vistvænt til að stýra hegðun neytenda í vistvæna átt. „Eight“ Efla innlenda matvælaframleiðslu með því að styrkja sjálfbæran landbúnað. „Seven“ Draga úr matarsóun. „Six“ Banna innflutning á bílum sem nota jarðefnaeldsneyti og snarfjölga bílum og skipum sem nota endurnýjanlega orkugjafa. Leyfa ráðherrunum að sýna gott fordæmi þar með ráðherrabílunum sínum. „Five“ Endurheimta votlendi, og röskuð vistkerfi í gegnum vistheimt og skóggræðslu. „Four“ Styrkja umhverfisvitund og vistlæsi svo við getum öll sýnt ábyrgð í umhverfismálum og dregið úr mengun og auðlindasóun. „Three“ Halda grænt bókhald, svo við vitum hvað við erum að losa af gróðurhúsalofttegundum, og endurnýja markmiðin reglulega miðað við framþróun. „Two“ Tryggja góðar almenningssamgöngur og byggja upp innviði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „One“ Nýting á auðlindum verði alltaf tekin með umhverfis- og náttúruverndargleraugum með sjálfbærni og fræðilega þekkingu að leiðarljósi. „Liftoff“ Þetta og svo margt annað er hægt að gera. Það er ekki of seint að bregðast við. „I think my spaceship knows which way to go.“
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar