Okkar sameiginlegi sjóður Fjölnir Sæmundsson skrifar 23. september 2016 07:00 Í fréttum undanfarið hefur mátt lesa um vonir margra um betra og réttlátara samfélag. Algeng ósk er að heilbrigðiskerfið verði endurreist og að kostnaður sjúklinga lækki. Margir leggja áherslu á að bætur til eldri borgara og öryrkja verði að hækka til þess að þessir hópar geti lifað mannsæmandi lífi. Margar stofnanir samfélagsins segjast á sama tíma búa við svo alvarlegan fjárskort að þær geti vart rekið sig. Við þessar aðstæður hlýtur maður að spyrja sig hvort það samfélag sem við höfum verið að byggja upp undanfarna áratugi gangi einfaldlega upp. Í þessu ástandi þar sem stór hluti almennings kallar eftir aukinni aðstoð ríkis og sveitarfélaga vekur það furðu mína að á sama tíma séu hópar fólks sem vilji lækka tekjur ríkisins. Talað er um að nauðsynlegt sé að lækka skatta og gjöld hjá atvinnulífinu jafnvel þótt ógnargróði bæði fjármála- og sjávarútvegsfyrirtækja blasi við. Sumir sem gera sig gildandi í umræðunni virðast ekki vilja sjá tengsl á milli skattheimtu og möguleika okkar á því að byggja upp réttlátt samfélag. Margir virðast líta á skatta sem refsingu og vilja ekki átta sig á því að fyrir þá upphæð sem þeir greiða í skatt séu þeir að greiða fyrir þá þjónustu. Þingmenn, varaþingmenn og væntanlega frambjóðendur vara við skattpíningu ef aðrir flokkar en þeir sem nú stjórna komast til valda. Sagt er að skattgreiðendur verði að halda fast um budduna og að ríkið ætli að seilast í vasa þeirra. Þegar fólk sem svona skrifar er spurt hvernig eigi að bæta hag ríkisins eða bæta heilbrigðiskerfið er talað um hagræðingu eða hið útþynnta hugtak að skoða hlutina heildstætt. Því miður er það svo að eina hagræðingin sem ég, sem einn úr hópi skattgreiðenda, man eftir var lækkun auðlindagjalds í sjávarútvegi sem ég sé ekki að hafi skilað sér í bættum hag ríkissjóðs. Það sem truflar mig í umræðunni um vandamál okkar samfélags er skortur á vilja margra að geiða skatta. Viðhorfið til skattheimtu virðist almennt vera að verið sé, með ósanngjörnum hætti, að lækka ráðstöfunartekjur fólks. Mín skoðun er að fólk ætti heldur að sjá það sem fjárfest er fyrir skattfé okkar. Það er borin von að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ókeypis ef fólk er ekki tilbúið að greiða skatta. Snýst um siðferði Að þessu sögðu blasir við sú sorglega staðreynd að stór hópur fólks reynir með ýmsum ráðum að komast undan skattgreiðslum. Lögmenn og aðrir ráðgjafar hafa látið hafa eftir sér að það sé ekki ólöglegt að komast undan því að greiða skatt með því að nýta sér glufur í skattkerfinu. Það er jafnvel svo að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa legið undir grun um að komast hjá skattgreiðslum. Í mínum huga snýst umræðan um skattaundanskot, aflandsfélög eða skattaskjól ekki bara um lög heldur einnig og ekki síður um siðferði. Þetta er spurning um siðferði hvers og eins. Hvort hann er tilbúinn til að taka þátt í að byggja um samfélagið og sjá til þess að þeir sem eru hjálpar þurfi geti lifað með reisn? Ég tel afar mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að afstaða til skattheimtu snýst um lífssýn. Mín lífssýn er sú að mér þykir sanngjarnt að ég greiði hærri skatt en sá sem hefur lægri tekjur en ég. Í stéttarfélagi mínu greiði ég hærri krónutölu í félagsgjöld en þeir sem eru á lægri launum. Mér þykir það sjálfsagt og á undan mér voru aðrir sem greiddu meira. Með því að skila mínu til samfélagsins lít ég þannig á að ég sé að skapa frelsi fyrir marga hópa þess. Góðar tekjur ríkisins skapa aukin gæði í samfélaginu sem í framhaldinu skapa ólíkum hópum frelsi til að standa betur fjárhagslega. Þeir sem segjast vilja auka hagsæld þeirra sem standa höllum fæti geta ekki á sama tíma talað um að lækka tekjur ríkisins eða reynt að koma sjálfum sér undan skattgreiðslum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölnir Sæmundsson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarið hefur mátt lesa um vonir margra um betra og réttlátara samfélag. Algeng ósk er að heilbrigðiskerfið verði endurreist og að kostnaður sjúklinga lækki. Margir leggja áherslu á að bætur til eldri borgara og öryrkja verði að hækka til þess að þessir hópar geti lifað mannsæmandi lífi. Margar stofnanir samfélagsins segjast á sama tíma búa við svo alvarlegan fjárskort að þær geti vart rekið sig. Við þessar aðstæður hlýtur maður að spyrja sig hvort það samfélag sem við höfum verið að byggja upp undanfarna áratugi gangi einfaldlega upp. Í þessu ástandi þar sem stór hluti almennings kallar eftir aukinni aðstoð ríkis og sveitarfélaga vekur það furðu mína að á sama tíma séu hópar fólks sem vilji lækka tekjur ríkisins. Talað er um að nauðsynlegt sé að lækka skatta og gjöld hjá atvinnulífinu jafnvel þótt ógnargróði bæði fjármála- og sjávarútvegsfyrirtækja blasi við. Sumir sem gera sig gildandi í umræðunni virðast ekki vilja sjá tengsl á milli skattheimtu og möguleika okkar á því að byggja upp réttlátt samfélag. Margir virðast líta á skatta sem refsingu og vilja ekki átta sig á því að fyrir þá upphæð sem þeir greiða í skatt séu þeir að greiða fyrir þá þjónustu. Þingmenn, varaþingmenn og væntanlega frambjóðendur vara við skattpíningu ef aðrir flokkar en þeir sem nú stjórna komast til valda. Sagt er að skattgreiðendur verði að halda fast um budduna og að ríkið ætli að seilast í vasa þeirra. Þegar fólk sem svona skrifar er spurt hvernig eigi að bæta hag ríkisins eða bæta heilbrigðiskerfið er talað um hagræðingu eða hið útþynnta hugtak að skoða hlutina heildstætt. Því miður er það svo að eina hagræðingin sem ég, sem einn úr hópi skattgreiðenda, man eftir var lækkun auðlindagjalds í sjávarútvegi sem ég sé ekki að hafi skilað sér í bættum hag ríkissjóðs. Það sem truflar mig í umræðunni um vandamál okkar samfélags er skortur á vilja margra að geiða skatta. Viðhorfið til skattheimtu virðist almennt vera að verið sé, með ósanngjörnum hætti, að lækka ráðstöfunartekjur fólks. Mín skoðun er að fólk ætti heldur að sjá það sem fjárfest er fyrir skattfé okkar. Það er borin von að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ókeypis ef fólk er ekki tilbúið að greiða skatta. Snýst um siðferði Að þessu sögðu blasir við sú sorglega staðreynd að stór hópur fólks reynir með ýmsum ráðum að komast undan skattgreiðslum. Lögmenn og aðrir ráðgjafar hafa látið hafa eftir sér að það sé ekki ólöglegt að komast undan því að greiða skatt með því að nýta sér glufur í skattkerfinu. Það er jafnvel svo að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa legið undir grun um að komast hjá skattgreiðslum. Í mínum huga snýst umræðan um skattaundanskot, aflandsfélög eða skattaskjól ekki bara um lög heldur einnig og ekki síður um siðferði. Þetta er spurning um siðferði hvers og eins. Hvort hann er tilbúinn til að taka þátt í að byggja um samfélagið og sjá til þess að þeir sem eru hjálpar þurfi geti lifað með reisn? Ég tel afar mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að afstaða til skattheimtu snýst um lífssýn. Mín lífssýn er sú að mér þykir sanngjarnt að ég greiði hærri skatt en sá sem hefur lægri tekjur en ég. Í stéttarfélagi mínu greiði ég hærri krónutölu í félagsgjöld en þeir sem eru á lægri launum. Mér þykir það sjálfsagt og á undan mér voru aðrir sem greiddu meira. Með því að skila mínu til samfélagsins lít ég þannig á að ég sé að skapa frelsi fyrir marga hópa þess. Góðar tekjur ríkisins skapa aukin gæði í samfélaginu sem í framhaldinu skapa ólíkum hópum frelsi til að standa betur fjárhagslega. Þeir sem segjast vilja auka hagsæld þeirra sem standa höllum fæti geta ekki á sama tíma talað um að lækka tekjur ríkisins eða reynt að koma sjálfum sér undan skattgreiðslum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun