Kjósum gott líf Guðrún Hagsteinsdóttir skrifar 26. september 2016 07:00 Öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst að miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Þegar kosið er til Alþingis er því í reynd verið að kjósa um samkeppnishæfni sem er forsenda góðs lífs hjá öllum landsmönnum. Í aðdraganda þingkosninga sem verða í október vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til umræðunnar. 1.400 fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur mynda SI og eru þar af leiðandi stærstu samtök atvinnurekenda á Íslandi. Samtökin vinna að því að efla íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. Það er mikilvægt að frambjóðendur allra flokka taki tillit til helstu málefna atvinnulífsins til að bæta samkeppnishæfni Íslands. Því viljum við að frambjóðendur setji okkar málefni á oddinn þegar þeir sannfæra kjósendur um að setja X á réttan stað. Samtök iðnaðarins ætla að leggja fram sex málefni sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Þessi málefni snúa að efnahagslegum stöðugleika sem er nauðsynlegur sjálfbærum vexti, húsnæði sem er grunnþörf bæði yngri og eldri kynslóða, menntun sem er forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni, samgöngum og innviðum sem eru lífæð heilbrigðs samfélags, orku og umhverfi en fjölbreyttur iðnaður vill starfa í sátt við umhverfið og nýsköpun sem er drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna. Öll þessi málefni leggjum við inn í umræðuna á næstunni. Þegar ungt fólk velur sér menntun eða starf viljum við að Ísland bjóði upp á bestu kostina. Það skiptir máli fyrir samfélagið að það takist að halda í unga fólkið okkar á sama tíma og hugað er að þörfum eldri kynslóðanna. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að hafa skýra framtíðarsýn og áræðni til að taka ákvarðanir sem leiða til árangurs. Það eru margar áskoranir sem bíða nýrrar ríkisstjórnar og því mikilvægt að forgangsraða með það að markmiði að á Íslandi sé boðið upp á gott líf. Við viljum eiga gott samstarf við stjórnvöld að kosningum loknum og væntum þess að þau séu reiðubúin að hlusta. Mestu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til framfara á Íslandi bæði fyrir fólk og fyrirtæki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst að miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Þegar kosið er til Alþingis er því í reynd verið að kjósa um samkeppnishæfni sem er forsenda góðs lífs hjá öllum landsmönnum. Í aðdraganda þingkosninga sem verða í október vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til umræðunnar. 1.400 fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur mynda SI og eru þar af leiðandi stærstu samtök atvinnurekenda á Íslandi. Samtökin vinna að því að efla íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. Það er mikilvægt að frambjóðendur allra flokka taki tillit til helstu málefna atvinnulífsins til að bæta samkeppnishæfni Íslands. Því viljum við að frambjóðendur setji okkar málefni á oddinn þegar þeir sannfæra kjósendur um að setja X á réttan stað. Samtök iðnaðarins ætla að leggja fram sex málefni sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Þessi málefni snúa að efnahagslegum stöðugleika sem er nauðsynlegur sjálfbærum vexti, húsnæði sem er grunnþörf bæði yngri og eldri kynslóða, menntun sem er forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni, samgöngum og innviðum sem eru lífæð heilbrigðs samfélags, orku og umhverfi en fjölbreyttur iðnaður vill starfa í sátt við umhverfið og nýsköpun sem er drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna. Öll þessi málefni leggjum við inn í umræðuna á næstunni. Þegar ungt fólk velur sér menntun eða starf viljum við að Ísland bjóði upp á bestu kostina. Það skiptir máli fyrir samfélagið að það takist að halda í unga fólkið okkar á sama tíma og hugað er að þörfum eldri kynslóðanna. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að hafa skýra framtíðarsýn og áræðni til að taka ákvarðanir sem leiða til árangurs. Það eru margar áskoranir sem bíða nýrrar ríkisstjórnar og því mikilvægt að forgangsraða með það að markmiði að á Íslandi sé boðið upp á gott líf. Við viljum eiga gott samstarf við stjórnvöld að kosningum loknum og væntum þess að þau séu reiðubúin að hlusta. Mestu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til framfara á Íslandi bæði fyrir fólk og fyrirtæki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar