Satt og logið hjá Clinton og Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2016 12:30 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/Getty Bæði Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, og Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, teygðu sannleikann í kappræðum sínum í gær. Þó fór Trump óneitanlega oftar með rangt mál. Meðal annars neituðu þau bæði fyrir ummæli sem þau höfðu áður látið falla. Fjölmargir miðlar ytra halda úti svokölluðum „Fact check“ greinum, eða staðreyndavöktum, og þá sérstaklega stóru miðlarnir, þar sem farið er yfir yfirlýsingar frambjóðendanna og sannleiksgildi þeirra kannað. Þar á meðal eru AP fréttaveitan, CNN, NBC, NPR, Politico, Washington Post, PolitiFact og BBC. Þá er vert að taka fram að enga slíka grein er að finna á vef Fox News.Störf flutt frá Bandaríkjunum Donald Trump opnaði kappræðurnar á því að ræða ástandið í Michigan og Ohio og sagði störf vera flutt þaðan í þúsundavís og það hefði verið að gerast lengi. Nefndi hann sérstaklega ætlanir Ford að byggja verksmiðju í Mexíkó og að þeir ætluðu að segja þúsundum manna upp. Atvinnuleysi í Michigan er 4,5 prósent og í Ohio er það 4,7 prósent. Meðal atvinnuleysi í Bandaríkjunum er hins vegar 4,9 prósent. Þá hefur framkvæmdastjóri Ford sagt að engum starfsmönnum verði sagt upp í verksmiðju fyrirtækisins í Michigan. Þó hefur fjöldi starfa verið færð frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Ekki liggur fyrir hve mörg störf er um að ræða en frá árinu 2000 hafa Bandaríkin misst um fimm milljónir iðnaðaðarstarfa úr landi.Mis-óháðir sérfræðingar Clinton sagði að „óháðir sérfræðingar“ hefðu farið yfir skattaáætlanir hennar og Trump. Niðurstaða þeirra væri að störfum myndi fækka um 3,5 milljónir með áætlun Trump, en áætlun hennar myndi fjölga þeim um tíu milljónir. Tölur þessar koma frá einum sérfræðingi sem vinnur fyrir Moody's. Í skýrslunni kemur fram að líklega myndu áætlanir hennar ekki komast í gegnum þing Bandaríkjanna en tekið er fram að af þeim tíu milljónum starfa sem myndu skapast væru einungis 3,2 milljónir vegna áætlana Clinton. Þá er skýrslan unnin af Mark Zandi, sem hefur stutt framboð Clinton fjárhagslega. „Lítið lán frá pabba“ Clinton setti út á fullyrðingar Trump um að hann væri einstaklega góður viðskiptamaður og sagði hann hafa verið mjög lánsaman í lífinu. Hann hefði byrjað viðskiptaferil sinn með fjórtán milljóna dala láni frá föður sínum. Trump sagðist hafa fengið lítið lán frá honum. Áður hefur hann haldið því fram að hann hafi fengið eina milljón. Það er satt, en hann fékk hins vegar fjölmörg önnur lán frá föður sínum. Wall Street Journal hefur birt gögn um að árið 1985 hafi þau verið samtals fjórtán milljónir.Innrásin í Írak Trump þvertók fyrir, eins og hann hefur oft gert áður, að hafa stutt innrásina í Írak. Staðreyndin er hins vegar sú að engar sannanir eru fyrir því að hann hafi verið á móti innrásinni fyrr en hún var yfirstaðin. Stuðningsyfirlýsing hans við stríðið var hins vegar ekki mjög afgerandi, en í viðtali við Howard Stern í byrjun árs 2003 var hann spurður hvort hann styddi mögulega innrás. „Já. Ætli það ekki,“ svaraði Trump. Skömmu eftir innrásina sagði hann innrásina vera einstaklega vel heppnaða frá hernaðarlegu sjónarhorni. Undir lok ársins var Trump þó byrjaður að lýsa yfir efasemdum.Hnattræn hlýnun Clinton hélt því fram að Trump væri á þeirri skoðun að hnattræn hlýnun væri tilbúningur Kínverja. Því mótmælti Trump harðlega. Árið 2012 sagði Trump í tísti að „hugtakið hnattræn hlýnun“ hefði verið búið til að Kínverjum til að draga úr samkeppnishæfni iðnaðar í Bandaríkjunum. Ári seinna tísti hann um fréttir af snjókomu í Texas og Louisiana. Þá sagði hann hnattræna hlýnun vera „dýrt gabb“. Þar að auki sagði hann í viðtali við CNN að hann trúið ekki að loftslagsbreytingar væru raunverulegar.„Birther“ hreyfingin er langlíf Enn og aftur hélt Trump því fram að Clinton og starfsmenn hennar hefðu komið „birther“ hreyfingunni svokölluð af stað árið 2008. Það er að draga það í efa að Barack Obama hefði fæðst í Bandaríkjunum og að hann væri ekki ríkisborgari. Trump var lengi helsti talsmaður hreyfingarinnar og er hún sögð vera upphaf hans í stjórnmálum. Þetta hefur margsinnis verið hrakið. Einhverjir stuðningsmenn hennar fleyttu hugmyndinni á þeim tíma en þeir stuðningsmenn hennar tengdust framboðinu ekki.Hið gullna viðmið Hillary Clinton neitað því að hún hefði kallað Trans-Pacific-Partnership fríverslunarsamninginn hið „gullna viðmið“ fríverslunarsamninga. Hún gerði það. Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega sem og NAFTA. Árið 2012 var hún í opinberri heimsókn í Ástralíu. Þar sagði hún samninginn vera „gold standard“ fyrir sambærilegra samninga.Margar rangfærslur um ISIS Trump hélt því fram, eins og hann hefur áður gert, að Íslamska ríkið hefði yfirráð yfir ríkum olíulindum í Líbíu. Það er ekki rétt. Hann sagði einnig að Clinton hefði verið að berjast gegn ISIS „allt frá því að hún varð fullorðin“. Það er einnig ekki rétt. Hillary Clinton er 68 ára gömul, fædd árið 1947 og varð því fullorðin árið 1965. Íslamska ríkið varð til úr al-Qaeda í Írak árið 2013. Sama ár og Clinton hætti sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þar að auki sagði Trump að Bandaríkin hefðu átt að „taka olíuna“ í Írak. Hefði það verið gert hefði Íslamska ríkið ekki verið stofnað. Í fyrsta lagi er arðrán náttúruauðlinda annars ríkis stríðsglæpur og í öðru lagi felur sú tillaga í sér að Bandaríkin hefðu þurft að hernema Írak að fullu og stóð það aldrei til. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Eiríkur Bergmann um kappræðurnar: Trump þvælinn, kvartsár og hörundsár Stjórnmálafræðiprófessor segir það standa upp úr hvað Hillary Clinton hafi mætt feikilega vel undirbúin til leiks. 27. september 2016 10:39 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Bæði Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, og Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, teygðu sannleikann í kappræðum sínum í gær. Þó fór Trump óneitanlega oftar með rangt mál. Meðal annars neituðu þau bæði fyrir ummæli sem þau höfðu áður látið falla. Fjölmargir miðlar ytra halda úti svokölluðum „Fact check“ greinum, eða staðreyndavöktum, og þá sérstaklega stóru miðlarnir, þar sem farið er yfir yfirlýsingar frambjóðendanna og sannleiksgildi þeirra kannað. Þar á meðal eru AP fréttaveitan, CNN, NBC, NPR, Politico, Washington Post, PolitiFact og BBC. Þá er vert að taka fram að enga slíka grein er að finna á vef Fox News.Störf flutt frá Bandaríkjunum Donald Trump opnaði kappræðurnar á því að ræða ástandið í Michigan og Ohio og sagði störf vera flutt þaðan í þúsundavís og það hefði verið að gerast lengi. Nefndi hann sérstaklega ætlanir Ford að byggja verksmiðju í Mexíkó og að þeir ætluðu að segja þúsundum manna upp. Atvinnuleysi í Michigan er 4,5 prósent og í Ohio er það 4,7 prósent. Meðal atvinnuleysi í Bandaríkjunum er hins vegar 4,9 prósent. Þá hefur framkvæmdastjóri Ford sagt að engum starfsmönnum verði sagt upp í verksmiðju fyrirtækisins í Michigan. Þó hefur fjöldi starfa verið færð frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Ekki liggur fyrir hve mörg störf er um að ræða en frá árinu 2000 hafa Bandaríkin misst um fimm milljónir iðnaðaðarstarfa úr landi.Mis-óháðir sérfræðingar Clinton sagði að „óháðir sérfræðingar“ hefðu farið yfir skattaáætlanir hennar og Trump. Niðurstaða þeirra væri að störfum myndi fækka um 3,5 milljónir með áætlun Trump, en áætlun hennar myndi fjölga þeim um tíu milljónir. Tölur þessar koma frá einum sérfræðingi sem vinnur fyrir Moody's. Í skýrslunni kemur fram að líklega myndu áætlanir hennar ekki komast í gegnum þing Bandaríkjanna en tekið er fram að af þeim tíu milljónum starfa sem myndu skapast væru einungis 3,2 milljónir vegna áætlana Clinton. Þá er skýrslan unnin af Mark Zandi, sem hefur stutt framboð Clinton fjárhagslega. „Lítið lán frá pabba“ Clinton setti út á fullyrðingar Trump um að hann væri einstaklega góður viðskiptamaður og sagði hann hafa verið mjög lánsaman í lífinu. Hann hefði byrjað viðskiptaferil sinn með fjórtán milljóna dala láni frá föður sínum. Trump sagðist hafa fengið lítið lán frá honum. Áður hefur hann haldið því fram að hann hafi fengið eina milljón. Það er satt, en hann fékk hins vegar fjölmörg önnur lán frá föður sínum. Wall Street Journal hefur birt gögn um að árið 1985 hafi þau verið samtals fjórtán milljónir.Innrásin í Írak Trump þvertók fyrir, eins og hann hefur oft gert áður, að hafa stutt innrásina í Írak. Staðreyndin er hins vegar sú að engar sannanir eru fyrir því að hann hafi verið á móti innrásinni fyrr en hún var yfirstaðin. Stuðningsyfirlýsing hans við stríðið var hins vegar ekki mjög afgerandi, en í viðtali við Howard Stern í byrjun árs 2003 var hann spurður hvort hann styddi mögulega innrás. „Já. Ætli það ekki,“ svaraði Trump. Skömmu eftir innrásina sagði hann innrásina vera einstaklega vel heppnaða frá hernaðarlegu sjónarhorni. Undir lok ársins var Trump þó byrjaður að lýsa yfir efasemdum.Hnattræn hlýnun Clinton hélt því fram að Trump væri á þeirri skoðun að hnattræn hlýnun væri tilbúningur Kínverja. Því mótmælti Trump harðlega. Árið 2012 sagði Trump í tísti að „hugtakið hnattræn hlýnun“ hefði verið búið til að Kínverjum til að draga úr samkeppnishæfni iðnaðar í Bandaríkjunum. Ári seinna tísti hann um fréttir af snjókomu í Texas og Louisiana. Þá sagði hann hnattræna hlýnun vera „dýrt gabb“. Þar að auki sagði hann í viðtali við CNN að hann trúið ekki að loftslagsbreytingar væru raunverulegar.„Birther“ hreyfingin er langlíf Enn og aftur hélt Trump því fram að Clinton og starfsmenn hennar hefðu komið „birther“ hreyfingunni svokölluð af stað árið 2008. Það er að draga það í efa að Barack Obama hefði fæðst í Bandaríkjunum og að hann væri ekki ríkisborgari. Trump var lengi helsti talsmaður hreyfingarinnar og er hún sögð vera upphaf hans í stjórnmálum. Þetta hefur margsinnis verið hrakið. Einhverjir stuðningsmenn hennar fleyttu hugmyndinni á þeim tíma en þeir stuðningsmenn hennar tengdust framboðinu ekki.Hið gullna viðmið Hillary Clinton neitað því að hún hefði kallað Trans-Pacific-Partnership fríverslunarsamninginn hið „gullna viðmið“ fríverslunarsamninga. Hún gerði það. Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega sem og NAFTA. Árið 2012 var hún í opinberri heimsókn í Ástralíu. Þar sagði hún samninginn vera „gold standard“ fyrir sambærilegra samninga.Margar rangfærslur um ISIS Trump hélt því fram, eins og hann hefur áður gert, að Íslamska ríkið hefði yfirráð yfir ríkum olíulindum í Líbíu. Það er ekki rétt. Hann sagði einnig að Clinton hefði verið að berjast gegn ISIS „allt frá því að hún varð fullorðin“. Það er einnig ekki rétt. Hillary Clinton er 68 ára gömul, fædd árið 1947 og varð því fullorðin árið 1965. Íslamska ríkið varð til úr al-Qaeda í Írak árið 2013. Sama ár og Clinton hætti sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þar að auki sagði Trump að Bandaríkin hefðu átt að „taka olíuna“ í Írak. Hefði það verið gert hefði Íslamska ríkið ekki verið stofnað. Í fyrsta lagi er arðrán náttúruauðlinda annars ríkis stríðsglæpur og í öðru lagi felur sú tillaga í sér að Bandaríkin hefðu þurft að hernema Írak að fullu og stóð það aldrei til.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Eiríkur Bergmann um kappræðurnar: Trump þvælinn, kvartsár og hörundsár Stjórnmálafræðiprófessor segir það standa upp úr hvað Hillary Clinton hafi mætt feikilega vel undirbúin til leiks. 27. september 2016 10:39 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30
Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16
Eiríkur Bergmann um kappræðurnar: Trump þvælinn, kvartsár og hörundsár Stjórnmálafræðiprófessor segir það standa upp úr hvað Hillary Clinton hafi mætt feikilega vel undirbúin til leiks. 27. september 2016 10:39