Fótbolti

Desailly náði dramatíkinni í Monaco á sjálfumyndband: „Mark í beinni! Já, já, já!“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marcel Desailly sáttur og sæll.
Marcel Desailly sáttur og sæll. mynd/skjáskot
Marseille Desailly, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með landsliðið Frakklands í fótbolta, náði jöfnunarmarki Monaco gegn Leverkusen í Meistaradeidinni í gærkvöldi á sjálfumyndband og var heldur betur ánægður með það.

Frakkinn, sem starfar sem spekingur beIN Sports, var að taka myndband af sjálfum sér fara yfir lokamínútur leiksins þegar pólski miðvörðurinn Kamil Glik þrumaði boltanum í netið í uppbótartíma og jafnaði, 1-1.

„Mark í beinni! Já, já, já!“ sagði sáttur Desailly er allt varð vitlaust á vellinum og leikmenn Monaco fögnuðu þessu mikilvæga marki.

Monaco er með fjögur stig í riðlinum eftir sigur á Tottenham í fyrstu umferð riðlakeppninnar og jafnteflið í gær. Hér að neðan má sjá myndbandið frá Desailly.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×