Skoraði gegn liðinu sem hann er á láni frá og hraunaði svo yfir það Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 11:00 Talisca skoraði fallegt mark í gær. vísir/getty Brasilíumaðurinn Talisca var hetja tyrkneska liðsins Besiktas í gærkvöldi þegar hann skoraði jöfnunarmark, 1-1, á móti Benfica úr glæsilegri aukaspyrnu á lokamínútum leiks liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það sem er meira en lítið áhugavert við markið er að Talisca er á láni frá Benfica hjá Besiktas en hann fagnaði markinu eins og óður maður enda forráðamenn portúgalska félagsins ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. Þó Brassinn sé formlega á láni hjá Besiktas þykir ólíklegt að hann snúi aftur en tyrkneska félagið getur framlengt lánssamninginn um annað ár hafi það áhuga á því og er svo einnig með forkaupsrétt á leikmanninum. Talisca skoraði 20 mörk fyrir Benfica á tveimur tímabilum áður en hann bað um að fara til Besiktas. Hann var þá ásakaður af forseta Benfica, Rui Gomes da Silva, að vera bara í peningaleit. Talisca var ekki búinn að gleyma þeim orðum þegar hann fór í viðtal við portúgalska sjónvarpið eftir leik. „Benfica vanvirti mig. Þegar dóttir mín var aðeins sex daga gömul borgaði félagið öllum leikmönnum liðsins launin sín nema mér,“ sagði Talisca. „Þetta var samt ekkert hefndarmark. Ég var bara stoltur. Það var mikið af fólki hjá félaginu sem gagnrýndi mig þegar ég fór og sagði mig bara vera að elta peninginn. Það eru allt lygar,“ sagði Talisca. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira
Brasilíumaðurinn Talisca var hetja tyrkneska liðsins Besiktas í gærkvöldi þegar hann skoraði jöfnunarmark, 1-1, á móti Benfica úr glæsilegri aukaspyrnu á lokamínútum leiks liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það sem er meira en lítið áhugavert við markið er að Talisca er á láni frá Benfica hjá Besiktas en hann fagnaði markinu eins og óður maður enda forráðamenn portúgalska félagsins ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. Þó Brassinn sé formlega á láni hjá Besiktas þykir ólíklegt að hann snúi aftur en tyrkneska félagið getur framlengt lánssamninginn um annað ár hafi það áhuga á því og er svo einnig með forkaupsrétt á leikmanninum. Talisca skoraði 20 mörk fyrir Benfica á tveimur tímabilum áður en hann bað um að fara til Besiktas. Hann var þá ásakaður af forseta Benfica, Rui Gomes da Silva, að vera bara í peningaleit. Talisca var ekki búinn að gleyma þeim orðum þegar hann fór í viðtal við portúgalska sjónvarpið eftir leik. „Benfica vanvirti mig. Þegar dóttir mín var aðeins sex daga gömul borgaði félagið öllum leikmönnum liðsins launin sín nema mér,“ sagði Talisca. „Þetta var samt ekkert hefndarmark. Ég var bara stoltur. Það var mikið af fólki hjá félaginu sem gagnrýndi mig þegar ég fór og sagði mig bara vera að elta peninginn. Það eru allt lygar,“ sagði Talisca.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira