Fótbolti

Sjáðu markasúpur Barcelona og Bayern

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Lionel Messi fór á kostum þegar Barcelona gersigraði skoska liðið Celtic, 7-0, í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær.

Hann skoraði þrennu í leiknum, sína sjöttu í Meistaradeildinni en þar með tók hann fram úr Cristiano Ronaldo, leikmanni Real Madrid.

„Messi er besti leikmaður heims og skiptir engu hvaða stöðu hann spilar,“ sagði Luis Enrique, stjóri Barcelona, eftir leikinn. „Messi er „total football“,“ bætti hann við.

Bayern fór svo létt með rússneska liðið Rostov í sínum leik og vann öruggan 5-0 sigur. Þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich skoraði tvö mörk í leiknum og fór mikinn.

Þá gerðu PSG og Arsenal 1-1 jafntefli í stórleik gærkvöldsins en mörkin úr þessum þremur leikjum má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×