Órói kominn á markaði á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 15. september 2016 07:00 Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna vísir/getty Eftir sumar þar sem slík ró var yfir alþjóðlegum fjármálamörkuðum að annað eins hafði ekki sést í áratugi virðist óróinn sem einkenndi markaði í byrjun árs kominn aftur á skrið. Stressvísitala Bank of America Merrill Lynch sem mælir óróa á mörkuðum hækkaði allverulega á föstudaginn og hélt áfram að hækka á mánudag og þriðjudag og hefur hefur ekki hækkað svona marga daga í röð í þrjá mánuði. Ríkisskuldabréf lækkuðu og verðið á gulli lækkaði einnig á föstudaginn og héldu lækkanir áfram fram til gærdagsins. Sérfræðingar telja að nokkur atriði séu að ýta undir þessa þróun, í fyrsta lagi bíða alþjóðamarkaðir eftir því að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynni um stýrivaxtahækkun. Hún hefur gefið í skyn á síðustu vikum að hún muni fljótlega hækka stýrivexti á ný, þrátt fyrir marga óvissuþætti í bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi hefur lækkun olíuverðs haft áhrif á markaði. Olíuverð tók dýfu á fimmtudaginn í síðustu viku og hlutabréfin fylgdu eftir á föstudag.Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa lækkað undanfarna daga.vísir/gettyÁkvörðun um stýrivaxtahækkun hefur eins og reikna mátti með haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,5 prósent á föstudaginn, sem var mesta lækkunin í 43 viðskiptadaga. Svipaða sögu er að segja um Dow Jones vísitöluna. Vísitölurnar hækkuðu aftur á mánudag, tóku svo aðra dýfu á þriðjudag, en höfðu um eftirmiðdaginn í gær hækkað það sem af var degi. Nýmarkaðsríki hafa hins vegar einnig fundið fyrir áhrifum af ákvörðun Yellen, en á mánudaginn hafði MSCI Emerging Markets vísitalan lækkað fjóra daga í röð og hélt lækkunin áfram á þriðjudag og miðvikudag. Áhyggjur af stjórnarháttum seðlabanka og möguleikum þeirra til að ýta undir hagvöxt eru samtímis þessu að breiðast út í Evrópu. Á mánudaginn greindi The Telegraph frá því að fimmtíu milljarðar punda hefðu horfið af virði fyrirtækjanna á FTSE 100 vísitölunni í London eftir lækkanir í þrjá daga. Lækkanir voru einnig á þriðjudag í Evrópu, þar sem DAX í Þýskalandi, CAC í París, og spænska IBEX-vísitalan lækkuðu. Ýmist höfðu vísitölurnar lækkað eða hækkað um eftirmiðdaginn í gær. Á Asíumarkaði héldu lækkanir áfram í gær, Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,69 prósent, og Topix-vísitalan um 0,62 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eftir sumar þar sem slík ró var yfir alþjóðlegum fjármálamörkuðum að annað eins hafði ekki sést í áratugi virðist óróinn sem einkenndi markaði í byrjun árs kominn aftur á skrið. Stressvísitala Bank of America Merrill Lynch sem mælir óróa á mörkuðum hækkaði allverulega á föstudaginn og hélt áfram að hækka á mánudag og þriðjudag og hefur hefur ekki hækkað svona marga daga í röð í þrjá mánuði. Ríkisskuldabréf lækkuðu og verðið á gulli lækkaði einnig á föstudaginn og héldu lækkanir áfram fram til gærdagsins. Sérfræðingar telja að nokkur atriði séu að ýta undir þessa þróun, í fyrsta lagi bíða alþjóðamarkaðir eftir því að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynni um stýrivaxtahækkun. Hún hefur gefið í skyn á síðustu vikum að hún muni fljótlega hækka stýrivexti á ný, þrátt fyrir marga óvissuþætti í bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi hefur lækkun olíuverðs haft áhrif á markaði. Olíuverð tók dýfu á fimmtudaginn í síðustu viku og hlutabréfin fylgdu eftir á föstudag.Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa lækkað undanfarna daga.vísir/gettyÁkvörðun um stýrivaxtahækkun hefur eins og reikna mátti með haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,5 prósent á föstudaginn, sem var mesta lækkunin í 43 viðskiptadaga. Svipaða sögu er að segja um Dow Jones vísitöluna. Vísitölurnar hækkuðu aftur á mánudag, tóku svo aðra dýfu á þriðjudag, en höfðu um eftirmiðdaginn í gær hækkað það sem af var degi. Nýmarkaðsríki hafa hins vegar einnig fundið fyrir áhrifum af ákvörðun Yellen, en á mánudaginn hafði MSCI Emerging Markets vísitalan lækkað fjóra daga í röð og hélt lækkunin áfram á þriðjudag og miðvikudag. Áhyggjur af stjórnarháttum seðlabanka og möguleikum þeirra til að ýta undir hagvöxt eru samtímis þessu að breiðast út í Evrópu. Á mánudaginn greindi The Telegraph frá því að fimmtíu milljarðar punda hefðu horfið af virði fyrirtækjanna á FTSE 100 vísitölunni í London eftir lækkanir í þrjá daga. Lækkanir voru einnig á þriðjudag í Evrópu, þar sem DAX í Þýskalandi, CAC í París, og spænska IBEX-vísitalan lækkuðu. Ýmist höfðu vísitölurnar lækkað eða hækkað um eftirmiðdaginn í gær. Á Asíumarkaði héldu lækkanir áfram í gær, Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,69 prósent, og Topix-vísitalan um 0,62 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00