Af búvörulögum og dýraníði Hallgerður Hauksdóttir skrifar 16. september 2016 16:29 Ýmis togstreita hefur verið um ný búvörulög. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að aukinni velferð dýra og fylgdi allt síðasta ár eftir kröfu um að bændur sem njóta styrkja til skepnuhalds yrði hægt að svipta styrkjunum ef þeir níddust á dýrunum. DÍS tók að öðru leyti ekki afstöðu til búvörusamninganna, enda ekki hlutverk félagsins að starfa að öðru en velferð dýra. Hér má sjá umsögn DÍS vegna búvörulaga, sem send var til Alþingis. Með þeirri sterku orðanotkun sem orðið dýraníð fellur undir, vildi DÍS taka af tvímæli um að krafan snýr að hrottaskap gagnvart dýrum en ekki að til dæmis úrbótum á innréttingum eða því að hleypa búfé á beit. Að hugsa illa um dýr flokkast sem vanræksla og hún getur verið misslæm. Dýraníð er hinsvegar alltaf alvarleg misbeiting á því valdi sem maðurinn hefur yfir skepnum og á alltaf að taka slíkt föstum tökum. Íslensk lög leyfa ekki dýraníð af neinu tagi, utan skipulagða drekkingu minka. Dæmi um alvarleg dýraníð sem menn hafa framið nýverið voru kanína sem bundin var föst og kveikt í henni og kú sem var bundin aftan í jeppa og dregin til dauða. Við skulum ekki leggja þetta að jöfnu við skort á atlæti. Krafa DÍS var samþykkt að hluta, er bætt var inn í búvörulögin ákvæði um að Matvælastofnun fengi heimild til að svipta menn styrkjum, við vörslusviptingu sem færi fram samkvæmt lögum um dýravelferð. Með þessu teljum við stigið mikilvægt skref, enda er um ákveðna viðurkenningu að ræða á þeirri staðreynd að fyrir hendi getur verið hætta á að farið sé illa með búfé og að íslenskt samfélag líði slíkt ekki. Bæði Bændasamtökin og Neytendasamtökin hafa lýst stuðningi við þessa breytingu á búvörulögum. Það er ánægjulegt og í raun merki um heilbrigt samfélag, að allir sameinist um það sjálfsagða sjónarmið að aldrei eigi að beita dýr harðræði. Formaður Samtaka ungra bænda skrifaði athyglisverða grein í Vísi þann 25. águst sl. þar sem hann leggur að jöfnu félagslega aðstoð við fjölskyldur og þá hugmynd að bændum sé veitt félagsleg aðstoð ef þeim verði það á að beita dýr hrottaskap. Það er út af fyrir sig rétt að aðstoða þurfi slíka menn með félagslegum hætti en það væri sérkennilegt að leyfa þeim að vera samtímis áfram í þeim aðstæðum þar sem þeir beita hina varnarlausu hrottaskap og njóta jafnframt opinberra styrkja til dýrahaldsins. Félagsleg aðstoð snýst um framfærslu, fjölskyldumál og barnavernd, aldrei um að halda fólki við einhver tiltekin störf. Það var klaufalegt af formanni Samtaka ungra bænda að tengja þarna saman framleiðslustyrki úr atvinnulífinu og félagslega aðstoð úr félagslega kerfinu og við verðum að biðja hann að hugsa það mál betur. En nú þegar þessu hefur verið breytt vonum við að einnig ungir bændur taki undir sjónarmið okkar. Það eru sem betur fer mjög fá dæmi um alvarlegan níðingshátt bænda í garð skepna. En við þau mál þar sem það á við verður fortakslaust að svipta menn öllum heimildum, styrkjum og leyfum til skepnuhalds. Það sendir sterk skilaboð inn í bæði bændasamfélagið og til neytenda að allir sameinist um þetta, enda snertir það sjálfsvirðingu allra ábyrgra bænda, tiltrú almennings á dýrahaldi og loks okkur öll sem samfélag, að við virðum dýravelferð með fleiru en orðunum einum. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands, Hallgerður Hauksdóttir formaður DÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ýmis togstreita hefur verið um ný búvörulög. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að aukinni velferð dýra og fylgdi allt síðasta ár eftir kröfu um að bændur sem njóta styrkja til skepnuhalds yrði hægt að svipta styrkjunum ef þeir níddust á dýrunum. DÍS tók að öðru leyti ekki afstöðu til búvörusamninganna, enda ekki hlutverk félagsins að starfa að öðru en velferð dýra. Hér má sjá umsögn DÍS vegna búvörulaga, sem send var til Alþingis. Með þeirri sterku orðanotkun sem orðið dýraníð fellur undir, vildi DÍS taka af tvímæli um að krafan snýr að hrottaskap gagnvart dýrum en ekki að til dæmis úrbótum á innréttingum eða því að hleypa búfé á beit. Að hugsa illa um dýr flokkast sem vanræksla og hún getur verið misslæm. Dýraníð er hinsvegar alltaf alvarleg misbeiting á því valdi sem maðurinn hefur yfir skepnum og á alltaf að taka slíkt föstum tökum. Íslensk lög leyfa ekki dýraníð af neinu tagi, utan skipulagða drekkingu minka. Dæmi um alvarleg dýraníð sem menn hafa framið nýverið voru kanína sem bundin var föst og kveikt í henni og kú sem var bundin aftan í jeppa og dregin til dauða. Við skulum ekki leggja þetta að jöfnu við skort á atlæti. Krafa DÍS var samþykkt að hluta, er bætt var inn í búvörulögin ákvæði um að Matvælastofnun fengi heimild til að svipta menn styrkjum, við vörslusviptingu sem færi fram samkvæmt lögum um dýravelferð. Með þessu teljum við stigið mikilvægt skref, enda er um ákveðna viðurkenningu að ræða á þeirri staðreynd að fyrir hendi getur verið hætta á að farið sé illa með búfé og að íslenskt samfélag líði slíkt ekki. Bæði Bændasamtökin og Neytendasamtökin hafa lýst stuðningi við þessa breytingu á búvörulögum. Það er ánægjulegt og í raun merki um heilbrigt samfélag, að allir sameinist um það sjálfsagða sjónarmið að aldrei eigi að beita dýr harðræði. Formaður Samtaka ungra bænda skrifaði athyglisverða grein í Vísi þann 25. águst sl. þar sem hann leggur að jöfnu félagslega aðstoð við fjölskyldur og þá hugmynd að bændum sé veitt félagsleg aðstoð ef þeim verði það á að beita dýr hrottaskap. Það er út af fyrir sig rétt að aðstoða þurfi slíka menn með félagslegum hætti en það væri sérkennilegt að leyfa þeim að vera samtímis áfram í þeim aðstæðum þar sem þeir beita hina varnarlausu hrottaskap og njóta jafnframt opinberra styrkja til dýrahaldsins. Félagsleg aðstoð snýst um framfærslu, fjölskyldumál og barnavernd, aldrei um að halda fólki við einhver tiltekin störf. Það var klaufalegt af formanni Samtaka ungra bænda að tengja þarna saman framleiðslustyrki úr atvinnulífinu og félagslega aðstoð úr félagslega kerfinu og við verðum að biðja hann að hugsa það mál betur. En nú þegar þessu hefur verið breytt vonum við að einnig ungir bændur taki undir sjónarmið okkar. Það eru sem betur fer mjög fá dæmi um alvarlegan níðingshátt bænda í garð skepna. En við þau mál þar sem það á við verður fortakslaust að svipta menn öllum heimildum, styrkjum og leyfum til skepnuhalds. Það sendir sterk skilaboð inn í bæði bændasamfélagið og til neytenda að allir sameinist um þetta, enda snertir það sjálfsvirðingu allra ábyrgra bænda, tiltrú almennings á dýrahaldi og loks okkur öll sem samfélag, að við virðum dýravelferð með fleiru en orðunum einum. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands, Hallgerður Hauksdóttir formaður DÍS.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun