Velferðinni ógnað Ólína Þorvarðardóttir skrifar 1. september 2016 07:00 Fyrr á árinu skrifuðu 90 þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Var þess krafist að árlega yrði varið sem nemur 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Augljóst má vera af þeirri 5 ára fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi að núverandi stjórnvöld ætla að daufheyrast við ákalli landsmanna. Á næsta ári vantar samkvæmt þessari áætlun 3 milljarða til þess að halda rekstri Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri í horfinu. Er þá ekki tekið með í reikninginn það sem þarf til að bæta reksturinn. Ríkisfjármálaáætlun er stefnumarkandi plagg – nokkurs konar rammi utan um fjárlög ríkisins og hagstjórnina á næstu fimm árum. Er skemmst frá því að segja að þegar kemur að velferðarmálum stangast fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í öllum helstu atriðum á við sýn okkar jafnaðarmanna á hlutverk ríkisins gagnvart almenningi. Ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætluninni að lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja hækki á næstu fimm árum. Samfylkingin hefur lagt til að lágmarksgreiðslan verði hækkuð í 300 þúsund. Færri fá barnabætur en nokkru sinni fyrr samkvæmt fjármálaáætluninni og eru það aðeins þeir allra tekjulægstu. Við jafnaðarmenn lítum ekki á barnabætur sem fátækrastyrk, heldur sjálfsagðan stuðning við allar fjölskyldur eins og tíðkast á Norðurlöndum. Þar eru barnabætur ótekjutengdar enda hugsaðar til að jafna stöðu barnafjölskyldna gagnvart barnlausu fólki. Engar áætlanir er að sjá í ríkisfjármálaáætlun um lengingu fæðingarorlofsins þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda þar um. Samfylkingin hefur lagt til fæðingarorlof í 12 mánuði og að hámarksgreiðslur séu hækkaðar. Svo virðist sem ríkisstjórnin leggi allt kapp á að lækka skuldir þeirra sem mest hafa milli handanna og því mun þeim fækka enn frekar sem fá vaxtabætur næstu 5 árin. Jafnaðarmenn leggja áherslu á að allir eigi þess kost að eignast heimili eða leigja heimili á viðunandi kjörum. Nái áætlun ríkisstjórnarinnar fram að ganga mun það bitna mjög á velferð í landinu. Gælur við einkavæðingaráform í heilbrigðiskerfinu hringja öllum viðvörunarbjöllum og stangast á við áherslur jafnaðarmanna og ákall almennings um endurreisn heilbrigðiskerfisins, að ekki sé minnst á markmið jafnaðarmanna um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Í velferðarsamfélagi á sjúkt fólk að fá bestu mögulegu læknaþjónustu og umönnun sem völ er á. Áform um einkarekstur eru ekki svar við því kalli, heldur flótti frá verkefninu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu skrifuðu 90 þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Var þess krafist að árlega yrði varið sem nemur 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Augljóst má vera af þeirri 5 ára fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi að núverandi stjórnvöld ætla að daufheyrast við ákalli landsmanna. Á næsta ári vantar samkvæmt þessari áætlun 3 milljarða til þess að halda rekstri Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri í horfinu. Er þá ekki tekið með í reikninginn það sem þarf til að bæta reksturinn. Ríkisfjármálaáætlun er stefnumarkandi plagg – nokkurs konar rammi utan um fjárlög ríkisins og hagstjórnina á næstu fimm árum. Er skemmst frá því að segja að þegar kemur að velferðarmálum stangast fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í öllum helstu atriðum á við sýn okkar jafnaðarmanna á hlutverk ríkisins gagnvart almenningi. Ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætluninni að lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja hækki á næstu fimm árum. Samfylkingin hefur lagt til að lágmarksgreiðslan verði hækkuð í 300 þúsund. Færri fá barnabætur en nokkru sinni fyrr samkvæmt fjármálaáætluninni og eru það aðeins þeir allra tekjulægstu. Við jafnaðarmenn lítum ekki á barnabætur sem fátækrastyrk, heldur sjálfsagðan stuðning við allar fjölskyldur eins og tíðkast á Norðurlöndum. Þar eru barnabætur ótekjutengdar enda hugsaðar til að jafna stöðu barnafjölskyldna gagnvart barnlausu fólki. Engar áætlanir er að sjá í ríkisfjármálaáætlun um lengingu fæðingarorlofsins þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda þar um. Samfylkingin hefur lagt til fæðingarorlof í 12 mánuði og að hámarksgreiðslur séu hækkaðar. Svo virðist sem ríkisstjórnin leggi allt kapp á að lækka skuldir þeirra sem mest hafa milli handanna og því mun þeim fækka enn frekar sem fá vaxtabætur næstu 5 árin. Jafnaðarmenn leggja áherslu á að allir eigi þess kost að eignast heimili eða leigja heimili á viðunandi kjörum. Nái áætlun ríkisstjórnarinnar fram að ganga mun það bitna mjög á velferð í landinu. Gælur við einkavæðingaráform í heilbrigðiskerfinu hringja öllum viðvörunarbjöllum og stangast á við áherslur jafnaðarmanna og ákall almennings um endurreisn heilbrigðiskerfisins, að ekki sé minnst á markmið jafnaðarmanna um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Í velferðarsamfélagi á sjúkt fólk að fá bestu mögulegu læknaþjónustu og umönnun sem völ er á. Áform um einkarekstur eru ekki svar við því kalli, heldur flótti frá verkefninu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun