Áskoranir í ferðaþjónustu Hafliði Helgason skrifar 7. september 2016 10:00 Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu í dag verður kynnt ný skýrsla efnahagssviðs samtakanna. Fjallað er um skýrsluna í Markaðnum í dag, en augljóst er af lestri hennar að vandað hefur verið til verka við gerð hennar og ýmsum mikilvægum áskorunum og álitaefnum velt upp. Skýrslan er mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu um ferðaþjónustuna sem verið hefur undirstaða hagvaxtar síðustu ára. Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja vel þau vandamál sem hraður vöxtur getur skapað. Þegar er farið að reyna á ýmsa innviði vegna fjölgunar ferðamanna og miðað við spár mun reyna enn meira á þá. Önnur hlið sem snýr að örum vexti er ágangur á viðkvæmu landi. Við höfum skyldu gagnvart komandi kynslóðum til að ganga ekki of nærri þeirri auðlind, frekar en öðrum auðlindum þjóðarinnar. Allt kostar peninga og einhver þarf að borga. Skýrsluhöfundar leggja til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu. Þetta er megintillaga Samtaka atvinnulífsins og er rökstuðningur hennar sú að þessi leið sé til þess fallin að tryggja bæði tekjur og stjórna ágangi á viðkvæmum ferðamannastöðum. Með þessari leið yrði til hvati til markaðssóknar og uppbyggingar um leið og skapaðar yrðu tekjur fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi aðferð eigi ekki alls staðar við, til dæmis þar sem bolmagn sé ekki fyrir hendi. Skýrsluhöfundar nefna þann kost að til verði sameiginlegur sjóður sem fjármagnaður væri með skatttekjum eða útgáfu ferðapassa til að mæta þessum þörfum. Víst er að ekki munu allir á eitt sáttir um þær leiðir sem skýrsluhöfundar gera að tillögu sinni. Hugmyndir um náttúrupassa náðu litlu flugi og deilur um leiðir hafa tafið nauðsynleg og fyrirsjáanleg verkefni. Tekjutap vegna þessa er verulegt og nauðsynlegt að nú setjist menn niður og komi sér niður á lausn til frambúðar. Skýrsla Samtaka atvinnulífsins er mikilvægt innlegg í það. En það er ekki einungis ágangur og ógn við náttúruverðmæti sem er umhugsunarefni þegar litið er til vaxtar og viðgangs ferðaþjónustunnar. Ísland er aftur að verða dýrt ferðaland. Styrking gjaldmiðils, háir vextir og launahækkanir geta hæglega dregið úr eftirspurninni. Meðmæli vina og ættingja og að Ísland sé þekktur „must see“ staður eru tvö algengustu svör ferðamanna við spurningunni hvers vegna þeir komi til Íslands. Það kann að veita okkur eitthvert skjól fyrir hækkandi verðlagi frá sjónarhóli þeirra sem hafa tekjur í annarri mynt en íslensku krónunni. Enn vitum við ekki hvar þolmörkin liggja og hver verðteygni ferðaþjónustunnar er, en við munum komast að því. Vonandi ekki of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu í dag verður kynnt ný skýrsla efnahagssviðs samtakanna. Fjallað er um skýrsluna í Markaðnum í dag, en augljóst er af lestri hennar að vandað hefur verið til verka við gerð hennar og ýmsum mikilvægum áskorunum og álitaefnum velt upp. Skýrslan er mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu um ferðaþjónustuna sem verið hefur undirstaða hagvaxtar síðustu ára. Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja vel þau vandamál sem hraður vöxtur getur skapað. Þegar er farið að reyna á ýmsa innviði vegna fjölgunar ferðamanna og miðað við spár mun reyna enn meira á þá. Önnur hlið sem snýr að örum vexti er ágangur á viðkvæmu landi. Við höfum skyldu gagnvart komandi kynslóðum til að ganga ekki of nærri þeirri auðlind, frekar en öðrum auðlindum þjóðarinnar. Allt kostar peninga og einhver þarf að borga. Skýrsluhöfundar leggja til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu. Þetta er megintillaga Samtaka atvinnulífsins og er rökstuðningur hennar sú að þessi leið sé til þess fallin að tryggja bæði tekjur og stjórna ágangi á viðkvæmum ferðamannastöðum. Með þessari leið yrði til hvati til markaðssóknar og uppbyggingar um leið og skapaðar yrðu tekjur fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi aðferð eigi ekki alls staðar við, til dæmis þar sem bolmagn sé ekki fyrir hendi. Skýrsluhöfundar nefna þann kost að til verði sameiginlegur sjóður sem fjármagnaður væri með skatttekjum eða útgáfu ferðapassa til að mæta þessum þörfum. Víst er að ekki munu allir á eitt sáttir um þær leiðir sem skýrsluhöfundar gera að tillögu sinni. Hugmyndir um náttúrupassa náðu litlu flugi og deilur um leiðir hafa tafið nauðsynleg og fyrirsjáanleg verkefni. Tekjutap vegna þessa er verulegt og nauðsynlegt að nú setjist menn niður og komi sér niður á lausn til frambúðar. Skýrsla Samtaka atvinnulífsins er mikilvægt innlegg í það. En það er ekki einungis ágangur og ógn við náttúruverðmæti sem er umhugsunarefni þegar litið er til vaxtar og viðgangs ferðaþjónustunnar. Ísland er aftur að verða dýrt ferðaland. Styrking gjaldmiðils, háir vextir og launahækkanir geta hæglega dregið úr eftirspurninni. Meðmæli vina og ættingja og að Ísland sé þekktur „must see“ staður eru tvö algengustu svör ferðamanna við spurningunni hvers vegna þeir komi til Íslands. Það kann að veita okkur eitthvert skjól fyrir hækkandi verðlagi frá sjónarhóli þeirra sem hafa tekjur í annarri mynt en íslensku krónunni. Enn vitum við ekki hvar þolmörkin liggja og hver verðteygni ferðaþjónustunnar er, en við munum komast að því. Vonandi ekki of seint.
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun