Áskoranir í ferðaþjónustu Hafliði Helgason skrifar 7. september 2016 10:00 Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu í dag verður kynnt ný skýrsla efnahagssviðs samtakanna. Fjallað er um skýrsluna í Markaðnum í dag, en augljóst er af lestri hennar að vandað hefur verið til verka við gerð hennar og ýmsum mikilvægum áskorunum og álitaefnum velt upp. Skýrslan er mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu um ferðaþjónustuna sem verið hefur undirstaða hagvaxtar síðustu ára. Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja vel þau vandamál sem hraður vöxtur getur skapað. Þegar er farið að reyna á ýmsa innviði vegna fjölgunar ferðamanna og miðað við spár mun reyna enn meira á þá. Önnur hlið sem snýr að örum vexti er ágangur á viðkvæmu landi. Við höfum skyldu gagnvart komandi kynslóðum til að ganga ekki of nærri þeirri auðlind, frekar en öðrum auðlindum þjóðarinnar. Allt kostar peninga og einhver þarf að borga. Skýrsluhöfundar leggja til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu. Þetta er megintillaga Samtaka atvinnulífsins og er rökstuðningur hennar sú að þessi leið sé til þess fallin að tryggja bæði tekjur og stjórna ágangi á viðkvæmum ferðamannastöðum. Með þessari leið yrði til hvati til markaðssóknar og uppbyggingar um leið og skapaðar yrðu tekjur fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi aðferð eigi ekki alls staðar við, til dæmis þar sem bolmagn sé ekki fyrir hendi. Skýrsluhöfundar nefna þann kost að til verði sameiginlegur sjóður sem fjármagnaður væri með skatttekjum eða útgáfu ferðapassa til að mæta þessum þörfum. Víst er að ekki munu allir á eitt sáttir um þær leiðir sem skýrsluhöfundar gera að tillögu sinni. Hugmyndir um náttúrupassa náðu litlu flugi og deilur um leiðir hafa tafið nauðsynleg og fyrirsjáanleg verkefni. Tekjutap vegna þessa er verulegt og nauðsynlegt að nú setjist menn niður og komi sér niður á lausn til frambúðar. Skýrsla Samtaka atvinnulífsins er mikilvægt innlegg í það. En það er ekki einungis ágangur og ógn við náttúruverðmæti sem er umhugsunarefni þegar litið er til vaxtar og viðgangs ferðaþjónustunnar. Ísland er aftur að verða dýrt ferðaland. Styrking gjaldmiðils, háir vextir og launahækkanir geta hæglega dregið úr eftirspurninni. Meðmæli vina og ættingja og að Ísland sé þekktur „must see“ staður eru tvö algengustu svör ferðamanna við spurningunni hvers vegna þeir komi til Íslands. Það kann að veita okkur eitthvert skjól fyrir hækkandi verðlagi frá sjónarhóli þeirra sem hafa tekjur í annarri mynt en íslensku krónunni. Enn vitum við ekki hvar þolmörkin liggja og hver verðteygni ferðaþjónustunnar er, en við munum komast að því. Vonandi ekki of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu í dag verður kynnt ný skýrsla efnahagssviðs samtakanna. Fjallað er um skýrsluna í Markaðnum í dag, en augljóst er af lestri hennar að vandað hefur verið til verka við gerð hennar og ýmsum mikilvægum áskorunum og álitaefnum velt upp. Skýrslan er mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu um ferðaþjónustuna sem verið hefur undirstaða hagvaxtar síðustu ára. Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja vel þau vandamál sem hraður vöxtur getur skapað. Þegar er farið að reyna á ýmsa innviði vegna fjölgunar ferðamanna og miðað við spár mun reyna enn meira á þá. Önnur hlið sem snýr að örum vexti er ágangur á viðkvæmu landi. Við höfum skyldu gagnvart komandi kynslóðum til að ganga ekki of nærri þeirri auðlind, frekar en öðrum auðlindum þjóðarinnar. Allt kostar peninga og einhver þarf að borga. Skýrsluhöfundar leggja til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu. Þetta er megintillaga Samtaka atvinnulífsins og er rökstuðningur hennar sú að þessi leið sé til þess fallin að tryggja bæði tekjur og stjórna ágangi á viðkvæmum ferðamannastöðum. Með þessari leið yrði til hvati til markaðssóknar og uppbyggingar um leið og skapaðar yrðu tekjur fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi aðferð eigi ekki alls staðar við, til dæmis þar sem bolmagn sé ekki fyrir hendi. Skýrsluhöfundar nefna þann kost að til verði sameiginlegur sjóður sem fjármagnaður væri með skatttekjum eða útgáfu ferðapassa til að mæta þessum þörfum. Víst er að ekki munu allir á eitt sáttir um þær leiðir sem skýrsluhöfundar gera að tillögu sinni. Hugmyndir um náttúrupassa náðu litlu flugi og deilur um leiðir hafa tafið nauðsynleg og fyrirsjáanleg verkefni. Tekjutap vegna þessa er verulegt og nauðsynlegt að nú setjist menn niður og komi sér niður á lausn til frambúðar. Skýrsla Samtaka atvinnulífsins er mikilvægt innlegg í það. En það er ekki einungis ágangur og ógn við náttúruverðmæti sem er umhugsunarefni þegar litið er til vaxtar og viðgangs ferðaþjónustunnar. Ísland er aftur að verða dýrt ferðaland. Styrking gjaldmiðils, háir vextir og launahækkanir geta hæglega dregið úr eftirspurninni. Meðmæli vina og ættingja og að Ísland sé þekktur „must see“ staður eru tvö algengustu svör ferðamanna við spurningunni hvers vegna þeir komi til Íslands. Það kann að veita okkur eitthvert skjól fyrir hækkandi verðlagi frá sjónarhóli þeirra sem hafa tekjur í annarri mynt en íslensku krónunni. Enn vitum við ekki hvar þolmörkin liggja og hver verðteygni ferðaþjónustunnar er, en við munum komast að því. Vonandi ekki of seint.
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun