Uppboð aflaheimilda á Íslandi – Byrjum á byrjuninni Sigurjón Þórðarson skrifar 8. september 2016 07:00 Á Íslandi ríkir gríðarleg mismunun á milli útgerða sem reka eigin fiskvinnslu og þeirra sem eru sjálfstæðar og landa fiski á markað. Sjálfstæðar útgerðir fá alla jafna helmingi hærra verð fyrir fisk á markaði, en þær sem landa afla inn í eigin vinnslu, á málamyndaverði sem ákveðið er af Verðlagsstofu skiptaverðs. Afleiðing þess er að útgerðir sem landa inn í eigin vinnslu greiða lægri laun til sjómanna og lægri hafnargjöld en hinar. Þessi munur hefur í för með sér gríðarlegan aðstöðumun hjá fiskvinnslum sem þurfa að kaupa sinn fisk á markaði á hærra verði en þær vinnslur sem eru í tengslum við útgerð. Tvöfalda verðlagningin opnar sömuleiðis greiða leið til þess að losa hagnað af vinnslunni í gegnum eigin sölufyrirtæki á erlendri grund; svokallaða „hækkun í hafi“ með skattaskjól sem ekki ólíklegan endapunkt. Það er með engu móti hægt að réttlæta núverandi skipan út frá samkeppnissjónarmiðum eða hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta. Mismununin hefur verið réttlætt með því að með fyrirkomulaginu sé hægt að gera langtímasamninga og tryggja afhendingaröryggi. Þessar fullyrðingar standast enga skoðun enda ekki gerðir fimm ára samningar um verð og afhendingu á frosnum karfaflökum, ekki frekar en á nautakjöti eða appelsínum. Með því að allur fiskur sé verðlagður á opnum frjálsum fiskmarkaði er verið að tryggja útgerðinni hæsta verð hverju sinni og ekki verið að taka eitt eða neitt frá neinum. Aðstöðumunur stærri fyrirtækja með eigin vinnslu hefur verið einn mesti hvatinn að hraðri og óæskilegri samþjöppun í sjávarútvegi á síðustu árum. Sanngjarnari verðlagning Áður en farið verður í uppboð á aflaheimildum, í ætt við það sem Færeyingar eru að gera tilraunir með, þá verður að vera búið að girða fyrir þennan mikla aðstöðumun og það verður aðeins gert með því að allur fiskur sé verðlagður á markaði. Ef ekki, þá er einsýnt að heimildirnar lenda aðeins hjá stærri útgerðunum sem reka fiskvinnslu samhliða. Eins þarf að tryggja miklu betur en nú er gert að sjómenn verði ekki látnir taka þátt í kostnaði útgerða við uppboð en lenskan hefur verið sú að ýmsum kostnaði hefur verið velt í meira mæli yfir á þá. Sanngjarnari verðlagning á fiski mun án efa leiða til bættrar stöðu hafna og launa sjómanna og þar af leiðandi auka skatttekjur ríkisins. Við breytinguna myndu tekjur hins opinbera aukast mun meira en sem næmi tvöföldun núverandi veiðigjalds og mun meira af arðinum dreifðist með heilbrigðari hætti um æðakerfi efnahagslífsins. Mjög auðvelt er að tryggja að almenningur fái stærri skerf af sjávarauðlindinni og að hún renni ekki einungis til örfárra eða jafnvel úr landi. Ef það á að gerast þá þarf að byrja á réttum enda sem er að allur fiskur sé verðlagður á markaði og það áður en farið er í flóknar útfærslur á uppboðum á veiðiheimildum. Dögun leggur því gríðarlega áherslu á að allur fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði en það tryggir hag sjómanna, einnig að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar en ekki er nokkur lifandi leið að stunda eitthvað sem kallast ofveiði með handfærum. Frelsið mun aðeins gera lífið skemmtilegra hringinn í kringum landið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir gríðarleg mismunun á milli útgerða sem reka eigin fiskvinnslu og þeirra sem eru sjálfstæðar og landa fiski á markað. Sjálfstæðar útgerðir fá alla jafna helmingi hærra verð fyrir fisk á markaði, en þær sem landa afla inn í eigin vinnslu, á málamyndaverði sem ákveðið er af Verðlagsstofu skiptaverðs. Afleiðing þess er að útgerðir sem landa inn í eigin vinnslu greiða lægri laun til sjómanna og lægri hafnargjöld en hinar. Þessi munur hefur í för með sér gríðarlegan aðstöðumun hjá fiskvinnslum sem þurfa að kaupa sinn fisk á markaði á hærra verði en þær vinnslur sem eru í tengslum við útgerð. Tvöfalda verðlagningin opnar sömuleiðis greiða leið til þess að losa hagnað af vinnslunni í gegnum eigin sölufyrirtæki á erlendri grund; svokallaða „hækkun í hafi“ með skattaskjól sem ekki ólíklegan endapunkt. Það er með engu móti hægt að réttlæta núverandi skipan út frá samkeppnissjónarmiðum eða hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta. Mismununin hefur verið réttlætt með því að með fyrirkomulaginu sé hægt að gera langtímasamninga og tryggja afhendingaröryggi. Þessar fullyrðingar standast enga skoðun enda ekki gerðir fimm ára samningar um verð og afhendingu á frosnum karfaflökum, ekki frekar en á nautakjöti eða appelsínum. Með því að allur fiskur sé verðlagður á opnum frjálsum fiskmarkaði er verið að tryggja útgerðinni hæsta verð hverju sinni og ekki verið að taka eitt eða neitt frá neinum. Aðstöðumunur stærri fyrirtækja með eigin vinnslu hefur verið einn mesti hvatinn að hraðri og óæskilegri samþjöppun í sjávarútvegi á síðustu árum. Sanngjarnari verðlagning Áður en farið verður í uppboð á aflaheimildum, í ætt við það sem Færeyingar eru að gera tilraunir með, þá verður að vera búið að girða fyrir þennan mikla aðstöðumun og það verður aðeins gert með því að allur fiskur sé verðlagður á markaði. Ef ekki, þá er einsýnt að heimildirnar lenda aðeins hjá stærri útgerðunum sem reka fiskvinnslu samhliða. Eins þarf að tryggja miklu betur en nú er gert að sjómenn verði ekki látnir taka þátt í kostnaði útgerða við uppboð en lenskan hefur verið sú að ýmsum kostnaði hefur verið velt í meira mæli yfir á þá. Sanngjarnari verðlagning á fiski mun án efa leiða til bættrar stöðu hafna og launa sjómanna og þar af leiðandi auka skatttekjur ríkisins. Við breytinguna myndu tekjur hins opinbera aukast mun meira en sem næmi tvöföldun núverandi veiðigjalds og mun meira af arðinum dreifðist með heilbrigðari hætti um æðakerfi efnahagslífsins. Mjög auðvelt er að tryggja að almenningur fái stærri skerf af sjávarauðlindinni og að hún renni ekki einungis til örfárra eða jafnvel úr landi. Ef það á að gerast þá þarf að byrja á réttum enda sem er að allur fiskur sé verðlagður á markaði og það áður en farið er í flóknar útfærslur á uppboðum á veiðiheimildum. Dögun leggur því gríðarlega áherslu á að allur fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði en það tryggir hag sjómanna, einnig að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar en ekki er nokkur lifandi leið að stunda eitthvað sem kallast ofveiði með handfærum. Frelsið mun aðeins gera lífið skemmtilegra hringinn í kringum landið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar