Hagsmunir sjúklinga ráði Elín Björg Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Það virðist litlu breyta þó rúmlega 80 prósent þjóðarinnar séu þeirrar skoðunar að heilbrigðiskerfið eigi að vera á forræði hins opinbera, alltaf dúkka af og til upp hugmyndir um að einkavæða hluta þjónustunnar. Nú hefur heilbrigðisráðherra til meðferðar niðurstöður starfshóps sem skoða átti kosti mismunandi rekstrarforma fyrir sjúkrahótel við Landspítalann. Enn og aftur lýsa talsmenn einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu áhuga sínum á því að láta einkaaðilum eftir að reka sjúkrahótelið. Forstjóri Landspítalans hefur talað hreint út um málið og segir hagsmunum sjúklinga best borgið með því að sjúkrahótelið verði hluti af Landspítalanum. Full ástæða er til að taka undir orð forstjóra Landspítalans. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna með skýrum hætti að fjórir af hverjum fimm Íslendingum vilja að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem reki heilbrigðiskerfið, ekki einkaaðilar. Einkarekstur er þegar allt of algengur í íslensku heilbrigðiskerfi og frekar ætti að leita allra leiða til að draga úr honum heldur en að skoða hvort enn eigi að auka við hann. Talsmenn einkareksturs eru gjarnan þeirrar skoðunar að einkarekstur eigi ekkert skylt við einkavæðingu, enda vita þeir sem er að stór hluti almennings er andvígur henni. Á málþingi sem BSRB og ASÍ stóðu fyrir nýverið benti Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur á að þó orðið einkarekstur hljómi betur í eyrum sé hann í raun ekkert annað en einkavæðing á þjónustu. Sigurbjörg benti jafnframt á að einkavæðing á þjónustu í heilbrigðiskerfinu geti takmarkað getu og svigrúm stjórnvalda til að taka stefnumarkandi ákvarðanir um forgangsröðun og skipulag kerfisins í þágu almannahagsmuna. Ríkið hefur hingað til átt erfitt með að tryggja að einkavæðing hafi ekki þessi áhrif og ólíklegt að þau hafi fundið töfralausnina núna. BSRB skorar á heilbrigðisráðherra að láta ekki undan fagurgala þeirra sem sjá sér hagsmuni í því að hagnast á því að reka þjónustu fyrir sjúklinga. Skynsamlegasti kosturinn er að hafa rekstur sjúkrahótelsins hluta af starfsemi Landspítalans.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Það virðist litlu breyta þó rúmlega 80 prósent þjóðarinnar séu þeirrar skoðunar að heilbrigðiskerfið eigi að vera á forræði hins opinbera, alltaf dúkka af og til upp hugmyndir um að einkavæða hluta þjónustunnar. Nú hefur heilbrigðisráðherra til meðferðar niðurstöður starfshóps sem skoða átti kosti mismunandi rekstrarforma fyrir sjúkrahótel við Landspítalann. Enn og aftur lýsa talsmenn einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu áhuga sínum á því að láta einkaaðilum eftir að reka sjúkrahótelið. Forstjóri Landspítalans hefur talað hreint út um málið og segir hagsmunum sjúklinga best borgið með því að sjúkrahótelið verði hluti af Landspítalanum. Full ástæða er til að taka undir orð forstjóra Landspítalans. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna með skýrum hætti að fjórir af hverjum fimm Íslendingum vilja að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem reki heilbrigðiskerfið, ekki einkaaðilar. Einkarekstur er þegar allt of algengur í íslensku heilbrigðiskerfi og frekar ætti að leita allra leiða til að draga úr honum heldur en að skoða hvort enn eigi að auka við hann. Talsmenn einkareksturs eru gjarnan þeirrar skoðunar að einkarekstur eigi ekkert skylt við einkavæðingu, enda vita þeir sem er að stór hluti almennings er andvígur henni. Á málþingi sem BSRB og ASÍ stóðu fyrir nýverið benti Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur á að þó orðið einkarekstur hljómi betur í eyrum sé hann í raun ekkert annað en einkavæðing á þjónustu. Sigurbjörg benti jafnframt á að einkavæðing á þjónustu í heilbrigðiskerfinu geti takmarkað getu og svigrúm stjórnvalda til að taka stefnumarkandi ákvarðanir um forgangsröðun og skipulag kerfisins í þágu almannahagsmuna. Ríkið hefur hingað til átt erfitt með að tryggja að einkavæðing hafi ekki þessi áhrif og ólíklegt að þau hafi fundið töfralausnina núna. BSRB skorar á heilbrigðisráðherra að láta ekki undan fagurgala þeirra sem sjá sér hagsmuni í því að hagnast á því að reka þjónustu fyrir sjúklinga. Skynsamlegasti kosturinn er að hafa rekstur sjúkrahótelsins hluta af starfsemi Landspítalans.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar