Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma skrifar 25. ágúst 2016 09:00 Morteza Songolzadeh er 35 ára Írani með MA-gráðu í enskri bókmenntafræði. Hann er hávaxinn, heilbrigður og mjög ljúfur strákur. En það sem er ólíkt með honum og íslenskum kynbræðrum hans á svipuðum aldri og með svipaða menntun er að hann er flóttamaður. Hann lagði á flótta frá heimalandi sínu, Íran, fyrir tveimur árum og hefur enn hvergi fengið griðland. Ástæðan fyrir því að hann neyddist til að flýja heimalandið sneri að trúarbrögðum. Á meðan hann var í meistaranámi á Indlandi snerist hann til kristinnar trúar en það er ekki vel séð í Íran, þar sem íslömsk trú er ríkjandi. Írönsku lögregluna grunaði hann um trúskipti og Morteza neyddist til að flýja land sitt án tafar. Morteza kom til Íslands í gegnum Frakkland, þar sem hann fékk vegabréfáritun á falskt vegabréf frá frönskum yfirvöldum. Hann dvaldi þó ekki í Frakklandi því hann óttaðist að upp um fölsunina kæmist og að þá yrði hann sendur samstundis til baka til Írans. Hann reyndi því að komast til Kanada en var stöðvaður á leiðinni á Íslandi, í flugstöð Leifs Eiríkssonar, og hér ákvað hann að sækja um hæli. Þetta var í ágúst 2015. Morteza var synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála í mars síðastliðnum. Mál hans er nú fyrir héraðsdómi en beiðni hans um frestun framkvæmdar brottvísunar var synjað á þriðjudaginn sl. og nú stendur hann frammi fyrir brottvísun til Frakklands. Samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni má senda umsækjanda um alþjóðlega vernd til þess aðildarríkis Dyflinnarreglugerðarinnar sem veitir vegabréfsáritunina.Það sem sést ekki á yfirborðinuMál Morteza gæti litið út fyrir að vera skýrt dæmi um „Dyflinnarmál“ ef það er skoðað tæknilega og yfirborðslega frá sjónarhorni reglugerðarinnar. En ef málið er skoðað frá aðeins víðara sjónarmiði en reglugerðarbundnu sjónarmiði eða frá mannúðarsjónarmiði er hægt að læra ýmislegt sem sést ekki reglugerðunum. Í fyrsta lagi er enginn vafi á því að Morteza er í lífshættu í heimalandi sínu. Íslamskur dómstóll Írans dæmdi hann til dauðarefsingar eftir að hann flúði landið. Afrit dómsins er í höndum Morteza. Í öðru lagi eru aðstæður í Frakklandi líka óviðunandi fyrir Morteza. Hann er mjög hræddur við að vera sendur til þangað og óttinn er ekki ástæðulaus. Frönsk yfirvöld hafa sögu um að reyna að senda íranska flóttamenn aftur til heimalandsins. Ótti Morteza er því raunsær og sterkur. Þar fyrir utan er hælisumsóknarkerfið í Frakklandi mjög flókið. Þeir sem vilja sækja um hæli þar verða að skrá lögheimili sitt en auðvitað er það bara ómögulegt. Þangað til þeim tekst að skrá sig verða þeir oft að búa á götunni eins og við höfum séð töluvert af í fréttum í vetur sem leið. Franska kerfið er mikið gagnrýnt af mörgum mannréttindasamtökum og einnig flóttamannastofnun SÞ. Auk þess er tilvist stærra múslímasamfélags í Frakklandi líka raunverulegur ótti fyrir Morteza. Langflestir múslímar eru vitaskuld venjulegt fólk en við getum ekki neitað tilveru öfgahópa þeirra á meðal. Fólk sem hefur tekið kristna trú að sér óttast aðkast eða ofbeldi af hálfu öfgamúslima. Þetta er atriði sem við gætum oft farið fram hjá án þess að athuga, en ekki smáatriði fyrir kristið fólk sem áður var múslímatrúar. Það má því segja að Morteza bíði tvöföld ógn ef hann verður sendur til Frakklands, annars vegar frá yfirvöldum sem gætu sent hann til baka til Írans og hins vegar frá öfgatrúuðum múslímum, sem bæði geta verið franskir borgarar og flóttamenn þar. Þriðji punkturinn er síðan mannúðlegt sjónarmið og því megum við ekki gleyma. Morteza hefur verið mjög duglegur í íslensku samfélagi og eignast hér marga vini. Hann er duglegur maður, hjálpfús og hefur t.d. tekið að sér að túlka fyrir persneska flóttamenn, og hann á ávinnur sér traust fólks með framkomu sinni og gjörðum.Óteljandi aðstoð sem nýtist velMorteza segist hafa túlkað að beiðni þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar oftar en tuttugu sinnum. Tilefnin voru viðtöl við félagsráðgjafa, sálfræðinga og lækna. En jafnoft bað flóttafólk sjálft Morteza um aðstoð og fylgd t.d. á fund. Hann hefur einnig túlkað oft í gegnum síma. Hið sama má segja um samskipti í kirkjulegu umhverfi, sem ég get vitnað sjálfur um beint. Ég man ekki hve mörgum sinnum Morteza hefur veitt mér aðstoð í heimsóknum til persneskra viðmælenda eða í bænasamkomum. Margir persneskir eru á samkomum hjá okkur kirkjunni en samt skilja aðeins örfáir ensku. Starfsfólk Rauða krossins hefur alveg sömu sögu að segja hjálpsemi Morteza í starfsemi Rauða Krossins eins og t.d. í opnu húsi. Morteza hefur þannig eytt dögum og tíma í að veita aðstoð öðru fólki sem á í tungumálaerfiðleikum í samskiptum við Íslendinga, síðan hann kom til landsins, fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur lagt mikið af mörkum bæði fyrir flóttafólk og Íslendinga. Enginn mun geta neitað þeirri staðreynd. Þá er spurning mín sú: Hvers vegna verður Morteza að vera fluttur til Frakklands? Hvers vegna þarf hann að fara í það flókna og erfiða kerfi, vera neyddur til að búa á götunni og við jafnvel lífsógn? Hér er manneskja sem er búin að sanna að hún getur lagt mikið til íslensks samfélags. Það er nokkuð augljóst að þjóðfélagið getur notið tilvistar hennar ef mál hennar verður tekið í efnislega skoðun hérlendis. Af hverju gengur það ekki? Vegna Dyflinnarreglugerðarinnar? Þá spyr ég einar spurningar í viðbót. Er Dyflinnarreglugerðin þess virði? Hefur þröng þýðing hennar meira gildi en hagsmunir þjóðfélagsins? Reglugerð sem hefur gleymt að þjóna hagsmunum fólks og réttlæti er ekki aðeins heimskuleg heldur ógnandi fyrir farsæld fólks og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Tengdar fréttir Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Morteza Songolzadeh er 35 ára Írani með MA-gráðu í enskri bókmenntafræði. Hann er hávaxinn, heilbrigður og mjög ljúfur strákur. En það sem er ólíkt með honum og íslenskum kynbræðrum hans á svipuðum aldri og með svipaða menntun er að hann er flóttamaður. Hann lagði á flótta frá heimalandi sínu, Íran, fyrir tveimur árum og hefur enn hvergi fengið griðland. Ástæðan fyrir því að hann neyddist til að flýja heimalandið sneri að trúarbrögðum. Á meðan hann var í meistaranámi á Indlandi snerist hann til kristinnar trúar en það er ekki vel séð í Íran, þar sem íslömsk trú er ríkjandi. Írönsku lögregluna grunaði hann um trúskipti og Morteza neyddist til að flýja land sitt án tafar. Morteza kom til Íslands í gegnum Frakkland, þar sem hann fékk vegabréfáritun á falskt vegabréf frá frönskum yfirvöldum. Hann dvaldi þó ekki í Frakklandi því hann óttaðist að upp um fölsunina kæmist og að þá yrði hann sendur samstundis til baka til Írans. Hann reyndi því að komast til Kanada en var stöðvaður á leiðinni á Íslandi, í flugstöð Leifs Eiríkssonar, og hér ákvað hann að sækja um hæli. Þetta var í ágúst 2015. Morteza var synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála í mars síðastliðnum. Mál hans er nú fyrir héraðsdómi en beiðni hans um frestun framkvæmdar brottvísunar var synjað á þriðjudaginn sl. og nú stendur hann frammi fyrir brottvísun til Frakklands. Samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni má senda umsækjanda um alþjóðlega vernd til þess aðildarríkis Dyflinnarreglugerðarinnar sem veitir vegabréfsáritunina.Það sem sést ekki á yfirborðinuMál Morteza gæti litið út fyrir að vera skýrt dæmi um „Dyflinnarmál“ ef það er skoðað tæknilega og yfirborðslega frá sjónarhorni reglugerðarinnar. En ef málið er skoðað frá aðeins víðara sjónarmiði en reglugerðarbundnu sjónarmiði eða frá mannúðarsjónarmiði er hægt að læra ýmislegt sem sést ekki reglugerðunum. Í fyrsta lagi er enginn vafi á því að Morteza er í lífshættu í heimalandi sínu. Íslamskur dómstóll Írans dæmdi hann til dauðarefsingar eftir að hann flúði landið. Afrit dómsins er í höndum Morteza. Í öðru lagi eru aðstæður í Frakklandi líka óviðunandi fyrir Morteza. Hann er mjög hræddur við að vera sendur til þangað og óttinn er ekki ástæðulaus. Frönsk yfirvöld hafa sögu um að reyna að senda íranska flóttamenn aftur til heimalandsins. Ótti Morteza er því raunsær og sterkur. Þar fyrir utan er hælisumsóknarkerfið í Frakklandi mjög flókið. Þeir sem vilja sækja um hæli þar verða að skrá lögheimili sitt en auðvitað er það bara ómögulegt. Þangað til þeim tekst að skrá sig verða þeir oft að búa á götunni eins og við höfum séð töluvert af í fréttum í vetur sem leið. Franska kerfið er mikið gagnrýnt af mörgum mannréttindasamtökum og einnig flóttamannastofnun SÞ. Auk þess er tilvist stærra múslímasamfélags í Frakklandi líka raunverulegur ótti fyrir Morteza. Langflestir múslímar eru vitaskuld venjulegt fólk en við getum ekki neitað tilveru öfgahópa þeirra á meðal. Fólk sem hefur tekið kristna trú að sér óttast aðkast eða ofbeldi af hálfu öfgamúslima. Þetta er atriði sem við gætum oft farið fram hjá án þess að athuga, en ekki smáatriði fyrir kristið fólk sem áður var múslímatrúar. Það má því segja að Morteza bíði tvöföld ógn ef hann verður sendur til Frakklands, annars vegar frá yfirvöldum sem gætu sent hann til baka til Írans og hins vegar frá öfgatrúuðum múslímum, sem bæði geta verið franskir borgarar og flóttamenn þar. Þriðji punkturinn er síðan mannúðlegt sjónarmið og því megum við ekki gleyma. Morteza hefur verið mjög duglegur í íslensku samfélagi og eignast hér marga vini. Hann er duglegur maður, hjálpfús og hefur t.d. tekið að sér að túlka fyrir persneska flóttamenn, og hann á ávinnur sér traust fólks með framkomu sinni og gjörðum.Óteljandi aðstoð sem nýtist velMorteza segist hafa túlkað að beiðni þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar oftar en tuttugu sinnum. Tilefnin voru viðtöl við félagsráðgjafa, sálfræðinga og lækna. En jafnoft bað flóttafólk sjálft Morteza um aðstoð og fylgd t.d. á fund. Hann hefur einnig túlkað oft í gegnum síma. Hið sama má segja um samskipti í kirkjulegu umhverfi, sem ég get vitnað sjálfur um beint. Ég man ekki hve mörgum sinnum Morteza hefur veitt mér aðstoð í heimsóknum til persneskra viðmælenda eða í bænasamkomum. Margir persneskir eru á samkomum hjá okkur kirkjunni en samt skilja aðeins örfáir ensku. Starfsfólk Rauða krossins hefur alveg sömu sögu að segja hjálpsemi Morteza í starfsemi Rauða Krossins eins og t.d. í opnu húsi. Morteza hefur þannig eytt dögum og tíma í að veita aðstoð öðru fólki sem á í tungumálaerfiðleikum í samskiptum við Íslendinga, síðan hann kom til landsins, fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur lagt mikið af mörkum bæði fyrir flóttafólk og Íslendinga. Enginn mun geta neitað þeirri staðreynd. Þá er spurning mín sú: Hvers vegna verður Morteza að vera fluttur til Frakklands? Hvers vegna þarf hann að fara í það flókna og erfiða kerfi, vera neyddur til að búa á götunni og við jafnvel lífsógn? Hér er manneskja sem er búin að sanna að hún getur lagt mikið til íslensks samfélags. Það er nokkuð augljóst að þjóðfélagið getur notið tilvistar hennar ef mál hennar verður tekið í efnislega skoðun hérlendis. Af hverju gengur það ekki? Vegna Dyflinnarreglugerðarinnar? Þá spyr ég einar spurningar í viðbót. Er Dyflinnarreglugerðin þess virði? Hefur þröng þýðing hennar meira gildi en hagsmunir þjóðfélagsins? Reglugerð sem hefur gleymt að þjóna hagsmunum fólks og réttlæti er ekki aðeins heimskuleg heldur ógnandi fyrir farsæld fólks og frelsi.
Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00
Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun