Svarthvítur heimur Dýraverndunarsambandsins Einar Freyr Elínarson skrifar 25. ágúst 2016 13:26 Er fólk illkvittið? Er ástæða þess að illa er hugsað um dýr slæmt innræti þess sem á að sjá um þau? Ef þú spyrð Dýraverndunarsamband Íslands að þá er svarið vafalaust já. Erfitt er að lesa annað úr fréttum en að svipta eigi þá bændur opinberum greiðslum sem verða uppvísir að slæmri meðferð á dýrum. Reynum að setja þetta í samhengi.Foreldri verður uppvís að slæmri meðferð á barninu sínu. Það er hræðilegt, allir eru sammála um að slíkt eigi ekki að viðgangast. En er besta úrræðið í alvörunni að sekta foreldrið? Erum við svo blind að halda að aðstæður barnsins batni ef foreldrið er sektað? Nei að sjálfsögðu ekki. Í þeim málum erum við með fagfólk sem að metur aðstæður fjölskyldunnar og leggur til ákveðin úrræði til þess að vinna á vandanum. Orsakirnar eru yfirleitt félagsleg vandamál. Lagt er upp með að fá foreldra til samstarfs við félagsráðgjafa eða sálfræðing til þess að bæta ástandið.Af hverju erum við þá svona blind fyrir því að hið sama geti verið upp á teningnum þegar kemur að dýravernd?Er það virkilega svo langsótt að ástæður þess að fólk getur ekki hugsað um dýrin sín séu félagslegs eðlis?Þessu þarf að breyta. Það gerist ekki nema með hugarfarsbreytingu. Um leið og það tekst getum við farið að beita réttum leiðum og verkfærum til að ráðast að rót vandans.Við eigum ekki að kippa fótunum undan fólki sem þegar stendur höllum fæti í lífinu. Að beita sektum og niðurlægingu er eins og að hella olíu á eldinn. Félagslegum vandamálum verður ekki eytt með slíkum aðferðum.Við þurfum bara að átta okkur á því að heimurinn er ekki svarthvítur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Er fólk illkvittið? Er ástæða þess að illa er hugsað um dýr slæmt innræti þess sem á að sjá um þau? Ef þú spyrð Dýraverndunarsamband Íslands að þá er svarið vafalaust já. Erfitt er að lesa annað úr fréttum en að svipta eigi þá bændur opinberum greiðslum sem verða uppvísir að slæmri meðferð á dýrum. Reynum að setja þetta í samhengi.Foreldri verður uppvís að slæmri meðferð á barninu sínu. Það er hræðilegt, allir eru sammála um að slíkt eigi ekki að viðgangast. En er besta úrræðið í alvörunni að sekta foreldrið? Erum við svo blind að halda að aðstæður barnsins batni ef foreldrið er sektað? Nei að sjálfsögðu ekki. Í þeim málum erum við með fagfólk sem að metur aðstæður fjölskyldunnar og leggur til ákveðin úrræði til þess að vinna á vandanum. Orsakirnar eru yfirleitt félagsleg vandamál. Lagt er upp með að fá foreldra til samstarfs við félagsráðgjafa eða sálfræðing til þess að bæta ástandið.Af hverju erum við þá svona blind fyrir því að hið sama geti verið upp á teningnum þegar kemur að dýravernd?Er það virkilega svo langsótt að ástæður þess að fólk getur ekki hugsað um dýrin sín séu félagslegs eðlis?Þessu þarf að breyta. Það gerist ekki nema með hugarfarsbreytingu. Um leið og það tekst getum við farið að beita réttum leiðum og verkfærum til að ráðast að rót vandans.Við eigum ekki að kippa fótunum undan fólki sem þegar stendur höllum fæti í lífinu. Að beita sektum og niðurlægingu er eins og að hella olíu á eldinn. Félagslegum vandamálum verður ekki eytt með slíkum aðferðum.Við þurfum bara að átta okkur á því að heimurinn er ekki svarthvítur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar