Brynjar: Þegar maður ræðir breytingar á RÚV líta margir á það sem árás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2016 12:54 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru gestir Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Umræðuefnið var rekstrarumhverfi fjölmiðla og staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Þetta var mikið rætt á þeim tíma þegar ég var menntamálaráðherra á tímunum eftir hrun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að í hennar tíð hefði verið gripið til aðgerða með að minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi stjórn hefði fært hlutina í fyrra horf. „Það er vel hægt að hafa RÚV fyrir utan auglýsingamarkað en Helgi Hjörvar telur hins vegar að það eitt og sér dugi ekki til. „Dugar það að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði? Er ekki miklu mun mikilvægara að skapa hérna rekstrarskilyrði til að fjölmiðlar þrífist almennt? Við erum hérna með lítil fyrirtæki, sem skapa efni fyrir markað sem telur 0,3 milljónir, og þau þurfa að keppa við risa á borð við Facebook og Google sem greiða hér engin gjöld.“ Brynjar Níelsson var hins vegar á því að það væri ekki stigið nógu stórt skref með því einu að RÚV færi af auglýsingamarkaði. „Það er ólíðandi, algjörlega ólíðandi, að einkareknir miðlar þurfi að keppa við RÚV um auglýsingatekjur. En það þarf að gera meira. Við verðum að endurskoða RÚV, hvernig það er fjármagnað, hvað það á að sýna og framleiða og hvers eðlis það á að vera.“ Hann sagði enn fremur að það væri ekki auðvelt að ræða slíka hluti því til staðar væru ýmsir sem „litu á það sem árás á almannaútvarpið“ og sem svo að hann vildi það feigt. Síðar í þættinum sagði Helgi að hann hefði óskað eftir því við menntamálaráðherra að sérstök umræða færi fram um stöðu og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi og þá hvað væri hægt að gera til að bæta það. Umræðurnar úr þættinum má heyra í fréttinni bæði hér fyrir ofan og fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00 Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru gestir Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Umræðuefnið var rekstrarumhverfi fjölmiðla og staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Þetta var mikið rætt á þeim tíma þegar ég var menntamálaráðherra á tímunum eftir hrun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að í hennar tíð hefði verið gripið til aðgerða með að minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi stjórn hefði fært hlutina í fyrra horf. „Það er vel hægt að hafa RÚV fyrir utan auglýsingamarkað en Helgi Hjörvar telur hins vegar að það eitt og sér dugi ekki til. „Dugar það að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði? Er ekki miklu mun mikilvægara að skapa hérna rekstrarskilyrði til að fjölmiðlar þrífist almennt? Við erum hérna með lítil fyrirtæki, sem skapa efni fyrir markað sem telur 0,3 milljónir, og þau þurfa að keppa við risa á borð við Facebook og Google sem greiða hér engin gjöld.“ Brynjar Níelsson var hins vegar á því að það væri ekki stigið nógu stórt skref með því einu að RÚV færi af auglýsingamarkaði. „Það er ólíðandi, algjörlega ólíðandi, að einkareknir miðlar þurfi að keppa við RÚV um auglýsingatekjur. En það þarf að gera meira. Við verðum að endurskoða RÚV, hvernig það er fjármagnað, hvað það á að sýna og framleiða og hvers eðlis það á að vera.“ Hann sagði enn fremur að það væri ekki auðvelt að ræða slíka hluti því til staðar væru ýmsir sem „litu á það sem árás á almannaútvarpið“ og sem svo að hann vildi það feigt. Síðar í þættinum sagði Helgi að hann hefði óskað eftir því við menntamálaráðherra að sérstök umræða færi fram um stöðu og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi og þá hvað væri hægt að gera til að bæta það. Umræðurnar úr þættinum má heyra í fréttinni bæði hér fyrir ofan og fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00 Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24
Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00
Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37