Brynjar: Þegar maður ræðir breytingar á RÚV líta margir á það sem árás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2016 12:54 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru gestir Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Umræðuefnið var rekstrarumhverfi fjölmiðla og staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Þetta var mikið rætt á þeim tíma þegar ég var menntamálaráðherra á tímunum eftir hrun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að í hennar tíð hefði verið gripið til aðgerða með að minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi stjórn hefði fært hlutina í fyrra horf. „Það er vel hægt að hafa RÚV fyrir utan auglýsingamarkað en Helgi Hjörvar telur hins vegar að það eitt og sér dugi ekki til. „Dugar það að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði? Er ekki miklu mun mikilvægara að skapa hérna rekstrarskilyrði til að fjölmiðlar þrífist almennt? Við erum hérna með lítil fyrirtæki, sem skapa efni fyrir markað sem telur 0,3 milljónir, og þau þurfa að keppa við risa á borð við Facebook og Google sem greiða hér engin gjöld.“ Brynjar Níelsson var hins vegar á því að það væri ekki stigið nógu stórt skref með því einu að RÚV færi af auglýsingamarkaði. „Það er ólíðandi, algjörlega ólíðandi, að einkareknir miðlar þurfi að keppa við RÚV um auglýsingatekjur. En það þarf að gera meira. Við verðum að endurskoða RÚV, hvernig það er fjármagnað, hvað það á að sýna og framleiða og hvers eðlis það á að vera.“ Hann sagði enn fremur að það væri ekki auðvelt að ræða slíka hluti því til staðar væru ýmsir sem „litu á það sem árás á almannaútvarpið“ og sem svo að hann vildi það feigt. Síðar í þættinum sagði Helgi að hann hefði óskað eftir því við menntamálaráðherra að sérstök umræða færi fram um stöðu og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi og þá hvað væri hægt að gera til að bæta það. Umræðurnar úr þættinum má heyra í fréttinni bæði hér fyrir ofan og fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00 Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru gestir Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Umræðuefnið var rekstrarumhverfi fjölmiðla og staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Þetta var mikið rætt á þeim tíma þegar ég var menntamálaráðherra á tímunum eftir hrun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að í hennar tíð hefði verið gripið til aðgerða með að minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi stjórn hefði fært hlutina í fyrra horf. „Það er vel hægt að hafa RÚV fyrir utan auglýsingamarkað en Helgi Hjörvar telur hins vegar að það eitt og sér dugi ekki til. „Dugar það að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði? Er ekki miklu mun mikilvægara að skapa hérna rekstrarskilyrði til að fjölmiðlar þrífist almennt? Við erum hérna með lítil fyrirtæki, sem skapa efni fyrir markað sem telur 0,3 milljónir, og þau þurfa að keppa við risa á borð við Facebook og Google sem greiða hér engin gjöld.“ Brynjar Níelsson var hins vegar á því að það væri ekki stigið nógu stórt skref með því einu að RÚV færi af auglýsingamarkaði. „Það er ólíðandi, algjörlega ólíðandi, að einkareknir miðlar þurfi að keppa við RÚV um auglýsingatekjur. En það þarf að gera meira. Við verðum að endurskoða RÚV, hvernig það er fjármagnað, hvað það á að sýna og framleiða og hvers eðlis það á að vera.“ Hann sagði enn fremur að það væri ekki auðvelt að ræða slíka hluti því til staðar væru ýmsir sem „litu á það sem árás á almannaútvarpið“ og sem svo að hann vildi það feigt. Síðar í þættinum sagði Helgi að hann hefði óskað eftir því við menntamálaráðherra að sérstök umræða færi fram um stöðu og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi og þá hvað væri hægt að gera til að bæta það. Umræðurnar úr þættinum má heyra í fréttinni bæði hér fyrir ofan og fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00 Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24
Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00
Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37