Brynjar: Þegar maður ræðir breytingar á RÚV líta margir á það sem árás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2016 12:54 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru gestir Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Umræðuefnið var rekstrarumhverfi fjölmiðla og staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Þetta var mikið rætt á þeim tíma þegar ég var menntamálaráðherra á tímunum eftir hrun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að í hennar tíð hefði verið gripið til aðgerða með að minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi stjórn hefði fært hlutina í fyrra horf. „Það er vel hægt að hafa RÚV fyrir utan auglýsingamarkað en Helgi Hjörvar telur hins vegar að það eitt og sér dugi ekki til. „Dugar það að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði? Er ekki miklu mun mikilvægara að skapa hérna rekstrarskilyrði til að fjölmiðlar þrífist almennt? Við erum hérna með lítil fyrirtæki, sem skapa efni fyrir markað sem telur 0,3 milljónir, og þau þurfa að keppa við risa á borð við Facebook og Google sem greiða hér engin gjöld.“ Brynjar Níelsson var hins vegar á því að það væri ekki stigið nógu stórt skref með því einu að RÚV færi af auglýsingamarkaði. „Það er ólíðandi, algjörlega ólíðandi, að einkareknir miðlar þurfi að keppa við RÚV um auglýsingatekjur. En það þarf að gera meira. Við verðum að endurskoða RÚV, hvernig það er fjármagnað, hvað það á að sýna og framleiða og hvers eðlis það á að vera.“ Hann sagði enn fremur að það væri ekki auðvelt að ræða slíka hluti því til staðar væru ýmsir sem „litu á það sem árás á almannaútvarpið“ og sem svo að hann vildi það feigt. Síðar í þættinum sagði Helgi að hann hefði óskað eftir því við menntamálaráðherra að sérstök umræða færi fram um stöðu og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi og þá hvað væri hægt að gera til að bæta það. Umræðurnar úr þættinum má heyra í fréttinni bæði hér fyrir ofan og fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00 Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru gestir Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Umræðuefnið var rekstrarumhverfi fjölmiðla og staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Þetta var mikið rætt á þeim tíma þegar ég var menntamálaráðherra á tímunum eftir hrun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að í hennar tíð hefði verið gripið til aðgerða með að minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi stjórn hefði fært hlutina í fyrra horf. „Það er vel hægt að hafa RÚV fyrir utan auglýsingamarkað en Helgi Hjörvar telur hins vegar að það eitt og sér dugi ekki til. „Dugar það að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði? Er ekki miklu mun mikilvægara að skapa hérna rekstrarskilyrði til að fjölmiðlar þrífist almennt? Við erum hérna með lítil fyrirtæki, sem skapa efni fyrir markað sem telur 0,3 milljónir, og þau þurfa að keppa við risa á borð við Facebook og Google sem greiða hér engin gjöld.“ Brynjar Níelsson var hins vegar á því að það væri ekki stigið nógu stórt skref með því einu að RÚV færi af auglýsingamarkaði. „Það er ólíðandi, algjörlega ólíðandi, að einkareknir miðlar þurfi að keppa við RÚV um auglýsingatekjur. En það þarf að gera meira. Við verðum að endurskoða RÚV, hvernig það er fjármagnað, hvað það á að sýna og framleiða og hvers eðlis það á að vera.“ Hann sagði enn fremur að það væri ekki auðvelt að ræða slíka hluti því til staðar væru ýmsir sem „litu á það sem árás á almannaútvarpið“ og sem svo að hann vildi það feigt. Síðar í þættinum sagði Helgi að hann hefði óskað eftir því við menntamálaráðherra að sérstök umræða færi fram um stöðu og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi og þá hvað væri hægt að gera til að bæta það. Umræðurnar úr þættinum má heyra í fréttinni bæði hér fyrir ofan og fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00 Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24
Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00
Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37