Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Íslendingar hafa löngum þótt höfðingjadjarfir. Smiður hikar ekki við að ávarpa og jafnvel takast á við forsetann, hittist þeir í heita pottinum. Börn efnameiri foreldra sækja skóla og frístundastarf með þeim efnaminni. Samfélag okkar hefur þróast síðustu áratugi frá stéttskiptingu, þar sem alþýðan mátti sín lítils, til opnara og réttlátara samfélags. Um þann árangur ættum við að standa vörð. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa ríkisstjórn og stjórnarþingmenn lagt fram frumvörp og tjáð sig með þeim hætti að augljóst er að taka verður til öflugra varna fyrir velferðarkerfið. Jafnt aðgengi allra að menntun er t.d. eitt af grundvallaratriðum réttláts samfélags. Fjöldatakmarkanir nemenda, 25 ára og eldri, í bóknám framhaldsskóla hafa leitt til þess að sá hópur hefur nær horfið úr opinberu framhaldsskólunum. Ungt fólk sem hefur flosnað upp úr skóla vegna erfiðra aðstæðna, en hyggst taka upp þráðinn og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, kemur að lokuðum dyrum. Þetta bitnar ekki síst á landsbyggðinni. Vanfjármagnaðir framhaldsskólar hafa ekki önnur úrræði en að neita þessu fólki um skólavist. Nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur kannski yfir sér fjarskafrítt yfirbragð en varla meira en það. Samkvæmt því fá námsmenn 65.000,- króna styrk á mánuði, en vextir þess hlutar sem taka þarf að láni til framfærslu hækka úr 1% í 3% og tekjutenging afborgana afnumin. Þeir sem hafa aðstöðu til að búa frítt í heimahúsum geta einhverjir látið sér nægja 65.000,- krónur á mánuði en aðrir þurfa að taka lán, sem greidd verða til baka með þyngri greiðslubyrði en áður. Þetta kemur harðast niður á námsmönnum með börn, sem þurfa viðbótarlán. Verði frumvarpið samþykkt þyngist róðurinn hjá stórum hópi að námi loknu. Það er nauðsynlegt að endurskoða námslánakerfið en þar á félagslegt réttlæti að vera leiðarstefið. Því er gjarnan haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna en í raun er grundvallarmunur á gildum þeirra. Sumir þeirra vilja stéttskipt samfélag en Samfylkingin vill eitt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa löngum þótt höfðingjadjarfir. Smiður hikar ekki við að ávarpa og jafnvel takast á við forsetann, hittist þeir í heita pottinum. Börn efnameiri foreldra sækja skóla og frístundastarf með þeim efnaminni. Samfélag okkar hefur þróast síðustu áratugi frá stéttskiptingu, þar sem alþýðan mátti sín lítils, til opnara og réttlátara samfélags. Um þann árangur ættum við að standa vörð. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa ríkisstjórn og stjórnarþingmenn lagt fram frumvörp og tjáð sig með þeim hætti að augljóst er að taka verður til öflugra varna fyrir velferðarkerfið. Jafnt aðgengi allra að menntun er t.d. eitt af grundvallaratriðum réttláts samfélags. Fjöldatakmarkanir nemenda, 25 ára og eldri, í bóknám framhaldsskóla hafa leitt til þess að sá hópur hefur nær horfið úr opinberu framhaldsskólunum. Ungt fólk sem hefur flosnað upp úr skóla vegna erfiðra aðstæðna, en hyggst taka upp þráðinn og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, kemur að lokuðum dyrum. Þetta bitnar ekki síst á landsbyggðinni. Vanfjármagnaðir framhaldsskólar hafa ekki önnur úrræði en að neita þessu fólki um skólavist. Nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur kannski yfir sér fjarskafrítt yfirbragð en varla meira en það. Samkvæmt því fá námsmenn 65.000,- króna styrk á mánuði, en vextir þess hlutar sem taka þarf að láni til framfærslu hækka úr 1% í 3% og tekjutenging afborgana afnumin. Þeir sem hafa aðstöðu til að búa frítt í heimahúsum geta einhverjir látið sér nægja 65.000,- krónur á mánuði en aðrir þurfa að taka lán, sem greidd verða til baka með þyngri greiðslubyrði en áður. Þetta kemur harðast niður á námsmönnum með börn, sem þurfa viðbótarlán. Verði frumvarpið samþykkt þyngist róðurinn hjá stórum hópi að námi loknu. Það er nauðsynlegt að endurskoða námslánakerfið en þar á félagslegt réttlæti að vera leiðarstefið. Því er gjarnan haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna en í raun er grundvallarmunur á gildum þeirra. Sumir þeirra vilja stéttskipt samfélag en Samfylkingin vill eitt samfélag fyrir alla.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun