Fótbolti

FH-banarnir í erfiðri stöðu | Strákarnir hans Rodgers í góðum málum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dundalk hefur komið mjög á óvart í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Dundalk hefur komið mjög á óvart í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. vísir/eyþór
FH-banarnir í Dundalk eiga erfitt verkefni fyrir höndum í seinni leiknum gegn Legia Varsjá í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 0-2 tap á heimavelli í fyrri leiknum.

Staða Íranna er því afar erfið en jafnvel þótt liðið komist ekki í Meistaradeildina fær það sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Celtic er komið með annan fótinn í riðlakeppnina eftir 5-2 sigur á Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael í fyrri leik liðanna.

Lærisveinar Brendans Rodgers voru komnir í 3-0 í hálfleik og Ísralsmönnunum tókst ekki að koma til baka úr þeirri stöðu.

Porto og Roma skildu jöfn, 1-1, í hörkuleik á Drekavöllum.

Roma komst yfir með sjálfsmarki Brasilíumannsins Felipe á 21. mínútu. Tuttugu mínútum síðar fékk Thomas Vermaelen, sem er nýgenginn í raðir Roma frá Barcelona, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Einum fleiri tókst Portúgölunum að jafna metin þegar Andre Silva skoraði úr vítaspyrnu á 61. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og lyktaði leiknum með 1-1 jafntefli.

Þá vann búlgarska liðið Ludogorets 2-0 sigur á Viktoria Plzen frá Tékklandi og Monaco bar sigurorð af Villarreal með tveimur mörkum gegn einu á útivelli.

Úrslit kvöldsins:

Dundalk 0-2 Legia Varsjá

Celtic 5-2 Hapoel Be'er Sheva

Porto 1-1 Roma

Ludogorets 2-0 Viktoria Plzen

Villarreal 1-2 Monaco


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×