Fótbolti

KSÍ bætir við fleiri mótsmiðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sex hundruð aukamiðar fara í sölu á hádegi á morgun.
Sex hundruð aukamiðar fara í sölu á hádegi á morgun. vísir/vilhelm
Knattspyrnusamband Íslands mun setja sex hundruð aukamótsmiða á heimaleiki karlalandsliðsins í undankeppni HM í sölu á morgun vegna mikillar eftirspurnar. Þúsund miðar voru settir í sölu í gær og ruku þeir út á mettíma.

Hefur KSÍ því ákveðið að bæta við tvö hundruð miðum í hverju verðsvæði sem eru þrjú talsins og verða þeir seldir á midi.is en salan hefst á hádegi á morgun, föstudag.

Gilda miðarnir á alla heimaleiki karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni HM sem hefst í haust og kosta miðarnir frá 15 þúsund upp í 35 þúsund krónur.

Allir mótsmiðar sem fóru í sölu í hádeginu í gær seldust upp á um tuttugu mínútum og má búast við að mikil ásókn verði í þá miða sem fara í sölu á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×