Hver er hugmyndafræði embættismanna? Heiðar Guðjónsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Það er öld liðin frá því hagfræðingar og stjórnmálamenn hófu rifrildið um hvort reyndist hagkerfum betur, miðstýring eða valddreifing. Með hruni Sovétríkjanna og fylgisríkja þeirra fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan virtist að málið væri útrætt. Á því gera menn þó eina undantekningu og það í þeim málaflokki sem einna mest óánægja virðist vera með, peningamálum. Peningamálastjórn á Íslandi hefur ekki verið miðstýrðari um áratugaskeið. Gjaldeyrishöftin, sem sífellt er verið að tala um að afnema, hafa aldrei verið harðari. Upphaflega voru þau sett á vegna greiðslujafnaðarvanda ríkisins í kjölfar hrunsins, tæpum átta árum síðar þegar sá vandi er horfinn erum við með höft á útflæði og innflæði auk þess sem Seðlabankinn beitir handahófskenndum tækjum til að viðhalda vaxtamun við útlönd þó engir séu fjármagnsflutningarnir. Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentustig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bankans sé mun meiri en af landbúnaðarkerfinu. Það er því fremur til marks um kaldlyndi en kaldhæðni þegar seðlabankastjóri segir höftin „svínvirka“. Vandinn er sá að sjálfbærni núverandi kerfis er engin. Það stendur og fellur með ytri aðstæðum enda er kerfið komið í öngstræti og ekki þarf nema að verðhjöðnun erlendis linni, og verðbólga aukist, til að allt miðstýringarkerfið hér á landi bresti. Eina ástæða þess að verðbólga á Íslandi mælist í kringum markmið Seðlabankans eru ytri aðstæður. Þegar þær breytast kemur í ljós að Seðlabankinn ræður ekkert við eigin peningastefnu. Atvinnusköpun og peningastefna SALEK-samkomulagið og peningastefna Seðlabankans eru hornsteinar í þessu gallaða kerfi. Ef Íslendingar byggju við sama frelsi í peningamálum og ríkir alls staðar hjá þróuðum ríkjum þá væri vandinn ekki til staðar. Ástæðan er einföld: Þá væri hver fyrir sig ábyrgur í eigin peningamálum, hvert fyrirtæki og hver launamaður, en ríkið væri ekki að taka völdin til sín. Stjórnlyndir aðilar segja að fólki sé ekki treystandi og ef íslenska krónan yrði ekki neydd upp á alla þá tæki við mikið atvinnuleysi. Það er fásinna enda minnkar miðstýring sveigjanleika en eykur hann ekki. Eins segja stjórnlyndir að Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin þurfi að semja fyrir hönd alls launafólks, frekar en að hvert fyrirtæki geri það fyrir sig. Það sér það hver maður að aðstæður eru mjög mismunandi á milli fyrirtækja og á milli atvinnugreina. Það er ekkert vit í því að sömu samningar gangi yfir alla. Sumir geta greitt mun meira en aðrir minna. Hagkerfið mun svo sjá til þess að starfsfólk færist til þeirra starfa þar sem verðmætasköpunin er sem mest, enda bjóða þau störf bestu kjörin. Ef Íslendingar byggju við það sjálfsagða frelsi að mega velja þá mynt sem þeim hentar í sínum rekstri, hvort heldur væri heimilis- eða fyrirtækjarekstri, þá væri ójafnvægið sem nú er að myndast, ekki til staðar. Þá væri sveigjanleiki kerfisins mun meiri og áhætta þess minni. Þá væri aðgangur að erlendum mörkuðum, hvort heldur er fyrir vöru-, þjónustuviðskipti, eða fjármögnun allt annar og betri en nú er í dag. Nýsköpun væri meiri enda fjármagn ódýrara og til í meira mæli. Fjölbreytni hagkerfisins myndi því aukast og aðdráttarafl þess fyrir hæfasta vinnuaflið um leið. Það er erfitt að ræða stóru málin þegar allt virðist ganga vel. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa ekki aukist hraðar í sögunni og Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott. En þegar vel árar er um að gera að nýta tækifærið og fyrirbyggja vandann sem blasir við í framtíðinni. Embættismenn eru ekki hæfir til að miðstýra hagkerfinu, ekki frekar en stjórnmálamenn eða nokkur annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er öld liðin frá því hagfræðingar og stjórnmálamenn hófu rifrildið um hvort reyndist hagkerfum betur, miðstýring eða valddreifing. Með hruni Sovétríkjanna og fylgisríkja þeirra fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan virtist að málið væri útrætt. Á því gera menn þó eina undantekningu og það í þeim málaflokki sem einna mest óánægja virðist vera með, peningamálum. Peningamálastjórn á Íslandi hefur ekki verið miðstýrðari um áratugaskeið. Gjaldeyrishöftin, sem sífellt er verið að tala um að afnema, hafa aldrei verið harðari. Upphaflega voru þau sett á vegna greiðslujafnaðarvanda ríkisins í kjölfar hrunsins, tæpum átta árum síðar þegar sá vandi er horfinn erum við með höft á útflæði og innflæði auk þess sem Seðlabankinn beitir handahófskenndum tækjum til að viðhalda vaxtamun við útlönd þó engir séu fjármagnsflutningarnir. Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentustig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bankans sé mun meiri en af landbúnaðarkerfinu. Það er því fremur til marks um kaldlyndi en kaldhæðni þegar seðlabankastjóri segir höftin „svínvirka“. Vandinn er sá að sjálfbærni núverandi kerfis er engin. Það stendur og fellur með ytri aðstæðum enda er kerfið komið í öngstræti og ekki þarf nema að verðhjöðnun erlendis linni, og verðbólga aukist, til að allt miðstýringarkerfið hér á landi bresti. Eina ástæða þess að verðbólga á Íslandi mælist í kringum markmið Seðlabankans eru ytri aðstæður. Þegar þær breytast kemur í ljós að Seðlabankinn ræður ekkert við eigin peningastefnu. Atvinnusköpun og peningastefna SALEK-samkomulagið og peningastefna Seðlabankans eru hornsteinar í þessu gallaða kerfi. Ef Íslendingar byggju við sama frelsi í peningamálum og ríkir alls staðar hjá þróuðum ríkjum þá væri vandinn ekki til staðar. Ástæðan er einföld: Þá væri hver fyrir sig ábyrgur í eigin peningamálum, hvert fyrirtæki og hver launamaður, en ríkið væri ekki að taka völdin til sín. Stjórnlyndir aðilar segja að fólki sé ekki treystandi og ef íslenska krónan yrði ekki neydd upp á alla þá tæki við mikið atvinnuleysi. Það er fásinna enda minnkar miðstýring sveigjanleika en eykur hann ekki. Eins segja stjórnlyndir að Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin þurfi að semja fyrir hönd alls launafólks, frekar en að hvert fyrirtæki geri það fyrir sig. Það sér það hver maður að aðstæður eru mjög mismunandi á milli fyrirtækja og á milli atvinnugreina. Það er ekkert vit í því að sömu samningar gangi yfir alla. Sumir geta greitt mun meira en aðrir minna. Hagkerfið mun svo sjá til þess að starfsfólk færist til þeirra starfa þar sem verðmætasköpunin er sem mest, enda bjóða þau störf bestu kjörin. Ef Íslendingar byggju við það sjálfsagða frelsi að mega velja þá mynt sem þeim hentar í sínum rekstri, hvort heldur væri heimilis- eða fyrirtækjarekstri, þá væri ójafnvægið sem nú er að myndast, ekki til staðar. Þá væri sveigjanleiki kerfisins mun meiri og áhætta þess minni. Þá væri aðgangur að erlendum mörkuðum, hvort heldur er fyrir vöru-, þjónustuviðskipti, eða fjármögnun allt annar og betri en nú er í dag. Nýsköpun væri meiri enda fjármagn ódýrara og til í meira mæli. Fjölbreytni hagkerfisins myndi því aukast og aðdráttarafl þess fyrir hæfasta vinnuaflið um leið. Það er erfitt að ræða stóru málin þegar allt virðist ganga vel. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa ekki aukist hraðar í sögunni og Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott. En þegar vel árar er um að gera að nýta tækifærið og fyrirbyggja vandann sem blasir við í framtíðinni. Embættismenn eru ekki hæfir til að miðstýra hagkerfinu, ekki frekar en stjórnmálamenn eða nokkur annar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar