MS ber að greiða sektina innan mánaðar Snærós Sindradóttir skrifar 13. júlí 2016 05:00 Mjólkursamsalan er ásamt tengdum fyrirtækjum sínum, Kaupfélagi Skagfirðinga og Mjólku, í nærri allsráðandi stöðu á mjólkurmarkaði. Fréttablaðið/Pjetur Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna með stjórnvaldssekt er bindandi, öfugt við það sem haldið er fram í tilkynningu forstjóra MS í gær. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu Ara Edwald, forstjóra MS, segir að ótímabært sé að ræða sekt þar sem málinu er ekki lokið og eigi eftir að fara til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Þetta er bara endanlega ákvörðun og hún er bindandi fyrir fyrirtækið þangað til og nema því aðeins að áfrýjunarnefnd eða síðar dómstólar sjái meinbugi á ákvörðuninni og geri á henni breytingar. Það er í raun og veru ekkert svar annað til við þessu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sektin skuli greidd þrátt fyrir að MS telji málinu ekki lokið. Verði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snúið við verði sektin endurgreidd. „Sektina ber að greiða innan mánaðar frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll. Hinn 7. júlí síðastliðinn tilkynnti Samkeppniseftirlitið um ákvörðun sína og sagði brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum alvarleg. MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja samkeppnisaðilum hrámjólk, ógerilsneydda mjólk, á óeðlilega háu verði. Á sama tíma hafi MS og tengdir aðilar, sem eru Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka eftir yfirtöku MS á fyrirtækinu, fengið mjólkina undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan hafi einnig veitt Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og haldið frá mikilvægum gögnum sem hafi tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Upp komst um verðmuninn þegar MS sendi samkeppnisaðila sínum, Mjólkurbúinu, fyrir misgáning reikning sem ætlaður var Mjólku. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær segist Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra efast um að MS hefði gerst brotlegt við samkeppnislög. Fyrirtækið hefði alltaf sýnt samfélaginu mikla ábyrgð. „Það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitið hefur tekið þá ákvörðun sem það telur réttasta að undangenginni ítarlegri rannsókn. Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt þá ákvörðun sína með ítarlegum hætti,“ segir Páll Gunnar. Gunnar Bragi sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að öllum væri ljóst að MS sé í einokunarstöðu. Sem slíkt fylgi fyrirtækið ákveðnum reglum. „Eins og hægt er að sjá af ákvörðuninni þá hefur Mjólkursamsalan í fyrsta lagi haldið því fram að hún sé ekki markaðsráðandi og þar með ekki í einokunarstöðu,“ segir Páll Gunnar. Mjólkursamsalan byggir viðbrögð sín við ákvörðuninni á því að samspil samkeppnislaga og búvörulaga geri þeim heimilt að haga sínum málum með þeim hætti sem verið hefur. Páll Gunnar ítrekar að þrátt fyrir ummæli landbúnaðarráðherra og ummæli forstjóra MS þá sé ákvörðunin endanlega eins og hún snýr að Samkeppniseftirlitinu. Afar sjaldgæft sé að áfrýjunarnefnd samkeppnismála fresti réttaráhrifum og því bendi allt til þess að MS muni þurfa að greiða stjórnvaldssektina innan mánaðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna með stjórnvaldssekt er bindandi, öfugt við það sem haldið er fram í tilkynningu forstjóra MS í gær. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu Ara Edwald, forstjóra MS, segir að ótímabært sé að ræða sekt þar sem málinu er ekki lokið og eigi eftir að fara til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Þetta er bara endanlega ákvörðun og hún er bindandi fyrir fyrirtækið þangað til og nema því aðeins að áfrýjunarnefnd eða síðar dómstólar sjái meinbugi á ákvörðuninni og geri á henni breytingar. Það er í raun og veru ekkert svar annað til við þessu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sektin skuli greidd þrátt fyrir að MS telji málinu ekki lokið. Verði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snúið við verði sektin endurgreidd. „Sektina ber að greiða innan mánaðar frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll. Hinn 7. júlí síðastliðinn tilkynnti Samkeppniseftirlitið um ákvörðun sína og sagði brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum alvarleg. MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja samkeppnisaðilum hrámjólk, ógerilsneydda mjólk, á óeðlilega háu verði. Á sama tíma hafi MS og tengdir aðilar, sem eru Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka eftir yfirtöku MS á fyrirtækinu, fengið mjólkina undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan hafi einnig veitt Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og haldið frá mikilvægum gögnum sem hafi tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Upp komst um verðmuninn þegar MS sendi samkeppnisaðila sínum, Mjólkurbúinu, fyrir misgáning reikning sem ætlaður var Mjólku. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær segist Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra efast um að MS hefði gerst brotlegt við samkeppnislög. Fyrirtækið hefði alltaf sýnt samfélaginu mikla ábyrgð. „Það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitið hefur tekið þá ákvörðun sem það telur réttasta að undangenginni ítarlegri rannsókn. Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt þá ákvörðun sína með ítarlegum hætti,“ segir Páll Gunnar. Gunnar Bragi sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að öllum væri ljóst að MS sé í einokunarstöðu. Sem slíkt fylgi fyrirtækið ákveðnum reglum. „Eins og hægt er að sjá af ákvörðuninni þá hefur Mjólkursamsalan í fyrsta lagi haldið því fram að hún sé ekki markaðsráðandi og þar með ekki í einokunarstöðu,“ segir Páll Gunnar. Mjólkursamsalan byggir viðbrögð sín við ákvörðuninni á því að samspil samkeppnislaga og búvörulaga geri þeim heimilt að haga sínum málum með þeim hætti sem verið hefur. Páll Gunnar ítrekar að þrátt fyrir ummæli landbúnaðarráðherra og ummæli forstjóra MS þá sé ákvörðunin endanlega eins og hún snýr að Samkeppniseftirlitinu. Afar sjaldgæft sé að áfrýjunarnefnd samkeppnismála fresti réttaráhrifum og því bendi allt til þess að MS muni þurfa að greiða stjórnvaldssektina innan mánaðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira