Árangur í málefnum fatlaðs fólks Eygló Harðardóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur reynst mikilvægt tæki í að vinna að uppfyllingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ályktunin var samþykkt á Alþingi þann 1. júní 2012. Í áætluninni voru tilgreind 43 verkefni á átta málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, félagslegri vernd og sjálfstæðu lífi, heilbrigði, ímynd og fræðslu, mannréttindum, menntun og þátttöku í samfélaginu. Framkvæmdaáætlunin átti að gilda 2012 til 2014, en gildistími hennar var framlengdur uns ný áætlun tæki við þar sem fjárveitingar til hennar voru minni en væntingar stóðu til á því tímabili. Úr því var bætt og fjölmörg verkefni hafa orðið að raunveruleika. Nefna má styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að þeim stöðum sem almenningur hefur aðgang að og styrkur til að gerðar handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila um aðgengismál; vitundarvakningu og átaksverkefni til að auka atvinnumöguleika fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði í samstarfi við Vinnumálastofnun; styrki til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í velferðarþjónustu til að auka lífsgæði notenda, Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga fékk styrk til fræðslu í meðferð og þróun tjáskiptatækja og haldið var sérstakt málþing um velferðartækni; Barnaverndarstofa fékk styrk til að veita starfsmönnum í barnavernd, félagsþjónustu og hjá Barnahúsi þjálfun í að vinna með fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi; og sjónvarpsþættirnir Með okkar augum fengu sérstakan styrk. Vinna að nýrri framkvæmdaáætlun er hafin og er áhersla lögð á víðtækt samráð og þátttöku við gerð hennar. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins: www.velferdarraduneyti.is/framkvaemdaaaetlun. Vegna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur starfshópur á mínum vegum undir forystu Willums Þórs Þórssonar þingmanns lagt fram frumvarpsdrög með veigamiklum breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks. Drögin hafa verið birt til umsagnar á vef ráðuneytisins. Þá er það von mín að drög að nýrri framkvæmdaáætlun verði birt til umsagnar í byrjun september. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur reynst mikilvægt tæki í að vinna að uppfyllingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ályktunin var samþykkt á Alþingi þann 1. júní 2012. Í áætluninni voru tilgreind 43 verkefni á átta málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, félagslegri vernd og sjálfstæðu lífi, heilbrigði, ímynd og fræðslu, mannréttindum, menntun og þátttöku í samfélaginu. Framkvæmdaáætlunin átti að gilda 2012 til 2014, en gildistími hennar var framlengdur uns ný áætlun tæki við þar sem fjárveitingar til hennar voru minni en væntingar stóðu til á því tímabili. Úr því var bætt og fjölmörg verkefni hafa orðið að raunveruleika. Nefna má styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að þeim stöðum sem almenningur hefur aðgang að og styrkur til að gerðar handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila um aðgengismál; vitundarvakningu og átaksverkefni til að auka atvinnumöguleika fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði í samstarfi við Vinnumálastofnun; styrki til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í velferðarþjónustu til að auka lífsgæði notenda, Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga fékk styrk til fræðslu í meðferð og þróun tjáskiptatækja og haldið var sérstakt málþing um velferðartækni; Barnaverndarstofa fékk styrk til að veita starfsmönnum í barnavernd, félagsþjónustu og hjá Barnahúsi þjálfun í að vinna með fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi; og sjónvarpsþættirnir Með okkar augum fengu sérstakan styrk. Vinna að nýrri framkvæmdaáætlun er hafin og er áhersla lögð á víðtækt samráð og þátttöku við gerð hennar. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins: www.velferdarraduneyti.is/framkvaemdaaaetlun. Vegna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur starfshópur á mínum vegum undir forystu Willums Þórs Þórssonar þingmanns lagt fram frumvarpsdrög með veigamiklum breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks. Drögin hafa verið birt til umsagnar á vef ráðuneytisins. Þá er það von mín að drög að nýrri framkvæmdaáætlun verði birt til umsagnar í byrjun september. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar