Guðni er minn kostur Eiríkur Hjálmarsson skrifar 20. júní 2016 11:27 Saga embættis forseta Íslands er stutt eða bara rúm 70 ár. Fimm hafa gegnt því. Til samanburðar má rekja röð Japanskeisara aftur fyrir landnám Íslands og nú ríkir sá 125. í óslitinni röð. Japanar fá hinsvegar ekki að velja sér þjóðhöfðingja. Það fáum við og nú er komið að því. Ekki skortir okkur úrvalið af frambjóðendum í þetta skiptið. Þau eru eins ólík og þau eru mörg. Hvert með sínar áherslur og stílbrigði; styrkleika og snöggu bletti. Maður mátar ekki bara áherslur frambjóðendanna við það sem manni sjálfum finnst, heldur ekki síður persónurnar og hvað eftir þær liggur. Sá frambjóðandi sem mér finnst hafa skarpasta sýn á verkefni næsta forseta er Guðni Th. Jóhannesson. Mér hugnast hans nálgun líka best. Ekki bara hefur hann rýnt í þessa stuttu sögu flestum betur, heldur hefur hann líka dregið af henni lærdóma, sem hann hefur miðlað óspart. Það finnst mér mikilvægt nú þegar 20 ára setu núverandi forseta lýkur og við kjósendur veljum hvert kúrsinn liggur héðan. Guðni hefur ekki bara með skrifum sínum og sögum lagt okkur í hendur tæki til að meta með heiðarlegum hætti þá leið sem við Íslendingar höfum valið síðustu áratugi, heldur líka boðist til að leiða okkur á ferðalaginu næstu árin. Fyrir það er ég þakklátur þeim Guðna og Elizu. Mér finnst þau hafa staðið sig með miklum sóma í að kynna sig og sjónarmið sín síðustu vikur. Þau hafa svarað spurningum fólks víða um land. Það hafa þau gert af heiðarleika og húmor, sem er kannski það sem mestu máli skiptir þegar öllu er á botninn hvolft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Saga embættis forseta Íslands er stutt eða bara rúm 70 ár. Fimm hafa gegnt því. Til samanburðar má rekja röð Japanskeisara aftur fyrir landnám Íslands og nú ríkir sá 125. í óslitinni röð. Japanar fá hinsvegar ekki að velja sér þjóðhöfðingja. Það fáum við og nú er komið að því. Ekki skortir okkur úrvalið af frambjóðendum í þetta skiptið. Þau eru eins ólík og þau eru mörg. Hvert með sínar áherslur og stílbrigði; styrkleika og snöggu bletti. Maður mátar ekki bara áherslur frambjóðendanna við það sem manni sjálfum finnst, heldur ekki síður persónurnar og hvað eftir þær liggur. Sá frambjóðandi sem mér finnst hafa skarpasta sýn á verkefni næsta forseta er Guðni Th. Jóhannesson. Mér hugnast hans nálgun líka best. Ekki bara hefur hann rýnt í þessa stuttu sögu flestum betur, heldur hefur hann líka dregið af henni lærdóma, sem hann hefur miðlað óspart. Það finnst mér mikilvægt nú þegar 20 ára setu núverandi forseta lýkur og við kjósendur veljum hvert kúrsinn liggur héðan. Guðni hefur ekki bara með skrifum sínum og sögum lagt okkur í hendur tæki til að meta með heiðarlegum hætti þá leið sem við Íslendingar höfum valið síðustu áratugi, heldur líka boðist til að leiða okkur á ferðalaginu næstu árin. Fyrir það er ég þakklátur þeim Guðna og Elizu. Mér finnst þau hafa staðið sig með miklum sóma í að kynna sig og sjónarmið sín síðustu vikur. Þau hafa svarað spurningum fólks víða um land. Það hafa þau gert af heiðarleika og húmor, sem er kannski það sem mestu máli skiptir þegar öllu er á botninn hvolft.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar