Afsakið, en hvað kostar þetta í kvenna-krónum? Elín Hirst skrifar 24. júní 2016 07:00 Launamunur kynjanna er til vansa í okkar samfélagi og hægt virðist miða í jafnréttisátt hvað þetta varðar. Enn ein staðfestingin er ný kjarakönnun BHM um kynbundinn launamun þar sem í ljós kom að laun kvenna þurftu að jafnaði að vera 11,7 prósent hærri á síðasta ári til að vera jöfn launum karla. Ef við notum tölurnar úr könnun BHM þá er fróðlegt að setja dæmið upp með öðrum hætti; tala einfaldlega um karla-krónur og kvenna-krónur. Því fyrir hverja eina krónu sem karlar fengu greidda fengu konurnar tæplega 90 aura fyrir sömu vinnu. Þetta þýðir á mannamáli að þegar konur fara út í búð að versla fyrir launin sín þurfa þær í raun að greiða hærra verð en karlarnir fyrir hverja einustu vöru. Það sama á auðvitað við um öll önnur útgjöld konunnar. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir að hún ætli að endurmeta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna með það að markmiði að bæta árangur á sviði jafnréttismála og vinna gegn launamuni kynjanna. Nýjustu tölur sýna því miður að alltof hægt miðar á þessu sviði. Ef til vill þurfum við að stíga djarfari skref, sem virkilega hrista upp í stöðnuðu kerfi og vekja fólk til umhugsunar. Mikilvægt í þessu sambandi er að minna stöðugt á þann óréttláta launamun kynjanna sem lifir svo góðu lífi í okkar samfélagi. Einnig hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að allt sé opið og gagnsætt hvað launamun kynjanna varðar. Ein hugmynd væri sú að verslanir færu að verðmerkja vörur bæði í karla- og kvennakrónum til þess að glöggt megi sjá hvað varan kostar miðað við kaupmátt eftir því hvort kynið á í hlut. Þannig mætti hugsa sér að matvöruverslun verðmerkti 1 lítra af mjólk með tvennum hætti á 142 krónur eða 158 kvenna-krónur. Bílaumboð auglýstu: Fjögurra dyra fólksbíll, árgerð 2016 verð 5,2 milljónir eða 5,8 milljón kvenna-krónur. Fasteignaauglýsingin hljóðaði: 3 herbergja íbúð í vesturborginni, verð 37 milljónir króna eða 41 milljón kvenna-krónur. *Allar þessar tölur miðast við nýja kjarakönnun BHM á launamun kynjanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Launamunur kynjanna er til vansa í okkar samfélagi og hægt virðist miða í jafnréttisátt hvað þetta varðar. Enn ein staðfestingin er ný kjarakönnun BHM um kynbundinn launamun þar sem í ljós kom að laun kvenna þurftu að jafnaði að vera 11,7 prósent hærri á síðasta ári til að vera jöfn launum karla. Ef við notum tölurnar úr könnun BHM þá er fróðlegt að setja dæmið upp með öðrum hætti; tala einfaldlega um karla-krónur og kvenna-krónur. Því fyrir hverja eina krónu sem karlar fengu greidda fengu konurnar tæplega 90 aura fyrir sömu vinnu. Þetta þýðir á mannamáli að þegar konur fara út í búð að versla fyrir launin sín þurfa þær í raun að greiða hærra verð en karlarnir fyrir hverja einustu vöru. Það sama á auðvitað við um öll önnur útgjöld konunnar. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir að hún ætli að endurmeta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna með það að markmiði að bæta árangur á sviði jafnréttismála og vinna gegn launamuni kynjanna. Nýjustu tölur sýna því miður að alltof hægt miðar á þessu sviði. Ef til vill þurfum við að stíga djarfari skref, sem virkilega hrista upp í stöðnuðu kerfi og vekja fólk til umhugsunar. Mikilvægt í þessu sambandi er að minna stöðugt á þann óréttláta launamun kynjanna sem lifir svo góðu lífi í okkar samfélagi. Einnig hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að allt sé opið og gagnsætt hvað launamun kynjanna varðar. Ein hugmynd væri sú að verslanir færu að verðmerkja vörur bæði í karla- og kvennakrónum til þess að glöggt megi sjá hvað varan kostar miðað við kaupmátt eftir því hvort kynið á í hlut. Þannig mætti hugsa sér að matvöruverslun verðmerkti 1 lítra af mjólk með tvennum hætti á 142 krónur eða 158 kvenna-krónur. Bílaumboð auglýstu: Fjögurra dyra fólksbíll, árgerð 2016 verð 5,2 milljónir eða 5,8 milljón kvenna-krónur. Fasteignaauglýsingin hljóðaði: 3 herbergja íbúð í vesturborginni, verð 37 milljónir króna eða 41 milljón kvenna-krónur. *Allar þessar tölur miðast við nýja kjarakönnun BHM á launamun kynjanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun