Heimir: Þjálfari Portúgals með ógnvekjandi árangur Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 11:00 Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM 2016 í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne og hefst klukkan 19.00. Strákarnir okkar mæta vel undirbúnir til leiks en þjálfarateymið hefur eytt miklum tíma í að leikgreina portúgalska liðið fyrir leikinn í kvöld. „Við erum búnir að fara yfir Portúgal, þeirra styrkleika og veikleika og þeirra helstu leikmenn. Við Ólafur Kristjánsson gerðum það. Svo fórum við yfir föstu leikatriðin þeirra og tókum þau fyrir á æfingu,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. „Svo tók við að undirbúa okkur fyrir leikinn og hugsa hvað við þurfum að gera og hvernig við ætlum að verjast þeim. Svona var undirbúningurinn fyrir leikinn.“ Þjálfari Portúgals er Fernando Santos sem áður þjálfaði gríska landsliðið og Olympiacos þegar Alfreð Finnbogason spilaði þar. Heimir er mjög hrifinn af hvað Santos hefur gert með portúgalska liðið sem er virkilega öflugt. “Þeir sem þekkja Fernando Santos vita hversu öflugur hann er. Hann þjálfaði gríska landsliðið með frábærum árangri en þar voru engar stórstjörnur. Hann náði upp mikilli liðsheild í gríska liðinu sem er ekki með frægustu leikmenn í heimi,“ segir Heimir. “Við horfðum á sjónvarpsþátt um portúgalska liðið þar sem kom fram að hann hefur aðeins tapað einum mótsleik samtals með Grikki og Portúgal. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa út í það.“ “Núna fær hann upp í hendurnar besta fótboltamann í heimi og fleiri ótrúlega góða einstaklinga. Santos er líka búinn að búa til góða liðsheild hjá Portúgal úr liði sem er með góða einstaklinga. Sem þjálfari er gaman að sjá hvernig þeir vinna. Þar með er ekki sagt að við getum ekki strítt þeim,“ segir Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM 2016 í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne og hefst klukkan 19.00. Strákarnir okkar mæta vel undirbúnir til leiks en þjálfarateymið hefur eytt miklum tíma í að leikgreina portúgalska liðið fyrir leikinn í kvöld. „Við erum búnir að fara yfir Portúgal, þeirra styrkleika og veikleika og þeirra helstu leikmenn. Við Ólafur Kristjánsson gerðum það. Svo fórum við yfir föstu leikatriðin þeirra og tókum þau fyrir á æfingu,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. „Svo tók við að undirbúa okkur fyrir leikinn og hugsa hvað við þurfum að gera og hvernig við ætlum að verjast þeim. Svona var undirbúningurinn fyrir leikinn.“ Þjálfari Portúgals er Fernando Santos sem áður þjálfaði gríska landsliðið og Olympiacos þegar Alfreð Finnbogason spilaði þar. Heimir er mjög hrifinn af hvað Santos hefur gert með portúgalska liðið sem er virkilega öflugt. “Þeir sem þekkja Fernando Santos vita hversu öflugur hann er. Hann þjálfaði gríska landsliðið með frábærum árangri en þar voru engar stórstjörnur. Hann náði upp mikilli liðsheild í gríska liðinu sem er ekki með frægustu leikmenn í heimi,“ segir Heimir. “Við horfðum á sjónvarpsþátt um portúgalska liðið þar sem kom fram að hann hefur aðeins tapað einum mótsleik samtals með Grikki og Portúgal. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa út í það.“ “Núna fær hann upp í hendurnar besta fótboltamann í heimi og fleiri ótrúlega góða einstaklinga. Santos er líka búinn að búa til góða liðsheild hjá Portúgal úr liði sem er með góða einstaklinga. Sem þjálfari er gaman að sjá hvernig þeir vinna. Þar með er ekki sagt að við getum ekki strítt þeim,“ segir Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00