Hlutdeild í spjörum og sólböðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 15. júní 2016 11:00 Þegar sumarið hellist yfir Íslendinga lyftist brúnin á landanum. Sumarfríið er handan við hornið og það eru allir svo til í þetta. Ég dandalast reglulega inn í uppáhaldsfatabúðina mína en þegar sólin skín segi ég starfsfólkinu að ég fari ekkert annað því það sé algjörlega uppáhalds hjá mér. Ég væri meira að segja líklegri til þess að svara skoðanakönnunum í efstastigi á fimm punkta Likert-kvarða ef hringt væri í mig og ég beðin um að segja hversu traustur viðskiptavinur ég er hjá viðkomandi fatabúð. Það er hins vegar eitthvað sem ég geri aldrei á veturna. Svona akkúrat í sumarbyrjun þegar lífið er fullkomlega stútfullt af hamingju og dásemd er ekki nokkur leið til þess að vera neikvæður þó ég hafi nú stundum endað með sniðlausar kjólalufsur sem gera ekkert fyrir mig. Spurningakönnun er því ekki óskeikul leið til þess að varpa ljósi á það hversu trygga viðskiptavini fatabúðin á. Til eru aðrar leiðir. Hlutdeild í veski (e. share of wallet) eða meðal-hlutdeild í veski er aðferðafræði sem hefur ekki verið mikið notuð á Íslandi en hún lýsir meðalhlutfalli útgjalda sem fyrirtæki fær frá sínum viðskiptavinahópi. Meniga hefur hins vegar í nokkur ár notað þessa aðferðafræði til þess að lýsa tryggð og því hvernig viðskipti dreifast milli aðila á markaði. Þannig sjáum við að Heimsferðir eiga tryggustu viðskiptavinina á ferðaskrifstofumarkaðnum síðustu 12 mánuði. Að meðaltali eru 85,4% af útgjöldum viðskiptavina Heimsferða á ferðamarkaðnum hjá þeim. Þeir ferðast mjög lítið með öðrum, í mesta lagi aðra leiðina til London á hræbillegum miða. Á öðrum mörkuðum geta verið fleiri aðilar að bítast um krónurnar. Á fatamarkaðinum eru til að mynda miklu fleiri aðilar og kaupin dreifast að meðaltali víðar. Þá eru þeir sem kaupa föt í H&M sl. 12 mánuði að meðaltali með 25,5% af sínum fataútgjöldum hjá H&M. Til grundvallar þessari greiningu eru 16 þúsund heimili sem nota hugbúnað Meniga á Íslandi. Færsluupplýsingar eru greindar til þess að draga fram sem besta mynd af kauphegðun Íslendinga. Öll vinnsla með færsluupplýsingar notenda Meniga er með öllu ópersónugreinanleg og einungis er unnið með samantekin gögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar sumarið hellist yfir Íslendinga lyftist brúnin á landanum. Sumarfríið er handan við hornið og það eru allir svo til í þetta. Ég dandalast reglulega inn í uppáhaldsfatabúðina mína en þegar sólin skín segi ég starfsfólkinu að ég fari ekkert annað því það sé algjörlega uppáhalds hjá mér. Ég væri meira að segja líklegri til þess að svara skoðanakönnunum í efstastigi á fimm punkta Likert-kvarða ef hringt væri í mig og ég beðin um að segja hversu traustur viðskiptavinur ég er hjá viðkomandi fatabúð. Það er hins vegar eitthvað sem ég geri aldrei á veturna. Svona akkúrat í sumarbyrjun þegar lífið er fullkomlega stútfullt af hamingju og dásemd er ekki nokkur leið til þess að vera neikvæður þó ég hafi nú stundum endað með sniðlausar kjólalufsur sem gera ekkert fyrir mig. Spurningakönnun er því ekki óskeikul leið til þess að varpa ljósi á það hversu trygga viðskiptavini fatabúðin á. Til eru aðrar leiðir. Hlutdeild í veski (e. share of wallet) eða meðal-hlutdeild í veski er aðferðafræði sem hefur ekki verið mikið notuð á Íslandi en hún lýsir meðalhlutfalli útgjalda sem fyrirtæki fær frá sínum viðskiptavinahópi. Meniga hefur hins vegar í nokkur ár notað þessa aðferðafræði til þess að lýsa tryggð og því hvernig viðskipti dreifast milli aðila á markaði. Þannig sjáum við að Heimsferðir eiga tryggustu viðskiptavinina á ferðaskrifstofumarkaðnum síðustu 12 mánuði. Að meðaltali eru 85,4% af útgjöldum viðskiptavina Heimsferða á ferðamarkaðnum hjá þeim. Þeir ferðast mjög lítið með öðrum, í mesta lagi aðra leiðina til London á hræbillegum miða. Á öðrum mörkuðum geta verið fleiri aðilar að bítast um krónurnar. Á fatamarkaðinum eru til að mynda miklu fleiri aðilar og kaupin dreifast að meðaltali víðar. Þá eru þeir sem kaupa föt í H&M sl. 12 mánuði að meðaltali með 25,5% af sínum fataútgjöldum hjá H&M. Til grundvallar þessari greiningu eru 16 þúsund heimili sem nota hugbúnað Meniga á Íslandi. Færsluupplýsingar eru greindar til þess að draga fram sem besta mynd af kauphegðun Íslendinga. Öll vinnsla með færsluupplýsingar notenda Meniga er með öllu ópersónugreinanleg og einungis er unnið með samantekin gögn.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar