Húsmæður úthvíldar eftir orlofsferðir á kostnað pirraðra Hvergerðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Sunnlensku húsmæðurnar fóru sér að engu óðslega við Látrabjarg í orlofsferðinni í fyrravor. Mynd/Halldóra Ólafsdóttir „Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg,“ segir bæjarráð Hveragerðis í enn einni bókuninni þar sem lögum um húsmæðraorlof er mótmælt. Hveragerðisbær greiddi í fyrra 246 þúsund krónur til orlofsnefndar húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu. Alls var framlag sveitarfélaganna á svæðinu tæpar tvær milljónir króna. Framlagið byggist á lögum frá árinu 1972. Hveragerði og fleiri sveitarfélög hafa lengi mótmælt þessum útgjöldum. Frumvarp um afnám laganna hefur ítrekað verið lagt fram á Alþingi frá árinu 2009, síðast í fyrra, en ekki verið afgreitt.Listasafn Samúels Jónssonar fékk heimsókn húsmæðranna að sunnan.Mynd/Halldóra ÓlafsdóttirFyrrnefnd bókun bæjarráðs Hveragerðis var lögð fram í tilefni skýrslu húsmæðranefndarinnar um orlofsferðir liðins árs. Þar kemur fram að annars vegar fór 37 manna hópur til Patreksfjarðar í þriggja nátta ferð á Fosshótel Vestfjarða í lok maí og hins vegar dvöldu 39 konur á Hótel Stracta á Hellu í fjórar nætur í október 2015 og fóru þaðan í skoðunarferðir. Konurnar greiddu innan við helming kostnaðarins sjálfar. „Höfðum við það mjög notalegt við spjall, prjónaskap, liggja í heitu pottunum og sána, spila bingó, félagsvist og margt fleira,“ segir um dvölina á Stracta. „Fórum heim á hádegi á föstudag, sælar og úthvíldar.“ Um ferðina vestur segir að meðal annars hafi Látrabjarg verið skoðað, Rauðisandur, Listasafn Samúels Jónssonar, heimili Gísla á Uppsölum, Skrímslasetrið á Bíldudal og stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson verið heimsóttur. Á heimferðardegi að vestan var siglt yfir Breiðafjörð. „Á Selfossi mættum við svo sælar og ferðalúnar,“ segir um ferðalokin. Bæjarráð Hveragerðis kveðst þakka orlofsnefnd skilmerkilegar skýrslur um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna en ítrekar fyrri bókanir um að þessar ferðir væru undarleg tímaskekkja. „Slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar,“ segir bæjarráðið. Eygerður Þórisdóttir, gjaldkeri orlofsnefnda húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, segir að þótt lögin séu í raun tímaskekkja hafi þau sitt gildi. „Það er fullt af konum sem þurfa á þessu að halda,“ segir Eygerður. „Konur sem eru einar; konur sem eru ekkjur og hafa kannski ekki varasjóð til að komast í burtu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg,“ segir bæjarráð Hveragerðis í enn einni bókuninni þar sem lögum um húsmæðraorlof er mótmælt. Hveragerðisbær greiddi í fyrra 246 þúsund krónur til orlofsnefndar húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu. Alls var framlag sveitarfélaganna á svæðinu tæpar tvær milljónir króna. Framlagið byggist á lögum frá árinu 1972. Hveragerði og fleiri sveitarfélög hafa lengi mótmælt þessum útgjöldum. Frumvarp um afnám laganna hefur ítrekað verið lagt fram á Alþingi frá árinu 2009, síðast í fyrra, en ekki verið afgreitt.Listasafn Samúels Jónssonar fékk heimsókn húsmæðranna að sunnan.Mynd/Halldóra ÓlafsdóttirFyrrnefnd bókun bæjarráðs Hveragerðis var lögð fram í tilefni skýrslu húsmæðranefndarinnar um orlofsferðir liðins árs. Þar kemur fram að annars vegar fór 37 manna hópur til Patreksfjarðar í þriggja nátta ferð á Fosshótel Vestfjarða í lok maí og hins vegar dvöldu 39 konur á Hótel Stracta á Hellu í fjórar nætur í október 2015 og fóru þaðan í skoðunarferðir. Konurnar greiddu innan við helming kostnaðarins sjálfar. „Höfðum við það mjög notalegt við spjall, prjónaskap, liggja í heitu pottunum og sána, spila bingó, félagsvist og margt fleira,“ segir um dvölina á Stracta. „Fórum heim á hádegi á föstudag, sælar og úthvíldar.“ Um ferðina vestur segir að meðal annars hafi Látrabjarg verið skoðað, Rauðisandur, Listasafn Samúels Jónssonar, heimili Gísla á Uppsölum, Skrímslasetrið á Bíldudal og stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson verið heimsóttur. Á heimferðardegi að vestan var siglt yfir Breiðafjörð. „Á Selfossi mættum við svo sælar og ferðalúnar,“ segir um ferðalokin. Bæjarráð Hveragerðis kveðst þakka orlofsnefnd skilmerkilegar skýrslur um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna en ítrekar fyrri bókanir um að þessar ferðir væru undarleg tímaskekkja. „Slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar,“ segir bæjarráðið. Eygerður Þórisdóttir, gjaldkeri orlofsnefnda húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, segir að þótt lögin séu í raun tímaskekkja hafi þau sitt gildi. „Það er fullt af konum sem þurfa á þessu að halda,“ segir Eygerður. „Konur sem eru einar; konur sem eru ekkjur og hafa kannski ekki varasjóð til að komast í burtu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira