Húsmæður úthvíldar eftir orlofsferðir á kostnað pirraðra Hvergerðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Sunnlensku húsmæðurnar fóru sér að engu óðslega við Látrabjarg í orlofsferðinni í fyrravor. Mynd/Halldóra Ólafsdóttir „Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg,“ segir bæjarráð Hveragerðis í enn einni bókuninni þar sem lögum um húsmæðraorlof er mótmælt. Hveragerðisbær greiddi í fyrra 246 þúsund krónur til orlofsnefndar húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu. Alls var framlag sveitarfélaganna á svæðinu tæpar tvær milljónir króna. Framlagið byggist á lögum frá árinu 1972. Hveragerði og fleiri sveitarfélög hafa lengi mótmælt þessum útgjöldum. Frumvarp um afnám laganna hefur ítrekað verið lagt fram á Alþingi frá árinu 2009, síðast í fyrra, en ekki verið afgreitt.Listasafn Samúels Jónssonar fékk heimsókn húsmæðranna að sunnan.Mynd/Halldóra ÓlafsdóttirFyrrnefnd bókun bæjarráðs Hveragerðis var lögð fram í tilefni skýrslu húsmæðranefndarinnar um orlofsferðir liðins árs. Þar kemur fram að annars vegar fór 37 manna hópur til Patreksfjarðar í þriggja nátta ferð á Fosshótel Vestfjarða í lok maí og hins vegar dvöldu 39 konur á Hótel Stracta á Hellu í fjórar nætur í október 2015 og fóru þaðan í skoðunarferðir. Konurnar greiddu innan við helming kostnaðarins sjálfar. „Höfðum við það mjög notalegt við spjall, prjónaskap, liggja í heitu pottunum og sána, spila bingó, félagsvist og margt fleira,“ segir um dvölina á Stracta. „Fórum heim á hádegi á föstudag, sælar og úthvíldar.“ Um ferðina vestur segir að meðal annars hafi Látrabjarg verið skoðað, Rauðisandur, Listasafn Samúels Jónssonar, heimili Gísla á Uppsölum, Skrímslasetrið á Bíldudal og stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson verið heimsóttur. Á heimferðardegi að vestan var siglt yfir Breiðafjörð. „Á Selfossi mættum við svo sælar og ferðalúnar,“ segir um ferðalokin. Bæjarráð Hveragerðis kveðst þakka orlofsnefnd skilmerkilegar skýrslur um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna en ítrekar fyrri bókanir um að þessar ferðir væru undarleg tímaskekkja. „Slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar,“ segir bæjarráðið. Eygerður Þórisdóttir, gjaldkeri orlofsnefnda húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, segir að þótt lögin séu í raun tímaskekkja hafi þau sitt gildi. „Það er fullt af konum sem þurfa á þessu að halda,“ segir Eygerður. „Konur sem eru einar; konur sem eru ekkjur og hafa kannski ekki varasjóð til að komast í burtu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
„Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg,“ segir bæjarráð Hveragerðis í enn einni bókuninni þar sem lögum um húsmæðraorlof er mótmælt. Hveragerðisbær greiddi í fyrra 246 þúsund krónur til orlofsnefndar húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu. Alls var framlag sveitarfélaganna á svæðinu tæpar tvær milljónir króna. Framlagið byggist á lögum frá árinu 1972. Hveragerði og fleiri sveitarfélög hafa lengi mótmælt þessum útgjöldum. Frumvarp um afnám laganna hefur ítrekað verið lagt fram á Alþingi frá árinu 2009, síðast í fyrra, en ekki verið afgreitt.Listasafn Samúels Jónssonar fékk heimsókn húsmæðranna að sunnan.Mynd/Halldóra ÓlafsdóttirFyrrnefnd bókun bæjarráðs Hveragerðis var lögð fram í tilefni skýrslu húsmæðranefndarinnar um orlofsferðir liðins árs. Þar kemur fram að annars vegar fór 37 manna hópur til Patreksfjarðar í þriggja nátta ferð á Fosshótel Vestfjarða í lok maí og hins vegar dvöldu 39 konur á Hótel Stracta á Hellu í fjórar nætur í október 2015 og fóru þaðan í skoðunarferðir. Konurnar greiddu innan við helming kostnaðarins sjálfar. „Höfðum við það mjög notalegt við spjall, prjónaskap, liggja í heitu pottunum og sána, spila bingó, félagsvist og margt fleira,“ segir um dvölina á Stracta. „Fórum heim á hádegi á föstudag, sælar og úthvíldar.“ Um ferðina vestur segir að meðal annars hafi Látrabjarg verið skoðað, Rauðisandur, Listasafn Samúels Jónssonar, heimili Gísla á Uppsölum, Skrímslasetrið á Bíldudal og stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson verið heimsóttur. Á heimferðardegi að vestan var siglt yfir Breiðafjörð. „Á Selfossi mættum við svo sælar og ferðalúnar,“ segir um ferðalokin. Bæjarráð Hveragerðis kveðst þakka orlofsnefnd skilmerkilegar skýrslur um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna en ítrekar fyrri bókanir um að þessar ferðir væru undarleg tímaskekkja. „Slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar,“ segir bæjarráðið. Eygerður Þórisdóttir, gjaldkeri orlofsnefnda húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, segir að þótt lögin séu í raun tímaskekkja hafi þau sitt gildi. „Það er fullt af konum sem þurfa á þessu að halda,“ segir Eygerður. „Konur sem eru einar; konur sem eru ekkjur og hafa kannski ekki varasjóð til að komast í burtu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira