Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júní 2016 22:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. „Sumum finnst við örugglega búin að vera mjög grimm og leiðinleg, en það er ekki hægt að gera öllum til hæfis í þessu," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjölmiðlar hafa sýnt liðinu mikinn áhuga. „Nú á síðustu vikum höfum við einfaldlega verið að segja nei, en dagskráin er orðin full hjá liðinu og við erum að verjast ásókn. Það er ljóst." „Við erum með góða fjölmiðladeild sem fæst við þetta og leikmennirnir eru að taka þátt í þessu með okkur. Þeir bera mikla virðingu fyrir bæði fjölmiðlum og okkar starfsemi gagnvart fjölmiðlum. Við reynum að láta þetta allt spila saman." Reiknað er með að átta þúsund Íslendingar sæki hvern leik í riðlakeppninni, en átta laganna verðir fylgja Íslandi út. „Það komu nátturlega hryðjuverkin í París sem settu strik í reikninginn og hafa aukið vægið að öryggismálunum, en fyrst og fremst þá ber ábyrgð á sjálfum sér." „Þegar þú keyptir miðana hjá UEFA í gegnum heimasíðu UEFA þá merktiru við það sem ég held því miður að margir hafi ekki lesið að þú samþykkir miðaskilyrði." Lars Lagerbäck stýrir Íslandi í síðasta skipti á heimavelli á mánudaginn, en Klara hvetur fólk til að fjölmenna og þakka Svíanum fyrir hans framlag. „Það verður skrýtið að kveðja hann hérna heima, en við hlökkum til. Það verður gaman að fá tækifæri til þess og ég vona að íslenskt stuðningsfólk mæti á völlinn og segi takk," sagði Klara að lokum. Allt viðtal Gaupa við Klöru má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. „Sumum finnst við örugglega búin að vera mjög grimm og leiðinleg, en það er ekki hægt að gera öllum til hæfis í þessu," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjölmiðlar hafa sýnt liðinu mikinn áhuga. „Nú á síðustu vikum höfum við einfaldlega verið að segja nei, en dagskráin er orðin full hjá liðinu og við erum að verjast ásókn. Það er ljóst." „Við erum með góða fjölmiðladeild sem fæst við þetta og leikmennirnir eru að taka þátt í þessu með okkur. Þeir bera mikla virðingu fyrir bæði fjölmiðlum og okkar starfsemi gagnvart fjölmiðlum. Við reynum að láta þetta allt spila saman." Reiknað er með að átta þúsund Íslendingar sæki hvern leik í riðlakeppninni, en átta laganna verðir fylgja Íslandi út. „Það komu nátturlega hryðjuverkin í París sem settu strik í reikninginn og hafa aukið vægið að öryggismálunum, en fyrst og fremst þá ber ábyrgð á sjálfum sér." „Þegar þú keyptir miðana hjá UEFA í gegnum heimasíðu UEFA þá merktiru við það sem ég held því miður að margir hafi ekki lesið að þú samþykkir miðaskilyrði." Lars Lagerbäck stýrir Íslandi í síðasta skipti á heimavelli á mánudaginn, en Klara hvetur fólk til að fjölmenna og þakka Svíanum fyrir hans framlag. „Það verður skrýtið að kveðja hann hérna heima, en við hlökkum til. Það verður gaman að fá tækifæri til þess og ég vona að íslenskt stuðningsfólk mæti á völlinn og segi takk," sagði Klara að lokum. Allt viðtal Gaupa við Klöru má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Sjá meira