Forsetinn og hugsjónirnar Viðar Hreinsson skrifar 6. júní 2016 16:23 Þegar það kvisaðist að Andri Snær Magnason væri að hugleiða forsetaframboð sannfærðist ég á augabragði um að ekki væri völ á betri frambjóðanda. Í raun gefst mjög sérstakt tækifæri til að kjósa forseta með hugmyndalega dýpt, sem glímir við lykilspurningar um menningu, náttúru og samfélag af hugmyndaauðgi og sköpunargleði. Ástæðan er sú að hann býr yfir einstakri og víðtækri sýn á samfélag, menningu og sambúð manns og náttúru. Sú sýn, sem birtist í bókum hans og opinberri umræðu er okkur lífsnauðsyn í dag, gagnvart sjálfum okkur og umgengni okkar við náttúruna og hvert annað, en einnig gagnvart umheiminum á válegum tímum umhverfisógna og flóttamannavanda. Ef á að halda forsetaembættinu uppi til frambúðar verður það að skipta máli með einhverjum hætti. Það þarf að endurnýja yfirbragð Bessastaða, fylla forsetasetrið af hugsjónum og skapandi gleði. Þess vegna þarf að veljast til embættisins manneskja sem á brýnt erindi, hefur hugsjónir og hugmyndir. Forsetinn á að taka brýn málefni til umræðu, hjálpa okkur að skerpa sýn okkar á það sem mestu máli skiptir í lífinu. Jörðin er eitt stórt vistkerfi og um leið mörg smærri. Jafnvægi vistkerfanna er ógnað og skelfilegar afleiðingar blasa við ef ekkert er að gert. Mannlegt samfélag er líka að ganga úr skorðum. Þess vegna þurfum við forseta sem tekur brýn málefni til umræðu, hjálpar til við að leita leiða til að bregðast við þeim af hugmyndaauðgi, innsæi og yfirsýn. Andri Snær tók þekktar ljóðlínur Snorra Hjartarsonar frá miðri síðustu öld og færði til nútímans. “Land þjóð og tunga” kvað Snorri. Landið og náttúran eru tákngerð með hálendisþjóðgarði. Þjóðin er samfélagið, sem þarf að skapa sér grundvöll með nýrri og betri stjórnarskrá. Tungan er öll þau tungumál sem þurfa að blómstra í fjölbreytni sinni og auðga farsæla sambúð þeirra sem í landinu búa. Andri Snær er vel fær um að ræða þessi mál jafnt á alþjóðavettvangi sem við landa sína. Málflutningur hans einkennist af hugmyndaauðgi, hugmynd kveikir hugmynd sem kveikir hugmynd. Og góðlátlegur, hlýr húmor fléttast við hugmyndaauðgina. Góður forseti þarf að vera málsvari lifandi samfélags og menningarlegrar fjölbreytni. Lífskraftur býr í fjölbreytninni og forsetinn þarf að hjálpa til við að finna siðmenntaðar leiðir til að komast að sameiginlegum niðurstöðum á grundvelli ólíkra sjónarmiða. Hann þarf að vera leiðandi í viðleitni til að stýra samfélaginu eftir grundvallarreglum til að komast að lýðræðislegu samkomulagi. Mönnum hefur verið tíðrætt um að forsetinn verði að búa yfir pólitískri reynslu og þekkingu á stjórnmálafræði og sögu. Það er einfaldlega rangt. Það er miklu frekar hætta á að það byrgi mönnum sýn að hafa verið of lengi í þröngum heimi valdabaráttu og pólitískra klækja. Maður sem býr yfir glöggskyggni, húmor og hugmyndaauðgi á borð við Andra Snæ getur einmitt stigið eitt skref til baka, litið yfir sviðið og séð á augabragði hvaða keisarar eru ekki í neinu og hverjir hafa sæmilega leppa utaná sér. Hann getur beitt brjóstvitinu til að leysa pólitískar flækjur. Andri Snær er eini forsetaframbjóðandinn sem getur brugðið nýrri og hugsjónaríkri skilningsbirtu yfir tilveru okkar. Lífið er ekki pólitísk leikjafræði eða valdabarátta. Það er ekki leikur með einfaldar tæknilausnir á stökum vandamálum. Það krefst stöðugrar umhugsunar um það á hverju við viljum byggja líf okkar. Eftir umhugsun getum við tekið afstöðu. Andri Snær sér um heim allan, skilur að allt tengist í einu vistkerfi. Bækur hans og höfundarverk fjalla af djúpum skilningi um ógnir sem steðja að þessu vistkerfi og leiðir til að afstýra þeim. Hann býður fram skilning sinn og framtíðarsýn í okkar þágu. Fyrir það er ég honum þakklátur og ætla að kjósa hann til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Viðar Hreinsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar það kvisaðist að Andri Snær Magnason væri að hugleiða forsetaframboð sannfærðist ég á augabragði um að ekki væri völ á betri frambjóðanda. Í raun gefst mjög sérstakt tækifæri til að kjósa forseta með hugmyndalega dýpt, sem glímir við lykilspurningar um menningu, náttúru og samfélag af hugmyndaauðgi og sköpunargleði. Ástæðan er sú að hann býr yfir einstakri og víðtækri sýn á samfélag, menningu og sambúð manns og náttúru. Sú sýn, sem birtist í bókum hans og opinberri umræðu er okkur lífsnauðsyn í dag, gagnvart sjálfum okkur og umgengni okkar við náttúruna og hvert annað, en einnig gagnvart umheiminum á válegum tímum umhverfisógna og flóttamannavanda. Ef á að halda forsetaembættinu uppi til frambúðar verður það að skipta máli með einhverjum hætti. Það þarf að endurnýja yfirbragð Bessastaða, fylla forsetasetrið af hugsjónum og skapandi gleði. Þess vegna þarf að veljast til embættisins manneskja sem á brýnt erindi, hefur hugsjónir og hugmyndir. Forsetinn á að taka brýn málefni til umræðu, hjálpa okkur að skerpa sýn okkar á það sem mestu máli skiptir í lífinu. Jörðin er eitt stórt vistkerfi og um leið mörg smærri. Jafnvægi vistkerfanna er ógnað og skelfilegar afleiðingar blasa við ef ekkert er að gert. Mannlegt samfélag er líka að ganga úr skorðum. Þess vegna þurfum við forseta sem tekur brýn málefni til umræðu, hjálpar til við að leita leiða til að bregðast við þeim af hugmyndaauðgi, innsæi og yfirsýn. Andri Snær tók þekktar ljóðlínur Snorra Hjartarsonar frá miðri síðustu öld og færði til nútímans. “Land þjóð og tunga” kvað Snorri. Landið og náttúran eru tákngerð með hálendisþjóðgarði. Þjóðin er samfélagið, sem þarf að skapa sér grundvöll með nýrri og betri stjórnarskrá. Tungan er öll þau tungumál sem þurfa að blómstra í fjölbreytni sinni og auðga farsæla sambúð þeirra sem í landinu búa. Andri Snær er vel fær um að ræða þessi mál jafnt á alþjóðavettvangi sem við landa sína. Málflutningur hans einkennist af hugmyndaauðgi, hugmynd kveikir hugmynd sem kveikir hugmynd. Og góðlátlegur, hlýr húmor fléttast við hugmyndaauðgina. Góður forseti þarf að vera málsvari lifandi samfélags og menningarlegrar fjölbreytni. Lífskraftur býr í fjölbreytninni og forsetinn þarf að hjálpa til við að finna siðmenntaðar leiðir til að komast að sameiginlegum niðurstöðum á grundvelli ólíkra sjónarmiða. Hann þarf að vera leiðandi í viðleitni til að stýra samfélaginu eftir grundvallarreglum til að komast að lýðræðislegu samkomulagi. Mönnum hefur verið tíðrætt um að forsetinn verði að búa yfir pólitískri reynslu og þekkingu á stjórnmálafræði og sögu. Það er einfaldlega rangt. Það er miklu frekar hætta á að það byrgi mönnum sýn að hafa verið of lengi í þröngum heimi valdabaráttu og pólitískra klækja. Maður sem býr yfir glöggskyggni, húmor og hugmyndaauðgi á borð við Andra Snæ getur einmitt stigið eitt skref til baka, litið yfir sviðið og séð á augabragði hvaða keisarar eru ekki í neinu og hverjir hafa sæmilega leppa utaná sér. Hann getur beitt brjóstvitinu til að leysa pólitískar flækjur. Andri Snær er eini forsetaframbjóðandinn sem getur brugðið nýrri og hugsjónaríkri skilningsbirtu yfir tilveru okkar. Lífið er ekki pólitísk leikjafræði eða valdabarátta. Það er ekki leikur með einfaldar tæknilausnir á stökum vandamálum. Það krefst stöðugrar umhugsunar um það á hverju við viljum byggja líf okkar. Eftir umhugsun getum við tekið afstöðu. Andri Snær sér um heim allan, skilur að allt tengist í einu vistkerfi. Bækur hans og höfundarverk fjalla af djúpum skilningi um ógnir sem steðja að þessu vistkerfi og leiðir til að afstýra þeim. Hann býður fram skilning sinn og framtíðarsýn í okkar þágu. Fyrir það er ég honum þakklátur og ætla að kjósa hann til embættis forseta Íslands.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun