Hvert verður næsta skrefið á Íslandi? Delia Popescu skrifar 19. maí 2016 00:00 Íslendingar brugðust við efnhagshruninu 2008 með þeim hætti sem fáar aðrar þjóðir hafa látið sér detta í hug: þeir tóku eigið gildismat til endurskoðunar. Þá fór fram einstaklega raunsæislegt mat á því hvernig starfshættirnir í stjórnkerfi brugðust, þannig að stjórnmálaöfl leiddu Ísland nánast til glötunar. Íslendingar ákváðu að nú væri tímabært að festa gildismat sitt í nýrri stjórnarskrá, sem yrði leiðarljós stjórnkerfis þeirra. Þó neitar Alþingi að taka þessa stjórnarskrá grasrótarinnar til greina. Alþingi stendur frammi fyrir lýðræðislegum viðburði, sem á sér ekki hliðstæðu í stjórnarskrársögu, en sinnir þó ekki ákalli þjóðarinnar. Hér er sjálft frumefni lýðræðis í húfi, að því er varðar gildismat og aðferðarfræði. Í raun snýst lýðræðislegt gildismat um víðtæka þátttöku, sem öllum er opin, hagsmunaaðilum jafnt sem öðrum. Ísland hefur staðist prófið að því er varðar þátttöku almennings: átak grasrótarinnar leiddi til slembiúrtaks 1000 ríkisborgara, sem voru beðnir um að skilgreina gildismat sitt. Ríflega 500 manns vildu taka þátt í starfi 25 manna stjórnlagaráðs. Svo opið ferli er áður óþekkt í sögu stjórnarskrárbreytinga. Drögin voru verk fulltrúa mjög breiðs fjölda, og þau styrktust af ríflega 3600 athugasemdum, enda nutu þau stuðnings tveggja kjósenda af hverjum þremur í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslenska þjóðin stóðst lýðræðisprófið með sóma og getur nú státað af einstaklega nútímalegu og lýðræðislegu stjórnarskrárferli, þar sem almenningur lagði hönd á plóginn, og er þetta öðrum þjóðum til eftirbreytni. Íslendingar stóðust einnig lögmætisprófið: Alþingi ákvarðaði sjálft aðferðina við að velja þátttakendur í gerð stjórnarskrárdraga. Þó fór svo, að þegar vinnu við það skjal var loks lokið fagnaði Alþingi ekki sögulegum viðburði, heldur kaus þess í stað að leggja stjórnarskrárdrögin í salt, þar sem þau hafa legið um þriggja ára skeið. Hvað tekur nú við á Íslandi? Einn valkosturinn væri að bíða enn um hríð. Einn talsmanna nýju stjórnarskrárinnar benti á að annað Alþingi tæki við af því sem nú situr. Lýðræðið snýst einnig um neitunarvald og starfsreglur, og hægt er að hætta að kjósa tiltekna stjórnmálamenn. Þessi nálgun krefst þess að beðið sé næstu kosninga og áfram verði barist, jafnframt sem litið yrði hjá því að almenningur hefur þegar tjáð sig með mótmælum. Stundum er ekki lýðræðislegt að bíða eftir því sem við fyrstu sýn virðist lýðræðislegt, sérstaklega þegar rödd þjóðarinnar er sniðgengin. Kannski er biðin réttur valkostur út frá stjórnsýslulegum sjónarhóli, en hún leysir upp lýðræðislega forgangsröðun, þar sem þjóðin á að vera í fyrsta sæti, en ekki næst á eftir elítunni og hagsmunahópunum. Íslendingar eiga ekki að leggja lýðræðið í salt. Ég er frá Austur-Evrópu og mótaðist af anda Vaclav Havels sem vildi færa valdið til valdalausra, og ég get ekki varist þeirri hugsun að nú sé tími til þess að staðfesta andspyrnuna enn frekar og efna til mótmæla án ofbeldis. Ofbeldisleysi virkar og er sérstaklega lýðræðislegt. Rödd lýðræðislegs þrýstings getur tekið á sig margar myndir, og hef ég orðið vitni að mörgum þeirra: samræður, fundir, bréfaskriftir, svör, og enn má gera betur til þess að leggja undir sig vettvang stjórnmála á táknrænan hátt. Andspyrna á opinberum stöðum, göngur um allt land, þrásetur í kringum opinberar byggingar, opinber tónlistarflutningur, leiksýningar og ljóðalestur, fyrir þessu öllu er löng hefð í heilbrigðum, pólitískum mótmælum. Reglubundin og skapandi mótmæli geta lokið ferli búsáhaldabyltingarinnar með því að sviðsetja valdabaráttuna á táknrænan hátt og án ofbeldis. Eins og Havel sagði er það valdumhverfið sem þarf að breytast, og það er upplausn þess umhverfis sem getur breytt hugarfari stjórnmálamanna.Ólöf Pétursdóttir þýddi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Íslendingar brugðust við efnhagshruninu 2008 með þeim hætti sem fáar aðrar þjóðir hafa látið sér detta í hug: þeir tóku eigið gildismat til endurskoðunar. Þá fór fram einstaklega raunsæislegt mat á því hvernig starfshættirnir í stjórnkerfi brugðust, þannig að stjórnmálaöfl leiddu Ísland nánast til glötunar. Íslendingar ákváðu að nú væri tímabært að festa gildismat sitt í nýrri stjórnarskrá, sem yrði leiðarljós stjórnkerfis þeirra. Þó neitar Alþingi að taka þessa stjórnarskrá grasrótarinnar til greina. Alþingi stendur frammi fyrir lýðræðislegum viðburði, sem á sér ekki hliðstæðu í stjórnarskrársögu, en sinnir þó ekki ákalli þjóðarinnar. Hér er sjálft frumefni lýðræðis í húfi, að því er varðar gildismat og aðferðarfræði. Í raun snýst lýðræðislegt gildismat um víðtæka þátttöku, sem öllum er opin, hagsmunaaðilum jafnt sem öðrum. Ísland hefur staðist prófið að því er varðar þátttöku almennings: átak grasrótarinnar leiddi til slembiúrtaks 1000 ríkisborgara, sem voru beðnir um að skilgreina gildismat sitt. Ríflega 500 manns vildu taka þátt í starfi 25 manna stjórnlagaráðs. Svo opið ferli er áður óþekkt í sögu stjórnarskrárbreytinga. Drögin voru verk fulltrúa mjög breiðs fjölda, og þau styrktust af ríflega 3600 athugasemdum, enda nutu þau stuðnings tveggja kjósenda af hverjum þremur í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslenska þjóðin stóðst lýðræðisprófið með sóma og getur nú státað af einstaklega nútímalegu og lýðræðislegu stjórnarskrárferli, þar sem almenningur lagði hönd á plóginn, og er þetta öðrum þjóðum til eftirbreytni. Íslendingar stóðust einnig lögmætisprófið: Alþingi ákvarðaði sjálft aðferðina við að velja þátttakendur í gerð stjórnarskrárdraga. Þó fór svo, að þegar vinnu við það skjal var loks lokið fagnaði Alþingi ekki sögulegum viðburði, heldur kaus þess í stað að leggja stjórnarskrárdrögin í salt, þar sem þau hafa legið um þriggja ára skeið. Hvað tekur nú við á Íslandi? Einn valkosturinn væri að bíða enn um hríð. Einn talsmanna nýju stjórnarskrárinnar benti á að annað Alþingi tæki við af því sem nú situr. Lýðræðið snýst einnig um neitunarvald og starfsreglur, og hægt er að hætta að kjósa tiltekna stjórnmálamenn. Þessi nálgun krefst þess að beðið sé næstu kosninga og áfram verði barist, jafnframt sem litið yrði hjá því að almenningur hefur þegar tjáð sig með mótmælum. Stundum er ekki lýðræðislegt að bíða eftir því sem við fyrstu sýn virðist lýðræðislegt, sérstaklega þegar rödd þjóðarinnar er sniðgengin. Kannski er biðin réttur valkostur út frá stjórnsýslulegum sjónarhóli, en hún leysir upp lýðræðislega forgangsröðun, þar sem þjóðin á að vera í fyrsta sæti, en ekki næst á eftir elítunni og hagsmunahópunum. Íslendingar eiga ekki að leggja lýðræðið í salt. Ég er frá Austur-Evrópu og mótaðist af anda Vaclav Havels sem vildi færa valdið til valdalausra, og ég get ekki varist þeirri hugsun að nú sé tími til þess að staðfesta andspyrnuna enn frekar og efna til mótmæla án ofbeldis. Ofbeldisleysi virkar og er sérstaklega lýðræðislegt. Rödd lýðræðislegs þrýstings getur tekið á sig margar myndir, og hef ég orðið vitni að mörgum þeirra: samræður, fundir, bréfaskriftir, svör, og enn má gera betur til þess að leggja undir sig vettvang stjórnmála á táknrænan hátt. Andspyrna á opinberum stöðum, göngur um allt land, þrásetur í kringum opinberar byggingar, opinber tónlistarflutningur, leiksýningar og ljóðalestur, fyrir þessu öllu er löng hefð í heilbrigðum, pólitískum mótmælum. Reglubundin og skapandi mótmæli geta lokið ferli búsáhaldabyltingarinnar með því að sviðsetja valdabaráttuna á táknrænan hátt og án ofbeldis. Eins og Havel sagði er það valdumhverfið sem þarf að breytast, og það er upplausn þess umhverfis sem getur breytt hugarfari stjórnmálamanna.Ólöf Pétursdóttir þýddi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun