Íslenska vorið 2016: upp rennur lýðræði fyrir okkur öll Cricket Keating og Susan Burgess skrifar 21. maí 2016 07:00 Upp úr 2010 fylgdist heimsbyggð öll með því sem síðar var kallað arabíska vorið. Konur og karlar í arabalöndunum virkjuðu samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter til að skipuleggja, skrásetja og opinbera viðleitni sína til þess að losna undan harðstjórn. Um sama leyti var almenningur á Íslandi virkjaður til að semja stjórnarskrá og þar með var sýnt fram á að unnt væri að nota fjölmiðlunartæki tuttugustu og fyrstu aldar til þess að skapa þátttökulýðræði. Íslendingar brugðust við einokun elítunnar á ákvarðanatöku með því að leggja nýjan vettvang til sameiginlegrar ákvarðanatöku almennings, með þjóðfundum, stjórnlagaþingi og loks þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar voru ákvarðanir þessara aðila ekki bindandi, en þar var sett fram og kynnt sameiginlegt val almennings, og var þar með vefengdur með afgerandi hætti hefðbundinn ákvörðunarréttur elítunnar. Íslendingar luku upp rými sem gerði almenningi kleift að skapa nýja framtíðarsýn fyrir landið, með samspili samfélagsmiðla og opinna umræðna, og þar með varð til ný tegund þátttökuferlis sem varð að fyrirmynd fyrir „opinbera“ ritun stjórnarskrár, og var það gert með leyfi stjórnarinnar. Það eru orð að sönnu að tilraun Íslendinga til stafræns lýðræðis sannar að það er unnt að beita samfélagsmiðlum tuttugustu og fyrstu aldar til þess að brydda upp á nýjum aðferðum til þátttöku, þannig að allir sitji „við sama borð“, eins og það er orðað í formála nýju stjórnarskrárinnar. Slíkt lýðræði er gert af og fyrir 99%, eða „okkur hin“, eins og stjórnmálafræðingurinn Jodi Dean orðaði það svo skýrt. Það er byggt á sameiginlegum staðli þar sem gerð er krafa um að við komum að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar, og að því valdi sem við lútum. Eins og íslenskur þátttakandi orðaði það: „Það er hægt, við sýndum fram á það.“Tækifæri til að leiða nýtt átak Á Íslandi eru aðstæður nokkuð sérstakar. Þjóðin er fámenn, menntuð og einsleit, og nánast allir hafa aðgang að Netinu. Því hafa ýmsir dregið í efa að nýjungar sem Íslendingar hafa lagt fram í stjórnarskrármálum geti nýst í lagskiptu, fjölþjóðlegu, fjöltyngdu og fjölmennu samfélagi á borð við Bandaríkin eða Indland. Auðvitað er spurningunni ósvarað, en við viljum benda á að lítil ríki hafa oft haft forgöngu um að breikka og dýpka framkvæmd lýðræðis. Til dæmis var Nýja-Sjáland fyrsta ríkið, þar sem almennur kosningaréttur fullorðinna var tekinn upp árið 1893, og nú þykir það sjálfsagt í lýðræðisríki, þótt slíkur kosningaréttur hafi ekki alls staðar verið tekinn upp. Nú vísa Íslendingar heimsbyggðinni veginn að lýðræðisvæddu lýðræði, með nýtingu hátæknitækja tuttugustu og fyrstu aldar, þannig að nýjar hugmyndir um þátttöku almennings komast í framkvæmd og færa stjórnarskrárbundið lýðræði upp í æðra veldi. Því miður hefur Alþingi ekki fullgilt stjórnarskrána og hunsað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, þar sem um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykktu hana. Vorið 2016 færir Íslendingum tækifæri til að leiða nýtt átak og von um lýðræðislegar breytingar. Kraftvægi skapaðist þegar forsætisráðherra sagði af sér í kjölfar mótmæla, og nú þrýsta aðgerðasinnar á Alþingi til þess að fullgilda stjórnarskrána eftir öll þessi ár. Í maílok verður haldinn opinn borgarafundur um framtíð lýðræðis og stjórnarskrána. Eins og vera ber þegar þátttaka er almenn verður þessu vonandi fylgt eftir með nokkurra daga almennri greiningu stöðunnar og samræðum um sjálfa stjórnarskrána. Eins og einn Íslendinganna orðaði það: „Við erum bara lítið eyland en við höfum hlutverki að gegna í heimssögunni. Ísland er eins og tilraunastofa, það er tilraunastofa fyrir nýja heimsmynd?… Það sem við gerum í grasrótinni, með því að veita öllum aðild að hugsjónum okkar og gildum?… það er nýjung í þróun lýðræðis.“ Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veruleika: lýðræði fyrir okkur öll.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Upp úr 2010 fylgdist heimsbyggð öll með því sem síðar var kallað arabíska vorið. Konur og karlar í arabalöndunum virkjuðu samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter til að skipuleggja, skrásetja og opinbera viðleitni sína til þess að losna undan harðstjórn. Um sama leyti var almenningur á Íslandi virkjaður til að semja stjórnarskrá og þar með var sýnt fram á að unnt væri að nota fjölmiðlunartæki tuttugustu og fyrstu aldar til þess að skapa þátttökulýðræði. Íslendingar brugðust við einokun elítunnar á ákvarðanatöku með því að leggja nýjan vettvang til sameiginlegrar ákvarðanatöku almennings, með þjóðfundum, stjórnlagaþingi og loks þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar voru ákvarðanir þessara aðila ekki bindandi, en þar var sett fram og kynnt sameiginlegt val almennings, og var þar með vefengdur með afgerandi hætti hefðbundinn ákvörðunarréttur elítunnar. Íslendingar luku upp rými sem gerði almenningi kleift að skapa nýja framtíðarsýn fyrir landið, með samspili samfélagsmiðla og opinna umræðna, og þar með varð til ný tegund þátttökuferlis sem varð að fyrirmynd fyrir „opinbera“ ritun stjórnarskrár, og var það gert með leyfi stjórnarinnar. Það eru orð að sönnu að tilraun Íslendinga til stafræns lýðræðis sannar að það er unnt að beita samfélagsmiðlum tuttugustu og fyrstu aldar til þess að brydda upp á nýjum aðferðum til þátttöku, þannig að allir sitji „við sama borð“, eins og það er orðað í formála nýju stjórnarskrárinnar. Slíkt lýðræði er gert af og fyrir 99%, eða „okkur hin“, eins og stjórnmálafræðingurinn Jodi Dean orðaði það svo skýrt. Það er byggt á sameiginlegum staðli þar sem gerð er krafa um að við komum að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar, og að því valdi sem við lútum. Eins og íslenskur þátttakandi orðaði það: „Það er hægt, við sýndum fram á það.“Tækifæri til að leiða nýtt átak Á Íslandi eru aðstæður nokkuð sérstakar. Þjóðin er fámenn, menntuð og einsleit, og nánast allir hafa aðgang að Netinu. Því hafa ýmsir dregið í efa að nýjungar sem Íslendingar hafa lagt fram í stjórnarskrármálum geti nýst í lagskiptu, fjölþjóðlegu, fjöltyngdu og fjölmennu samfélagi á borð við Bandaríkin eða Indland. Auðvitað er spurningunni ósvarað, en við viljum benda á að lítil ríki hafa oft haft forgöngu um að breikka og dýpka framkvæmd lýðræðis. Til dæmis var Nýja-Sjáland fyrsta ríkið, þar sem almennur kosningaréttur fullorðinna var tekinn upp árið 1893, og nú þykir það sjálfsagt í lýðræðisríki, þótt slíkur kosningaréttur hafi ekki alls staðar verið tekinn upp. Nú vísa Íslendingar heimsbyggðinni veginn að lýðræðisvæddu lýðræði, með nýtingu hátæknitækja tuttugustu og fyrstu aldar, þannig að nýjar hugmyndir um þátttöku almennings komast í framkvæmd og færa stjórnarskrárbundið lýðræði upp í æðra veldi. Því miður hefur Alþingi ekki fullgilt stjórnarskrána og hunsað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, þar sem um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykktu hana. Vorið 2016 færir Íslendingum tækifæri til að leiða nýtt átak og von um lýðræðislegar breytingar. Kraftvægi skapaðist þegar forsætisráðherra sagði af sér í kjölfar mótmæla, og nú þrýsta aðgerðasinnar á Alþingi til þess að fullgilda stjórnarskrána eftir öll þessi ár. Í maílok verður haldinn opinn borgarafundur um framtíð lýðræðis og stjórnarskrána. Eins og vera ber þegar þátttaka er almenn verður þessu vonandi fylgt eftir með nokkurra daga almennri greiningu stöðunnar og samræðum um sjálfa stjórnarskrána. Eins og einn Íslendinganna orðaði það: „Við erum bara lítið eyland en við höfum hlutverki að gegna í heimssögunni. Ísland er eins og tilraunastofa, það er tilraunastofa fyrir nýja heimsmynd?… Það sem við gerum í grasrótinni, með því að veita öllum aðild að hugsjónum okkar og gildum?… það er nýjung í þróun lýðræðis.“ Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veruleika: lýðræði fyrir okkur öll.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar