Kolbeinn blæs á ásakanirnar: „Ég er að glíma við meiðsli og gat ekki spilað“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 11:28 Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var á meðal níu landsliðsmanna sem mættu á fyrstu æfingu strákanna okkar í formlegum undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Þarna voru mættir strákarnir sem spila í deildum þar sem keppni er lokið en þetta voru Kolbeinn, Aron Einar, Alfreð, Emil, Jón Daði, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg. Mikill áhugi er á íslenska landsliðinu en haugur af erlendum blaðamönnum frá Sviss, Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð voru mættir á æfinguna á Laugardalsvellinum í morgun. „Þetta er fyrsti dagurinn í undirbúningi og loksins er maður kominn heim. Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi og nú er ferlið og undirbúningurinn hafinn. Það er tilhlökkun í öllum. Maður sér hversu stórt þetta er strax á fyrsta deginum í dag. Það er mikið af blaðamönnum og nóg að gera,“ sagði Kolbeinn hress í samtali við Vísi.Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes.Vísir/AFPBlæs á þetta Kolbeinn náði ekki að klára tímabilið með liði sínu Nantes í Frakklandi vegna meiðsla á hné sem hann er að reyna að fá sig góðan af áður en Evrópumótið hefst. „Staðan í dag er mjög fín. Ég er mjög ánægður með hvernig hnéð er í dag. Ég fór í sprautu til Barcelona í síðustu viku til að láta létta á hnénu og fjarlægja verkina sem voru,“ sagði Kolbeinn um meiðslin. „Mér finnst það hafa virkað. Eins og staðan er í dag er ég mjög vongóður um að þetta blessist allt saman og verði mjög gott.“ „Það þarf mikið að gerast svo ég fari ekki með. Ég pæli ekkert í því. Ég tek bara einn dag í einu og sé hvernig ég er og reyni að bæta við æfingar á hverjum degi. Ég er í fínu formi. Ég er búinn að vera að æfa vel sjálfur og nú fer ég út á völl að jogga með Aroni Einari. Vonandi förum við saman í gegnum þetta og endum með því að komast saman á EM,“ sagði Kolbeinn. Íslenski framherjinn átti ekki góðu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 26 leikjum. Í síðasta mánuði skrifuðu nokkrir franskir fréttamiðlar um stöðu Kolbeins innan liðsins en hann var sagður óvinsæll og að spara sig fyrir Evrópumótið. Hann gefur lítið fyrir þennan fréttaflutning. „Ég ætla ekki að fara mikið út í þetta,“ sagði Kolbeinn um ásakanirnar við Vísi. „Það var svarað fyrir þetta í fjölmiðlum. Það er ekkert á bakvið þetta. Þetta er ekki besta staðan sem gat komið upp en það lá ekkert á bakvið þetta. Ég er bara að glíma við meiðsli og gat því ekki spilað leikina með liðinu. Þannig var staðan þannig ég blæs á þetta.“ „Að sjálfsögðu vonaðist ég samt eftir því að eiga betra fyrsta ár. Það voru miklar væntingar bundnar við mig þannig vonandi næ ég að sýna mitt rétta andlit á EM og taka næsta ár meiðslafrír og geta sýnt hvað ég get. Það var samt leiðinlegt að þetta ár var ekki það besta á ferlinum,“ sagði Kolbeinn, en er hann á útleið hjá Nantes? „Núna er ég bara að einbeita mér að því að ná mér góðum fyrir EM og spila vel þar. Svo kemur í ljós hvernig staðan verður,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var á meðal níu landsliðsmanna sem mættu á fyrstu æfingu strákanna okkar í formlegum undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Þarna voru mættir strákarnir sem spila í deildum þar sem keppni er lokið en þetta voru Kolbeinn, Aron Einar, Alfreð, Emil, Jón Daði, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg. Mikill áhugi er á íslenska landsliðinu en haugur af erlendum blaðamönnum frá Sviss, Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð voru mættir á æfinguna á Laugardalsvellinum í morgun. „Þetta er fyrsti dagurinn í undirbúningi og loksins er maður kominn heim. Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi og nú er ferlið og undirbúningurinn hafinn. Það er tilhlökkun í öllum. Maður sér hversu stórt þetta er strax á fyrsta deginum í dag. Það er mikið af blaðamönnum og nóg að gera,“ sagði Kolbeinn hress í samtali við Vísi.Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes.Vísir/AFPBlæs á þetta Kolbeinn náði ekki að klára tímabilið með liði sínu Nantes í Frakklandi vegna meiðsla á hné sem hann er að reyna að fá sig góðan af áður en Evrópumótið hefst. „Staðan í dag er mjög fín. Ég er mjög ánægður með hvernig hnéð er í dag. Ég fór í sprautu til Barcelona í síðustu viku til að láta létta á hnénu og fjarlægja verkina sem voru,“ sagði Kolbeinn um meiðslin. „Mér finnst það hafa virkað. Eins og staðan er í dag er ég mjög vongóður um að þetta blessist allt saman og verði mjög gott.“ „Það þarf mikið að gerast svo ég fari ekki með. Ég pæli ekkert í því. Ég tek bara einn dag í einu og sé hvernig ég er og reyni að bæta við æfingar á hverjum degi. Ég er í fínu formi. Ég er búinn að vera að æfa vel sjálfur og nú fer ég út á völl að jogga með Aroni Einari. Vonandi förum við saman í gegnum þetta og endum með því að komast saman á EM,“ sagði Kolbeinn. Íslenski framherjinn átti ekki góðu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 26 leikjum. Í síðasta mánuði skrifuðu nokkrir franskir fréttamiðlar um stöðu Kolbeins innan liðsins en hann var sagður óvinsæll og að spara sig fyrir Evrópumótið. Hann gefur lítið fyrir þennan fréttaflutning. „Ég ætla ekki að fara mikið út í þetta,“ sagði Kolbeinn um ásakanirnar við Vísi. „Það var svarað fyrir þetta í fjölmiðlum. Það er ekkert á bakvið þetta. Þetta er ekki besta staðan sem gat komið upp en það lá ekkert á bakvið þetta. Ég er bara að glíma við meiðsli og gat því ekki spilað leikina með liðinu. Þannig var staðan þannig ég blæs á þetta.“ „Að sjálfsögðu vonaðist ég samt eftir því að eiga betra fyrsta ár. Það voru miklar væntingar bundnar við mig þannig vonandi næ ég að sýna mitt rétta andlit á EM og taka næsta ár meiðslafrír og geta sýnt hvað ég get. Það var samt leiðinlegt að þetta ár var ekki það besta á ferlinum,“ sagði Kolbeinn, en er hann á útleið hjá Nantes? „Núna er ég bara að einbeita mér að því að ná mér góðum fyrir EM og spila vel þar. Svo kemur í ljós hvernig staðan verður,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira