Bara einn verður skilinn eftir hjá Belgum | Enginn Kompany Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 11:45 Eden Hazard verður með fyrirliðabandið hjá Belgum. Vísir/Getty Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 24 manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Frakklandi í sumar. Hver þjóð þarf að tilkynna inn 23 manna hóp til UEFA fyrir 31. maí en íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu sinn 23 manna lokahóp á mánudaginn var. Marc Wilmots þarf því bara að skera niður um einn leikmann á næstu þremur vikum tæpum því hann valdi bara einn aukamann. Belgísku leikmennirnir í enska boltanum eru áberandi á listanum en alls spila 12 af leikmönnunum 24 í Englandi. Leikmenn eins og Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Dedrick Boyata, Moussa Dembele, Marouane Fellaini, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Divock Origi, Romelu Lukaku og Christian Benteke eru allir í hópnum en þeir Nacer Chadli og Kevin Mirallas eru báðir á bakvakt. Vincent Kompany, fyrirliði liðsins, er meiddur og verður ekki með á EM. Marc Wilmots gaf það líka út á blaðamannafundi að Kompany verði ekki hluti af þjálfarateyminu á mótinu. Wilmots tilkynnti það líka að Eden Hazard taki við fyrirliðabandinu og verði fyrirliði Belga á EM í Frakklandi. Belgar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð og fyrsti leikur liðsins er á móti Ítölum í Lyon 13. júní.24 manna æfingahópur Belgíu fyrir EM:Markmennn: Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Jean-François Gillet.Varnarmenn: Toby Alderweireld, Dedryck Boyata, Jason Denayer, Björn Engels, Nicolas Lombaerts, Jordan Lukaku, Thomas Meunier, Thomas Vermaelen, Jan Vertonghen.Miðjumenn: Mousa Dembele, Marouane Fellaini, Radja Nainggolan, Axel Witsel, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco, Dries Mertens.Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke, Divock Origi, Romelu Lukaku. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira
Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 24 manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Frakklandi í sumar. Hver þjóð þarf að tilkynna inn 23 manna hóp til UEFA fyrir 31. maí en íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu sinn 23 manna lokahóp á mánudaginn var. Marc Wilmots þarf því bara að skera niður um einn leikmann á næstu þremur vikum tæpum því hann valdi bara einn aukamann. Belgísku leikmennirnir í enska boltanum eru áberandi á listanum en alls spila 12 af leikmönnunum 24 í Englandi. Leikmenn eins og Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Dedrick Boyata, Moussa Dembele, Marouane Fellaini, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Divock Origi, Romelu Lukaku og Christian Benteke eru allir í hópnum en þeir Nacer Chadli og Kevin Mirallas eru báðir á bakvakt. Vincent Kompany, fyrirliði liðsins, er meiddur og verður ekki með á EM. Marc Wilmots gaf það líka út á blaðamannafundi að Kompany verði ekki hluti af þjálfarateyminu á mótinu. Wilmots tilkynnti það líka að Eden Hazard taki við fyrirliðabandinu og verði fyrirliði Belga á EM í Frakklandi. Belgar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð og fyrsti leikur liðsins er á móti Ítölum í Lyon 13. júní.24 manna æfingahópur Belgíu fyrir EM:Markmennn: Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Jean-François Gillet.Varnarmenn: Toby Alderweireld, Dedryck Boyata, Jason Denayer, Björn Engels, Nicolas Lombaerts, Jordan Lukaku, Thomas Meunier, Thomas Vermaelen, Jan Vertonghen.Miðjumenn: Mousa Dembele, Marouane Fellaini, Radja Nainggolan, Axel Witsel, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco, Dries Mertens.Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke, Divock Origi, Romelu Lukaku.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira