Bara einn verður skilinn eftir hjá Belgum | Enginn Kompany Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 11:45 Eden Hazard verður með fyrirliðabandið hjá Belgum. Vísir/Getty Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 24 manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Frakklandi í sumar. Hver þjóð þarf að tilkynna inn 23 manna hóp til UEFA fyrir 31. maí en íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu sinn 23 manna lokahóp á mánudaginn var. Marc Wilmots þarf því bara að skera niður um einn leikmann á næstu þremur vikum tæpum því hann valdi bara einn aukamann. Belgísku leikmennirnir í enska boltanum eru áberandi á listanum en alls spila 12 af leikmönnunum 24 í Englandi. Leikmenn eins og Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Dedrick Boyata, Moussa Dembele, Marouane Fellaini, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Divock Origi, Romelu Lukaku og Christian Benteke eru allir í hópnum en þeir Nacer Chadli og Kevin Mirallas eru báðir á bakvakt. Vincent Kompany, fyrirliði liðsins, er meiddur og verður ekki með á EM. Marc Wilmots gaf það líka út á blaðamannafundi að Kompany verði ekki hluti af þjálfarateyminu á mótinu. Wilmots tilkynnti það líka að Eden Hazard taki við fyrirliðabandinu og verði fyrirliði Belga á EM í Frakklandi. Belgar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð og fyrsti leikur liðsins er á móti Ítölum í Lyon 13. júní.24 manna æfingahópur Belgíu fyrir EM:Markmennn: Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Jean-François Gillet.Varnarmenn: Toby Alderweireld, Dedryck Boyata, Jason Denayer, Björn Engels, Nicolas Lombaerts, Jordan Lukaku, Thomas Meunier, Thomas Vermaelen, Jan Vertonghen.Miðjumenn: Mousa Dembele, Marouane Fellaini, Radja Nainggolan, Axel Witsel, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco, Dries Mertens.Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke, Divock Origi, Romelu Lukaku. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 24 manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Frakklandi í sumar. Hver þjóð þarf að tilkynna inn 23 manna hóp til UEFA fyrir 31. maí en íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu sinn 23 manna lokahóp á mánudaginn var. Marc Wilmots þarf því bara að skera niður um einn leikmann á næstu þremur vikum tæpum því hann valdi bara einn aukamann. Belgísku leikmennirnir í enska boltanum eru áberandi á listanum en alls spila 12 af leikmönnunum 24 í Englandi. Leikmenn eins og Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Dedrick Boyata, Moussa Dembele, Marouane Fellaini, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Divock Origi, Romelu Lukaku og Christian Benteke eru allir í hópnum en þeir Nacer Chadli og Kevin Mirallas eru báðir á bakvakt. Vincent Kompany, fyrirliði liðsins, er meiddur og verður ekki með á EM. Marc Wilmots gaf það líka út á blaðamannafundi að Kompany verði ekki hluti af þjálfarateyminu á mótinu. Wilmots tilkynnti það líka að Eden Hazard taki við fyrirliðabandinu og verði fyrirliði Belga á EM í Frakklandi. Belgar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð og fyrsti leikur liðsins er á móti Ítölum í Lyon 13. júní.24 manna æfingahópur Belgíu fyrir EM:Markmennn: Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Jean-François Gillet.Varnarmenn: Toby Alderweireld, Dedryck Boyata, Jason Denayer, Björn Engels, Nicolas Lombaerts, Jordan Lukaku, Thomas Meunier, Thomas Vermaelen, Jan Vertonghen.Miðjumenn: Mousa Dembele, Marouane Fellaini, Radja Nainggolan, Axel Witsel, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco, Dries Mertens.Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke, Divock Origi, Romelu Lukaku.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira