Leiðrétting á rangfærslum Jóhannes Stefánsson skrifar 13. maí 2016 00:00 Í lok árs 2014 lét LÍN framkvæma óháða úttekt á því hvað kostaði fyrir nemendur að framfleyta sér í öllum löndum þar sem íslenskir námsmenn tóku lán hjá sjóðnum, til þess að kanna hvort framfærslulán nægðu fyrir framfærsluþörf. Í ljós kom að í sumum löndum voru íslenskir námsmenn erlendis með margföld framfærslulán miðað við framfærslu í þeim ríkjum sem þeir stunduðu nám. Á sama tíma þurftu stúdentar við nám á Íslandi, sem er langstærsti hópur lántakenda, að sætta sig við skerta framfærslu. Þetta ber að skoða í því samhengi að framfærslulán LÍN eru að helmingshluta styrkur, og sjóðurinn er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður.Nemar fá lánað í erlendri mynt Skýringar þessa misræmis má meðal annars rekja til þess að í upphafi síðasta kjörtímabils ákvað þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra að hækka framfærslulán til námsmanna á Íslandi um 20%, til þess að mæta hárri verðbólgu og atvinnuleysi. Þetta var að mörgu leyti skynsamleg og skiljanleg ákvörðun. Sambærileg hækkun á framfærslulánum var aftur á móti einnig látin taka til þeirra sem voru við nám erlendis þó að verðbólga hafi víða verið hverfandi, þannig að mismunur á framfærslu heima og erlendis varð enn meiri en áður. Afleiðing þessa, auk annarra aðgerða þáverandi ríkisstjórnar, veikti stöðu lánasjóðsins, enda lánaði hann 500 milljónir umfram framfærsluþörf á hverju ári. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í síðustu viku skýrði Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, hvers vegna þetta var gert: „Ég vil aðeins minna hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra á það hve veik krónan var. Hún féll, manstu, haustið 2008 og það hafði áhrif á kjör námsmanna erlendis.“ Þessi fullyrðing er röng. Framfærslulán til nema erlendis eru í erlendri mynt. Breytingar á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hafa því engin áhrif á það hvort nemendur geti framfleytt sér með framfærslulánum í erlendri mynt, og því stenst fullyrðingin ekki sem rök fyrir hækkun erlendra framfærslulána.Mikilvægt að byggja á réttum upplýsingum Með úthlutunarreglum fyrir næsta skólaár sem stjórn LÍN samþykkti með sjö atkvæðum af átta, var ákveðið að reyna að halda áfram að leiðrétta misræmið á milli framfærslulána eftir námslandi. Þess vegna voru framfærslulánin hér heima hækkuð og erlendis voru þau færð í átt að framfærsluviðmiðinu, hvort sem var til hækkunar eða lækkunar. Þessu mótmælti Oddný, bæði í áðurnefndri ræðu á Alþingi en einnig í grein í Fréttablaðinu. Í greininni kom fram að markvisst væri unnið að því að fækka nemendum erlendis. Þessu til stuðnings var vitnað í ársskýrslu LÍN frá 2014 og fullyrt að nemendum erlendis hefði fækkað. Þetta er einnig rangt. Í ársskýrslu LÍN kemur fram að lánþegum hjá sjóðnum hafi fækkað á Norðurlöndunum, en fjölgað víðast annars staðar. Í skýrslunni segir beinlínis að „námsmönnum erlendis hafi frekar fjölgað en fækkað sl. fimm ár.“ Fullyrðingin fær því ekki staðist miðað við það sem kemur fram í tilvitnaðri ársskýrslu LÍN.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Stefánsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok árs 2014 lét LÍN framkvæma óháða úttekt á því hvað kostaði fyrir nemendur að framfleyta sér í öllum löndum þar sem íslenskir námsmenn tóku lán hjá sjóðnum, til þess að kanna hvort framfærslulán nægðu fyrir framfærsluþörf. Í ljós kom að í sumum löndum voru íslenskir námsmenn erlendis með margföld framfærslulán miðað við framfærslu í þeim ríkjum sem þeir stunduðu nám. Á sama tíma þurftu stúdentar við nám á Íslandi, sem er langstærsti hópur lántakenda, að sætta sig við skerta framfærslu. Þetta ber að skoða í því samhengi að framfærslulán LÍN eru að helmingshluta styrkur, og sjóðurinn er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður.Nemar fá lánað í erlendri mynt Skýringar þessa misræmis má meðal annars rekja til þess að í upphafi síðasta kjörtímabils ákvað þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra að hækka framfærslulán til námsmanna á Íslandi um 20%, til þess að mæta hárri verðbólgu og atvinnuleysi. Þetta var að mörgu leyti skynsamleg og skiljanleg ákvörðun. Sambærileg hækkun á framfærslulánum var aftur á móti einnig látin taka til þeirra sem voru við nám erlendis þó að verðbólga hafi víða verið hverfandi, þannig að mismunur á framfærslu heima og erlendis varð enn meiri en áður. Afleiðing þessa, auk annarra aðgerða þáverandi ríkisstjórnar, veikti stöðu lánasjóðsins, enda lánaði hann 500 milljónir umfram framfærsluþörf á hverju ári. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í síðustu viku skýrði Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, hvers vegna þetta var gert: „Ég vil aðeins minna hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra á það hve veik krónan var. Hún féll, manstu, haustið 2008 og það hafði áhrif á kjör námsmanna erlendis.“ Þessi fullyrðing er röng. Framfærslulán til nema erlendis eru í erlendri mynt. Breytingar á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hafa því engin áhrif á það hvort nemendur geti framfleytt sér með framfærslulánum í erlendri mynt, og því stenst fullyrðingin ekki sem rök fyrir hækkun erlendra framfærslulána.Mikilvægt að byggja á réttum upplýsingum Með úthlutunarreglum fyrir næsta skólaár sem stjórn LÍN samþykkti með sjö atkvæðum af átta, var ákveðið að reyna að halda áfram að leiðrétta misræmið á milli framfærslulána eftir námslandi. Þess vegna voru framfærslulánin hér heima hækkuð og erlendis voru þau færð í átt að framfærsluviðmiðinu, hvort sem var til hækkunar eða lækkunar. Þessu mótmælti Oddný, bæði í áðurnefndri ræðu á Alþingi en einnig í grein í Fréttablaðinu. Í greininni kom fram að markvisst væri unnið að því að fækka nemendum erlendis. Þessu til stuðnings var vitnað í ársskýrslu LÍN frá 2014 og fullyrt að nemendum erlendis hefði fækkað. Þetta er einnig rangt. Í ársskýrslu LÍN kemur fram að lánþegum hjá sjóðnum hafi fækkað á Norðurlöndunum, en fjölgað víðast annars staðar. Í skýrslunni segir beinlínis að „námsmönnum erlendis hafi frekar fjölgað en fækkað sl. fimm ár.“ Fullyrðingin fær því ekki staðist miðað við það sem kemur fram í tilvitnaðri ársskýrslu LÍN.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun