Vandað, hagkvæmt, hratt Eygló Harðardóttir skrifar 2. maí 2016 07:00 Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu pistill Sigríðar Hrundar Guðmundsdóttur rekstrarhagfræðings um húsnæðismál. Þar segir: „Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaraðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostaði.“ Þetta er hárrétt athugað og því hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á að ná niður byggingarkostnaði m.a. með því að endurskoða regluverk skipulags- og byggingarmála. Unnar hafa verið veigamiklar breytingar á regluverkinu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er það verk nú á lokametrunum. Í tengslum við gerð kjarasamninga á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin ýmsar mikilvægar aðgerðir á sviði húsnæðismála. Á grunni hennar undirrituðu félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sameiginlega viljayfirlýsingu um verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það markmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmum og ódýrum íbúðum, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs. Nýlega var stofnaður svonefndur Byggingavettvangur (BVV) og verður verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ eitt fyrsta verkefni hans. BVV er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta og annarra aðila sem starfa á þessu sviði, þ.e. Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Samtaka iðnaðarins. Í samþykktum BVV eru tilgreindir samstarfsaðilar hans, sem eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hönnunarmiðstöð Íslands, IKEA, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Samkvæmt samþykktum BVV greiða stofnaðilar árlega samtals 22 milljónir króna til rekstursins. Þar af greiða velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður 6 milljónir kr., umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Mannvirkjastofnun fjórar milljónir kr., atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 6 milljónir kr. og Samtök iðnaðarins 6 milljónir kr. Nýráðinn verkefnastjóri BVV er Hannes Frímann Sigurðsson. Ég bind miklar vonir við að samstarf stjórnvalda og ofangreindra aðila á vettvangi BVV skili fljótt og vel góðum árangri. Þannig nálgumst við takmarkið um að mæta þörf ungs fólks og tekjulágs um vandaðar og hagkvæmar íbúðir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eygló Harðardóttir Mest lesið Halldór 9.11.2024 Halldór Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu pistill Sigríðar Hrundar Guðmundsdóttur rekstrarhagfræðings um húsnæðismál. Þar segir: „Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaraðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostaði.“ Þetta er hárrétt athugað og því hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á að ná niður byggingarkostnaði m.a. með því að endurskoða regluverk skipulags- og byggingarmála. Unnar hafa verið veigamiklar breytingar á regluverkinu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er það verk nú á lokametrunum. Í tengslum við gerð kjarasamninga á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin ýmsar mikilvægar aðgerðir á sviði húsnæðismála. Á grunni hennar undirrituðu félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sameiginlega viljayfirlýsingu um verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það markmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmum og ódýrum íbúðum, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs. Nýlega var stofnaður svonefndur Byggingavettvangur (BVV) og verður verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ eitt fyrsta verkefni hans. BVV er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta og annarra aðila sem starfa á þessu sviði, þ.e. Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Samtaka iðnaðarins. Í samþykktum BVV eru tilgreindir samstarfsaðilar hans, sem eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hönnunarmiðstöð Íslands, IKEA, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Samkvæmt samþykktum BVV greiða stofnaðilar árlega samtals 22 milljónir króna til rekstursins. Þar af greiða velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður 6 milljónir kr., umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Mannvirkjastofnun fjórar milljónir kr., atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 6 milljónir kr. og Samtök iðnaðarins 6 milljónir kr. Nýráðinn verkefnastjóri BVV er Hannes Frímann Sigurðsson. Ég bind miklar vonir við að samstarf stjórnvalda og ofangreindra aðila á vettvangi BVV skili fljótt og vel góðum árangri. Þannig nálgumst við takmarkið um að mæta þörf ungs fólks og tekjulágs um vandaðar og hagkvæmar íbúðir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar