Pírötum rænt Erna Ýr Öldudóttir skrifar 6. maí 2016 11:30 Í vetur hefur stefna Pírata í stjórnarskrármálinu hvílt þungt á mér en aðalfundur Pírata 2015 ályktaði að flokkurinn skyldi, ef hann kæmist til valda, beita sér fyrir því að Alþingi samþykkti strax á næsta þingi (sem er 9 mánuðir) nýja stjórnarskrá út frá tillögum stjórnlagaráðs. Tillagan var lögð óvænt fram og var bæði vanreifuð og illa kynnt og málið í heild var hið undarlegasta. Hún passar illa við almenn stefnumál Píratahreyfingarinnar en athyglivert er að hún passar þeim mun betur við markmið Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar, smáflokka sem náðu ekki inn á þing í kosningunum 2013. Alvarleikinn og mögulegar afleiðingar Tillögur stjórnlagaráðs boðuðu algerar breytingar á stjórnarskrá landsins varðandi kosningar, Alþingi, myndun ríkisstjórnar, hlutverk forseta og svo framvegis. Auk þess var nýlegur mannréttindakafli umskrifaður en hann er meðal annars vörn borgaranna gegn ágangi stjórnvalda. Fyrstu árin eftir samþykkt frumvarps stjórnlagaráðs í heild sinni yrðu sannkölluð rússíbanareið óvissu og áhættu. Kosið yrði eftir nýrri aðferð, ríkisstjórn mynduð eftir nýjum leiðum, Alþingi og ríkisstjórn þyrftu að starfa eftir nýjum leikreglum og nýjar stofnanir þyrfti að setja á fót. Í þeirri pólitísku, réttarfarslegu og efnahagslegu óreiðu sem skapast myndi þyrftu borgararnir að láta reyna á óharðnaðan mannréttindakafla sér til varnar hjá dómstólum sem væru starfandi í lagalegri óvissu. Í vetur voru þrjár tillögur til umræðu í nefnd sem fyrrverandi forsætisráðherra skipaði. Þá kom vel í ljós hve gríðarlega flókin þessi mál eru og hve varasamt væri að kasta til höndunum. Þar voru þó „aðeins” þrjú ákvæði til umræðu; umhverfisvernd, auðlindir og þjóðaratkvæðagreiðslur. Sýnt þykir að glundroðinn og áhættan sem mundi fylgja algerum umskiptum er ónauðsynleg, óskynsamleg og varasöm. Tillögur stjórnlagaráðs telja 114 ákvæði, bráðabirgðaákvæði og sérstakar greinargerðir. Óraunhæft er að ætlast til þess að kjósendur geti tekið gagnrýna og upplýsta ákvörðun um slíkan fjölda ákvæða á einu bretti. Rökin fyrir þessari aðferðafræði halda einfaldlega ekki. Það er mikið áhyggjuefni að þrýstihópar eru komnir í þá aðstöðu að misnota beint lýðræði og þá lýðræðislegu ferla sem Píratar eru enn með í þróun innan flokksins. Fullnusta þeirra er sérstaklega aðkallandi í ljósi fylgisaukningar og þeirrar auknu ábyrgðar sem henni fylgir. Píratar vinna ekki svona Hið sorglega er að Píratar eru skyndilega í þeirri stöðu að vera talsmenn þess að fólk velji af eða á um öll 114 ákvæðin, burtséð frá gæðum hvers þeirra um sig. Það er ekki í samræmi við grunngildi Pírata um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Þau hafa verið hunsuð. Rík þörf er á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins en það er óráð að breyta öllu á einu þingi þar sem áhættan fyrir íslenskt þjóðfélag næði áður óþekktum hæðum. Einnig skal hafa í huga að slík umbylting hefur þegar verið reynd eftir hrun þegar jafnvel viðraði enn betur til breytinga en hún gekk ekki eftir. Það er ekki góð stefna að þrjóskast áfram og endurtaka sömu mistök og áður, með sömu aðferðum, og búast við annarri niðurstöðu. Stefna Pírata er að vera skynsöm og láta gagnrýna umræðu varða veginn en ekki reisa hús með einu hamarshöggi. Öfgar og oftúlkun Því miður er jáyrði hinnar ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór 2012, iðulega oftúlkað. Fullyrt er að ‘þjóðin hafi samþykkt nýja stjórnarskrá’ á meðan hið rétta er að ‘samþykkt var að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá’. Landsfundurinn í Laugardalshöll og stjórnlagaráð voru merkileg félagsleg fyrirbæri og brýnt er að finna farveg fyrir hið jákvæða sem af þeim hlaust. Aðalfundur Pírata var á ákveðinn hátt vélaður til að samþykkja áðurnefnda stjórnarskrárályktun og snéri þar með mörgum grunlausum Pírötum á sveif með þeim sem hafa notað þessa viðburði til að kljúfa menn og málefni í fylkingar, stuðlað að ósætti, sundrungu og gamaldags skotgrafahernaði. Þetta annarlega ferli hefur truflað mig ósegjanlega og eins og málið er reifað er útilokað að ég geti stutt stefnu flokksins í stjórnarskrármálinu eins og hún var samþykkt á síðasta aðalfundi. Málið er vanreifað og til þess fallið að grafa undan Pírötum. Hafa skal í huga að fólk sem eru málsvarar grunngilda Pírata þarf gæta þess að fara eftir þeim sjálft. Minnumst þess einnig að hver sú stefna sem gengur í berhögg við Grunnstefnu Pírata ekki síst allan fyrsta kaflann eins og hann leggur sig, er hreinlega ógild. Yfirgangur og óheflaður dónaskapur Viðleitni mín til þess að opna umræðuna og ljá þeim flokksmönnum rödd sem hafa efasemdir hefur kostað mig ósanngjarnar ávirðingar og gríðarleg leiðindi bæði opinberlega og innan flokks. Ég hef takmarkað svigrúm til að eiga stöðugt við ærulausan áróður. Ég sinni fullri vinnu, til viðbótar við það hella upp á kaffi og skúra félagsheimili Pírata eins og komist var niðrandi að orði um þau annars ágætu störf, í þeim tilgangi að takmarka tjáningarfrelsi mitt og gera lítið úr lýðræðislegu umboði mínu innan flokksins. Þetta er út úr öllu korti og í andstöðu við allt það sem Píratar standa fyrir. Ég átti þann kost einan að segja mig frá trúnaðarstörfum innan flokksins. Ég vona um leið að flokkurinn beri dag einn til þess gæfu að nálgast hinar fyrirhuguðu og nauðsynlegu lýðræðisumbætur á stjórnarskrá eins og Píratar myndu gera, af ábyrgð og yfirvegun, landi og þjóð til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í vetur hefur stefna Pírata í stjórnarskrármálinu hvílt þungt á mér en aðalfundur Pírata 2015 ályktaði að flokkurinn skyldi, ef hann kæmist til valda, beita sér fyrir því að Alþingi samþykkti strax á næsta þingi (sem er 9 mánuðir) nýja stjórnarskrá út frá tillögum stjórnlagaráðs. Tillagan var lögð óvænt fram og var bæði vanreifuð og illa kynnt og málið í heild var hið undarlegasta. Hún passar illa við almenn stefnumál Píratahreyfingarinnar en athyglivert er að hún passar þeim mun betur við markmið Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar, smáflokka sem náðu ekki inn á þing í kosningunum 2013. Alvarleikinn og mögulegar afleiðingar Tillögur stjórnlagaráðs boðuðu algerar breytingar á stjórnarskrá landsins varðandi kosningar, Alþingi, myndun ríkisstjórnar, hlutverk forseta og svo framvegis. Auk þess var nýlegur mannréttindakafli umskrifaður en hann er meðal annars vörn borgaranna gegn ágangi stjórnvalda. Fyrstu árin eftir samþykkt frumvarps stjórnlagaráðs í heild sinni yrðu sannkölluð rússíbanareið óvissu og áhættu. Kosið yrði eftir nýrri aðferð, ríkisstjórn mynduð eftir nýjum leiðum, Alþingi og ríkisstjórn þyrftu að starfa eftir nýjum leikreglum og nýjar stofnanir þyrfti að setja á fót. Í þeirri pólitísku, réttarfarslegu og efnahagslegu óreiðu sem skapast myndi þyrftu borgararnir að láta reyna á óharðnaðan mannréttindakafla sér til varnar hjá dómstólum sem væru starfandi í lagalegri óvissu. Í vetur voru þrjár tillögur til umræðu í nefnd sem fyrrverandi forsætisráðherra skipaði. Þá kom vel í ljós hve gríðarlega flókin þessi mál eru og hve varasamt væri að kasta til höndunum. Þar voru þó „aðeins” þrjú ákvæði til umræðu; umhverfisvernd, auðlindir og þjóðaratkvæðagreiðslur. Sýnt þykir að glundroðinn og áhættan sem mundi fylgja algerum umskiptum er ónauðsynleg, óskynsamleg og varasöm. Tillögur stjórnlagaráðs telja 114 ákvæði, bráðabirgðaákvæði og sérstakar greinargerðir. Óraunhæft er að ætlast til þess að kjósendur geti tekið gagnrýna og upplýsta ákvörðun um slíkan fjölda ákvæða á einu bretti. Rökin fyrir þessari aðferðafræði halda einfaldlega ekki. Það er mikið áhyggjuefni að þrýstihópar eru komnir í þá aðstöðu að misnota beint lýðræði og þá lýðræðislegu ferla sem Píratar eru enn með í þróun innan flokksins. Fullnusta þeirra er sérstaklega aðkallandi í ljósi fylgisaukningar og þeirrar auknu ábyrgðar sem henni fylgir. Píratar vinna ekki svona Hið sorglega er að Píratar eru skyndilega í þeirri stöðu að vera talsmenn þess að fólk velji af eða á um öll 114 ákvæðin, burtséð frá gæðum hvers þeirra um sig. Það er ekki í samræmi við grunngildi Pírata um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Þau hafa verið hunsuð. Rík þörf er á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins en það er óráð að breyta öllu á einu þingi þar sem áhættan fyrir íslenskt þjóðfélag næði áður óþekktum hæðum. Einnig skal hafa í huga að slík umbylting hefur þegar verið reynd eftir hrun þegar jafnvel viðraði enn betur til breytinga en hún gekk ekki eftir. Það er ekki góð stefna að þrjóskast áfram og endurtaka sömu mistök og áður, með sömu aðferðum, og búast við annarri niðurstöðu. Stefna Pírata er að vera skynsöm og láta gagnrýna umræðu varða veginn en ekki reisa hús með einu hamarshöggi. Öfgar og oftúlkun Því miður er jáyrði hinnar ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór 2012, iðulega oftúlkað. Fullyrt er að ‘þjóðin hafi samþykkt nýja stjórnarskrá’ á meðan hið rétta er að ‘samþykkt var að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá’. Landsfundurinn í Laugardalshöll og stjórnlagaráð voru merkileg félagsleg fyrirbæri og brýnt er að finna farveg fyrir hið jákvæða sem af þeim hlaust. Aðalfundur Pírata var á ákveðinn hátt vélaður til að samþykkja áðurnefnda stjórnarskrárályktun og snéri þar með mörgum grunlausum Pírötum á sveif með þeim sem hafa notað þessa viðburði til að kljúfa menn og málefni í fylkingar, stuðlað að ósætti, sundrungu og gamaldags skotgrafahernaði. Þetta annarlega ferli hefur truflað mig ósegjanlega og eins og málið er reifað er útilokað að ég geti stutt stefnu flokksins í stjórnarskrármálinu eins og hún var samþykkt á síðasta aðalfundi. Málið er vanreifað og til þess fallið að grafa undan Pírötum. Hafa skal í huga að fólk sem eru málsvarar grunngilda Pírata þarf gæta þess að fara eftir þeim sjálft. Minnumst þess einnig að hver sú stefna sem gengur í berhögg við Grunnstefnu Pírata ekki síst allan fyrsta kaflann eins og hann leggur sig, er hreinlega ógild. Yfirgangur og óheflaður dónaskapur Viðleitni mín til þess að opna umræðuna og ljá þeim flokksmönnum rödd sem hafa efasemdir hefur kostað mig ósanngjarnar ávirðingar og gríðarleg leiðindi bæði opinberlega og innan flokks. Ég hef takmarkað svigrúm til að eiga stöðugt við ærulausan áróður. Ég sinni fullri vinnu, til viðbótar við það hella upp á kaffi og skúra félagsheimili Pírata eins og komist var niðrandi að orði um þau annars ágætu störf, í þeim tilgangi að takmarka tjáningarfrelsi mitt og gera lítið úr lýðræðislegu umboði mínu innan flokksins. Þetta er út úr öllu korti og í andstöðu við allt það sem Píratar standa fyrir. Ég átti þann kost einan að segja mig frá trúnaðarstörfum innan flokksins. Ég vona um leið að flokkurinn beri dag einn til þess gæfu að nálgast hinar fyrirhuguðu og nauðsynlegu lýðræðisumbætur á stjórnarskrá eins og Píratar myndu gera, af ábyrgð og yfirvegun, landi og þjóð til heilla.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun