Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Ingvar Haraldsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að auðsótt verði að koma megnið af þeim eignum sem ríkið eignaðist með stöðugleikaframlögum í verð. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðuneytið mun opinbera samning við félagið Lindarhvol ehf., um með hvaða hætti standa á að sölu eigna sem féllu ríkinu í skaut með svokölluðum stöðugleikaframlögum, á næstunni. Lindarhvoll, sem er í eigu ríkisins, á að sjá um að selja eignirnar, að eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka undanskildum, en sá hlutur er í umsjá Bankasýslu ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að koma meginþorra eignanna í verð fyrir áramót. „Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“ Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að ráðuneytið áætlaði að félagið myndi ná að fullnusta 80% verðmæta eignanna innan 18 mánaða. Auðvelt eigi að vera að koma skráðum bréfum í verð og ákveðnum óskráðum eignum. „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð,“ segir Bjarni. „Í því samhengi þá er auðvitað verið að leggja áherslu á opið ferli, að það sé gætt að því að fá hámarksvirði fyrir eignirnar og jafnræði,“ segir hann um samninginn við Lindarhvol. Ríkinu var með stöðugleikaframlögunum afhentur hlutur í sextán félögum, auk skuldabréfa og fleiri eigna. Með framlögunum varð ríkið stærsti hluthafinn í Sjóvá og á 13,67 prósenta hlut. Þá á ríkið 6,38 nú prósenta hlut í Reitum og hlut í Eimskipum, en félögin þrjú eru öll skráð í Kauphöll Íslands. Auk þess á ríkið allt hlutafé í Lyfju, hlut í Lýsingu, Dohop, Auði Capital og fleiri félögum. „Mín skoðun er sú að þegar horft er til skráðra jafnt sem óskráðra eigna inn í þessu eignasafni þá sé ekkert tilefni fyrir ríkið til þess að halda á eignarhlutnum og standa í þeim rekstri,“ segir Bjarni. Stofnun Lindarhvols byggir á lögum sem Alþingi samþykkti í mars. Þegar Bjarni lagði frumvarpið fram í desember átti félagið að heyra undir Seðlabanka Íslands. Við meðferð frumvarpsins hjá efnahags- og viðskiptanefndar var því breytt og ákveðið að félagið heyrði undir fjármálaráðuneytið, en yrði í hæfilegri fjarlægð frá því. Í umsögn Seðlabankans sjálfs kom fram að hann teldi ekki heppilegt að félagið heyrði undir Seðlabankann þar sem eignirnar væru hvorki á forræði né á ábyrgð Seðlabankans. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, er stjórnarformaður félagsins. Þá situr Haukur C. Benediktsson, forstöðumann Eignasafn Seðlabanka Íslands, einnig í stjórn þess. Bjarni skipaði einnig Áslaugu Árnadóttur lögfræðing í stjórn félagsins en hún sagði sig frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og tók ekki þátt í störfum þess. Varamaður í stjórn mun taka sæti Áslaugar. Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Fjármálaráðuneytið mun opinbera samning við félagið Lindarhvol ehf., um með hvaða hætti standa á að sölu eigna sem féllu ríkinu í skaut með svokölluðum stöðugleikaframlögum, á næstunni. Lindarhvoll, sem er í eigu ríkisins, á að sjá um að selja eignirnar, að eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka undanskildum, en sá hlutur er í umsjá Bankasýslu ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að koma meginþorra eignanna í verð fyrir áramót. „Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“ Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að ráðuneytið áætlaði að félagið myndi ná að fullnusta 80% verðmæta eignanna innan 18 mánaða. Auðvelt eigi að vera að koma skráðum bréfum í verð og ákveðnum óskráðum eignum. „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð,“ segir Bjarni. „Í því samhengi þá er auðvitað verið að leggja áherslu á opið ferli, að það sé gætt að því að fá hámarksvirði fyrir eignirnar og jafnræði,“ segir hann um samninginn við Lindarhvol. Ríkinu var með stöðugleikaframlögunum afhentur hlutur í sextán félögum, auk skuldabréfa og fleiri eigna. Með framlögunum varð ríkið stærsti hluthafinn í Sjóvá og á 13,67 prósenta hlut. Þá á ríkið 6,38 nú prósenta hlut í Reitum og hlut í Eimskipum, en félögin þrjú eru öll skráð í Kauphöll Íslands. Auk þess á ríkið allt hlutafé í Lyfju, hlut í Lýsingu, Dohop, Auði Capital og fleiri félögum. „Mín skoðun er sú að þegar horft er til skráðra jafnt sem óskráðra eigna inn í þessu eignasafni þá sé ekkert tilefni fyrir ríkið til þess að halda á eignarhlutnum og standa í þeim rekstri,“ segir Bjarni. Stofnun Lindarhvols byggir á lögum sem Alþingi samþykkti í mars. Þegar Bjarni lagði frumvarpið fram í desember átti félagið að heyra undir Seðlabanka Íslands. Við meðferð frumvarpsins hjá efnahags- og viðskiptanefndar var því breytt og ákveðið að félagið heyrði undir fjármálaráðuneytið, en yrði í hæfilegri fjarlægð frá því. Í umsögn Seðlabankans sjálfs kom fram að hann teldi ekki heppilegt að félagið heyrði undir Seðlabankann þar sem eignirnar væru hvorki á forræði né á ábyrgð Seðlabankans. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, er stjórnarformaður félagsins. Þá situr Haukur C. Benediktsson, forstöðumann Eignasafn Seðlabanka Íslands, einnig í stjórn þess. Bjarni skipaði einnig Áslaugu Árnadóttur lögfræðing í stjórn félagsins en hún sagði sig frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og tók ekki þátt í störfum þess. Varamaður í stjórn mun taka sæti Áslaugar.
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira