Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Ingvar Haraldsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að auðsótt verði að koma megnið af þeim eignum sem ríkið eignaðist með stöðugleikaframlögum í verð. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðuneytið mun opinbera samning við félagið Lindarhvol ehf., um með hvaða hætti standa á að sölu eigna sem féllu ríkinu í skaut með svokölluðum stöðugleikaframlögum, á næstunni. Lindarhvoll, sem er í eigu ríkisins, á að sjá um að selja eignirnar, að eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka undanskildum, en sá hlutur er í umsjá Bankasýslu ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að koma meginþorra eignanna í verð fyrir áramót. „Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“ Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að ráðuneytið áætlaði að félagið myndi ná að fullnusta 80% verðmæta eignanna innan 18 mánaða. Auðvelt eigi að vera að koma skráðum bréfum í verð og ákveðnum óskráðum eignum. „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð,“ segir Bjarni. „Í því samhengi þá er auðvitað verið að leggja áherslu á opið ferli, að það sé gætt að því að fá hámarksvirði fyrir eignirnar og jafnræði,“ segir hann um samninginn við Lindarhvol. Ríkinu var með stöðugleikaframlögunum afhentur hlutur í sextán félögum, auk skuldabréfa og fleiri eigna. Með framlögunum varð ríkið stærsti hluthafinn í Sjóvá og á 13,67 prósenta hlut. Þá á ríkið 6,38 nú prósenta hlut í Reitum og hlut í Eimskipum, en félögin þrjú eru öll skráð í Kauphöll Íslands. Auk þess á ríkið allt hlutafé í Lyfju, hlut í Lýsingu, Dohop, Auði Capital og fleiri félögum. „Mín skoðun er sú að þegar horft er til skráðra jafnt sem óskráðra eigna inn í þessu eignasafni þá sé ekkert tilefni fyrir ríkið til þess að halda á eignarhlutnum og standa í þeim rekstri,“ segir Bjarni. Stofnun Lindarhvols byggir á lögum sem Alþingi samþykkti í mars. Þegar Bjarni lagði frumvarpið fram í desember átti félagið að heyra undir Seðlabanka Íslands. Við meðferð frumvarpsins hjá efnahags- og viðskiptanefndar var því breytt og ákveðið að félagið heyrði undir fjármálaráðuneytið, en yrði í hæfilegri fjarlægð frá því. Í umsögn Seðlabankans sjálfs kom fram að hann teldi ekki heppilegt að félagið heyrði undir Seðlabankann þar sem eignirnar væru hvorki á forræði né á ábyrgð Seðlabankans. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, er stjórnarformaður félagsins. Þá situr Haukur C. Benediktsson, forstöðumann Eignasafn Seðlabanka Íslands, einnig í stjórn þess. Bjarni skipaði einnig Áslaugu Árnadóttur lögfræðing í stjórn félagsins en hún sagði sig frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og tók ekki þátt í störfum þess. Varamaður í stjórn mun taka sæti Áslaugar. Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Fjármálaráðuneytið mun opinbera samning við félagið Lindarhvol ehf., um með hvaða hætti standa á að sölu eigna sem féllu ríkinu í skaut með svokölluðum stöðugleikaframlögum, á næstunni. Lindarhvoll, sem er í eigu ríkisins, á að sjá um að selja eignirnar, að eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka undanskildum, en sá hlutur er í umsjá Bankasýslu ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að koma meginþorra eignanna í verð fyrir áramót. „Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“ Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að ráðuneytið áætlaði að félagið myndi ná að fullnusta 80% verðmæta eignanna innan 18 mánaða. Auðvelt eigi að vera að koma skráðum bréfum í verð og ákveðnum óskráðum eignum. „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð,“ segir Bjarni. „Í því samhengi þá er auðvitað verið að leggja áherslu á opið ferli, að það sé gætt að því að fá hámarksvirði fyrir eignirnar og jafnræði,“ segir hann um samninginn við Lindarhvol. Ríkinu var með stöðugleikaframlögunum afhentur hlutur í sextán félögum, auk skuldabréfa og fleiri eigna. Með framlögunum varð ríkið stærsti hluthafinn í Sjóvá og á 13,67 prósenta hlut. Þá á ríkið 6,38 nú prósenta hlut í Reitum og hlut í Eimskipum, en félögin þrjú eru öll skráð í Kauphöll Íslands. Auk þess á ríkið allt hlutafé í Lyfju, hlut í Lýsingu, Dohop, Auði Capital og fleiri félögum. „Mín skoðun er sú að þegar horft er til skráðra jafnt sem óskráðra eigna inn í þessu eignasafni þá sé ekkert tilefni fyrir ríkið til þess að halda á eignarhlutnum og standa í þeim rekstri,“ segir Bjarni. Stofnun Lindarhvols byggir á lögum sem Alþingi samþykkti í mars. Þegar Bjarni lagði frumvarpið fram í desember átti félagið að heyra undir Seðlabanka Íslands. Við meðferð frumvarpsins hjá efnahags- og viðskiptanefndar var því breytt og ákveðið að félagið heyrði undir fjármálaráðuneytið, en yrði í hæfilegri fjarlægð frá því. Í umsögn Seðlabankans sjálfs kom fram að hann teldi ekki heppilegt að félagið heyrði undir Seðlabankann þar sem eignirnar væru hvorki á forræði né á ábyrgð Seðlabankans. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, er stjórnarformaður félagsins. Þá situr Haukur C. Benediktsson, forstöðumann Eignasafn Seðlabanka Íslands, einnig í stjórn þess. Bjarni skipaði einnig Áslaugu Árnadóttur lögfræðing í stjórn félagsins en hún sagði sig frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og tók ekki þátt í störfum þess. Varamaður í stjórn mun taka sæti Áslaugar.
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira