Nú má dómari gefa mönnum rautt spjald löngu fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2016 11:00 Garðar Örn Hinriksson hefur dæmt sinn síðasta leik. Vísir/Stefán Íslendingar verða svo sannarlega í fararbroddi í dómaramálum heimsfótboltans í vor því KSÍ fær að byrja tímabilið með nýju knattspyrnulögum sem taka ekki gildi annarsstaðar í heiminum fyrr en 1. júní. Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) heimilaði KSÍ að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram. Þær breytingar sem nú eru gerðar í 2016-17 útgáfu knattspyrnulaganna fela í sér umfangsmestu endurskoðun á lögunum í gjörvallri 130 ára sögu IFAB og KSÍ leggur áherslu á það í frétt á heimasíðu sinni að það sé gríðarlega mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin öll kynni sér þær af kostgæfni. Viðamesta breytingin í lögunum er eins og áður hefur komið fram í ákvæðinu um brottvísun fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. Í þeim tilfellum, inni í vítateig, þar sem ekki er um ásetningsbrot að ræða, skal dæma vítaspyrnu og gefa hinum brotlega gult spjald. Ein af breytingunum er að dómara leiksins er nú heimilt að vísa leikmanni af velli allt frá því að hann mætir til vallarskoðunar. Menn þurfa því að haga sér allt frá því að þeir mæta á staðinn því annars eiga menn hættu að fá rautt spjald löngu fyrir leik. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að menn fari nú eitthvað að rífast við dómarann fyrir upphafsflautið en allt getur gerst í boltanum.Nokkur önnur dæmi um breytingar eru: - Ef markmaðurinn fer út af marklínunni í vítaspyrnu og spyrnan misferst/endurtekin, skal sýna honum gula spjaldið. - Við mat á rangstöðu telst varnarmaður, sem berst út fyrir leikvöllinn, einungis "virkur" þar til leikur hefur verður stöðvaður eða þangað til varnarliðið hefur náð að hreinsa boltanum út úr eigin vítateig í átt að miðlínunni. Eftir það er hann óvirkur alveg þangað til hann kemur aftur inn á völlinn. - Í upphafsspyrnu má senda boltann í hvaða átt sem er. Ekki er lengur nauðsynlegt að gefa boltann fram á við. - Leikmaður sem verður fyrir meiðslum vegna brots sem leiðir til guls eða rauðs spjalds á mótherjann má fá stutta aðhlynningu inni á leikvellinum án þess að þurfa að yfirgefa völlinn að henni lokinni. - Að slá í höfuð/andlit þegar ekki er verið að sækja að mótherja er rautt spjald nema snertingin sé minniháttar/óveruleg. - Þegar bolti er látinn falla er dómara óheimilt að leikstýra niðurstöðunni. Boltinn verður einnig að hafa verið snertur af tveimur leikmönnum hið minnsta til að löglegt mark teljist hafa verið skorað.Það er hægt að lesa nánar um þetta mál hér. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Íslendingar verða svo sannarlega í fararbroddi í dómaramálum heimsfótboltans í vor því KSÍ fær að byrja tímabilið með nýju knattspyrnulögum sem taka ekki gildi annarsstaðar í heiminum fyrr en 1. júní. Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) heimilaði KSÍ að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram. Þær breytingar sem nú eru gerðar í 2016-17 útgáfu knattspyrnulaganna fela í sér umfangsmestu endurskoðun á lögunum í gjörvallri 130 ára sögu IFAB og KSÍ leggur áherslu á það í frétt á heimasíðu sinni að það sé gríðarlega mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin öll kynni sér þær af kostgæfni. Viðamesta breytingin í lögunum er eins og áður hefur komið fram í ákvæðinu um brottvísun fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. Í þeim tilfellum, inni í vítateig, þar sem ekki er um ásetningsbrot að ræða, skal dæma vítaspyrnu og gefa hinum brotlega gult spjald. Ein af breytingunum er að dómara leiksins er nú heimilt að vísa leikmanni af velli allt frá því að hann mætir til vallarskoðunar. Menn þurfa því að haga sér allt frá því að þeir mæta á staðinn því annars eiga menn hættu að fá rautt spjald löngu fyrir leik. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að menn fari nú eitthvað að rífast við dómarann fyrir upphafsflautið en allt getur gerst í boltanum.Nokkur önnur dæmi um breytingar eru: - Ef markmaðurinn fer út af marklínunni í vítaspyrnu og spyrnan misferst/endurtekin, skal sýna honum gula spjaldið. - Við mat á rangstöðu telst varnarmaður, sem berst út fyrir leikvöllinn, einungis "virkur" þar til leikur hefur verður stöðvaður eða þangað til varnarliðið hefur náð að hreinsa boltanum út úr eigin vítateig í átt að miðlínunni. Eftir það er hann óvirkur alveg þangað til hann kemur aftur inn á völlinn. - Í upphafsspyrnu má senda boltann í hvaða átt sem er. Ekki er lengur nauðsynlegt að gefa boltann fram á við. - Leikmaður sem verður fyrir meiðslum vegna brots sem leiðir til guls eða rauðs spjalds á mótherjann má fá stutta aðhlynningu inni á leikvellinum án þess að þurfa að yfirgefa völlinn að henni lokinni. - Að slá í höfuð/andlit þegar ekki er verið að sækja að mótherja er rautt spjald nema snertingin sé minniháttar/óveruleg. - Þegar bolti er látinn falla er dómara óheimilt að leikstýra niðurstöðunni. Boltinn verður einnig að hafa verið snertur af tveimur leikmönnum hið minnsta til að löglegt mark teljist hafa verið skorað.Það er hægt að lesa nánar um þetta mál hér.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann