Nú má dómari gefa mönnum rautt spjald löngu fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2016 11:00 Garðar Örn Hinriksson hefur dæmt sinn síðasta leik. Vísir/Stefán Íslendingar verða svo sannarlega í fararbroddi í dómaramálum heimsfótboltans í vor því KSÍ fær að byrja tímabilið með nýju knattspyrnulögum sem taka ekki gildi annarsstaðar í heiminum fyrr en 1. júní. Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) heimilaði KSÍ að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram. Þær breytingar sem nú eru gerðar í 2016-17 útgáfu knattspyrnulaganna fela í sér umfangsmestu endurskoðun á lögunum í gjörvallri 130 ára sögu IFAB og KSÍ leggur áherslu á það í frétt á heimasíðu sinni að það sé gríðarlega mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin öll kynni sér þær af kostgæfni. Viðamesta breytingin í lögunum er eins og áður hefur komið fram í ákvæðinu um brottvísun fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. Í þeim tilfellum, inni í vítateig, þar sem ekki er um ásetningsbrot að ræða, skal dæma vítaspyrnu og gefa hinum brotlega gult spjald. Ein af breytingunum er að dómara leiksins er nú heimilt að vísa leikmanni af velli allt frá því að hann mætir til vallarskoðunar. Menn þurfa því að haga sér allt frá því að þeir mæta á staðinn því annars eiga menn hættu að fá rautt spjald löngu fyrir leik. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að menn fari nú eitthvað að rífast við dómarann fyrir upphafsflautið en allt getur gerst í boltanum.Nokkur önnur dæmi um breytingar eru: - Ef markmaðurinn fer út af marklínunni í vítaspyrnu og spyrnan misferst/endurtekin, skal sýna honum gula spjaldið. - Við mat á rangstöðu telst varnarmaður, sem berst út fyrir leikvöllinn, einungis "virkur" þar til leikur hefur verður stöðvaður eða þangað til varnarliðið hefur náð að hreinsa boltanum út úr eigin vítateig í átt að miðlínunni. Eftir það er hann óvirkur alveg þangað til hann kemur aftur inn á völlinn. - Í upphafsspyrnu má senda boltann í hvaða átt sem er. Ekki er lengur nauðsynlegt að gefa boltann fram á við. - Leikmaður sem verður fyrir meiðslum vegna brots sem leiðir til guls eða rauðs spjalds á mótherjann má fá stutta aðhlynningu inni á leikvellinum án þess að þurfa að yfirgefa völlinn að henni lokinni. - Að slá í höfuð/andlit þegar ekki er verið að sækja að mótherja er rautt spjald nema snertingin sé minniháttar/óveruleg. - Þegar bolti er látinn falla er dómara óheimilt að leikstýra niðurstöðunni. Boltinn verður einnig að hafa verið snertur af tveimur leikmönnum hið minnsta til að löglegt mark teljist hafa verið skorað.Það er hægt að lesa nánar um þetta mál hér. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Íslendingar verða svo sannarlega í fararbroddi í dómaramálum heimsfótboltans í vor því KSÍ fær að byrja tímabilið með nýju knattspyrnulögum sem taka ekki gildi annarsstaðar í heiminum fyrr en 1. júní. Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) heimilaði KSÍ að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram. Þær breytingar sem nú eru gerðar í 2016-17 útgáfu knattspyrnulaganna fela í sér umfangsmestu endurskoðun á lögunum í gjörvallri 130 ára sögu IFAB og KSÍ leggur áherslu á það í frétt á heimasíðu sinni að það sé gríðarlega mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin öll kynni sér þær af kostgæfni. Viðamesta breytingin í lögunum er eins og áður hefur komið fram í ákvæðinu um brottvísun fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. Í þeim tilfellum, inni í vítateig, þar sem ekki er um ásetningsbrot að ræða, skal dæma vítaspyrnu og gefa hinum brotlega gult spjald. Ein af breytingunum er að dómara leiksins er nú heimilt að vísa leikmanni af velli allt frá því að hann mætir til vallarskoðunar. Menn þurfa því að haga sér allt frá því að þeir mæta á staðinn því annars eiga menn hættu að fá rautt spjald löngu fyrir leik. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að menn fari nú eitthvað að rífast við dómarann fyrir upphafsflautið en allt getur gerst í boltanum.Nokkur önnur dæmi um breytingar eru: - Ef markmaðurinn fer út af marklínunni í vítaspyrnu og spyrnan misferst/endurtekin, skal sýna honum gula spjaldið. - Við mat á rangstöðu telst varnarmaður, sem berst út fyrir leikvöllinn, einungis "virkur" þar til leikur hefur verður stöðvaður eða þangað til varnarliðið hefur náð að hreinsa boltanum út úr eigin vítateig í átt að miðlínunni. Eftir það er hann óvirkur alveg þangað til hann kemur aftur inn á völlinn. - Í upphafsspyrnu má senda boltann í hvaða átt sem er. Ekki er lengur nauðsynlegt að gefa boltann fram á við. - Leikmaður sem verður fyrir meiðslum vegna brots sem leiðir til guls eða rauðs spjalds á mótherjann má fá stutta aðhlynningu inni á leikvellinum án þess að þurfa að yfirgefa völlinn að henni lokinni. - Að slá í höfuð/andlit þegar ekki er verið að sækja að mótherja er rautt spjald nema snertingin sé minniháttar/óveruleg. - Þegar bolti er látinn falla er dómara óheimilt að leikstýra niðurstöðunni. Boltinn verður einnig að hafa verið snertur af tveimur leikmönnum hið minnsta til að löglegt mark teljist hafa verið skorað.Það er hægt að lesa nánar um þetta mál hér.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira