Elísabet Englandsdrottning níræð og barnabarnabarnið á frímerki Sæunn Gísladóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Ein myndanna sem verður á hátíðarfrímerkjunum sýnir erfðaröðina að bresku krúnunni. Fréttablaðið/EPA Elísabet II Englandsdrottning fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardag sinn, 21. apríl, og svo daginn sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðarhöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Í dag fer Elísabet svo í göngutúr um landareign Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Á göngunni verður minnisvarði um gönguleið drottningarinnar afhjúpaður. Leiðin er 6,3 kílómetrar og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur setið lengst á krúnunni í sögunni. Hún var krýnd drottning 2. júní 1952. Þann 9. september síðastliðinn hafði hún setið lengur en Viktoría drottning, langamma hennar. Tólf menn hafa verið forsetar Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Elísabet giftist Filippusi prins 1947. Þau eru fjórmenningar. Hún eignaðist fyrsta barn sitt, Karl Bretaprins, árið 1948. Hann er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hvað lengst eftir því að verða konungur. Hátíðarhöldin halda áfram í kvöld Þá kveikir drottningin ljós í vita og kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki. Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna, er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni drottningunni, afa sínum Karli prins og svo pabba Vilhjálmi. Georg stóð á kubbi til að vera nokkurn veginn á hæð við pabba, afa og langömmu. Langlífi er í fjölskyldunni. Móðir Elísabetar, Elísabet drottningamóðir, lést 2002 á 102. aldursári. Ef til vill nær Elísabet að fagna hundrað ára afmæli sínu í hásæti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardag sinn, 21. apríl, og svo daginn sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðarhöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Í dag fer Elísabet svo í göngutúr um landareign Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Á göngunni verður minnisvarði um gönguleið drottningarinnar afhjúpaður. Leiðin er 6,3 kílómetrar og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur setið lengst á krúnunni í sögunni. Hún var krýnd drottning 2. júní 1952. Þann 9. september síðastliðinn hafði hún setið lengur en Viktoría drottning, langamma hennar. Tólf menn hafa verið forsetar Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Elísabet giftist Filippusi prins 1947. Þau eru fjórmenningar. Hún eignaðist fyrsta barn sitt, Karl Bretaprins, árið 1948. Hann er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hvað lengst eftir því að verða konungur. Hátíðarhöldin halda áfram í kvöld Þá kveikir drottningin ljós í vita og kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki. Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna, er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni drottningunni, afa sínum Karli prins og svo pabba Vilhjálmi. Georg stóð á kubbi til að vera nokkurn veginn á hæð við pabba, afa og langömmu. Langlífi er í fjölskyldunni. Móðir Elísabetar, Elísabet drottningamóðir, lést 2002 á 102. aldursári. Ef til vill nær Elísabet að fagna hundrað ára afmæli sínu í hásæti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira