Elísabet Englandsdrottning níræð og barnabarnabarnið á frímerki Sæunn Gísladóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Ein myndanna sem verður á hátíðarfrímerkjunum sýnir erfðaröðina að bresku krúnunni. Fréttablaðið/EPA Elísabet II Englandsdrottning fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardag sinn, 21. apríl, og svo daginn sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðarhöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Í dag fer Elísabet svo í göngutúr um landareign Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Á göngunni verður minnisvarði um gönguleið drottningarinnar afhjúpaður. Leiðin er 6,3 kílómetrar og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur setið lengst á krúnunni í sögunni. Hún var krýnd drottning 2. júní 1952. Þann 9. september síðastliðinn hafði hún setið lengur en Viktoría drottning, langamma hennar. Tólf menn hafa verið forsetar Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Elísabet giftist Filippusi prins 1947. Þau eru fjórmenningar. Hún eignaðist fyrsta barn sitt, Karl Bretaprins, árið 1948. Hann er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hvað lengst eftir því að verða konungur. Hátíðarhöldin halda áfram í kvöld Þá kveikir drottningin ljós í vita og kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki. Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna, er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni drottningunni, afa sínum Karli prins og svo pabba Vilhjálmi. Georg stóð á kubbi til að vera nokkurn veginn á hæð við pabba, afa og langömmu. Langlífi er í fjölskyldunni. Móðir Elísabetar, Elísabet drottningamóðir, lést 2002 á 102. aldursári. Ef til vill nær Elísabet að fagna hundrað ára afmæli sínu í hásæti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardag sinn, 21. apríl, og svo daginn sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðarhöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Í dag fer Elísabet svo í göngutúr um landareign Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Á göngunni verður minnisvarði um gönguleið drottningarinnar afhjúpaður. Leiðin er 6,3 kílómetrar og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur setið lengst á krúnunni í sögunni. Hún var krýnd drottning 2. júní 1952. Þann 9. september síðastliðinn hafði hún setið lengur en Viktoría drottning, langamma hennar. Tólf menn hafa verið forsetar Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Elísabet giftist Filippusi prins 1947. Þau eru fjórmenningar. Hún eignaðist fyrsta barn sitt, Karl Bretaprins, árið 1948. Hann er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hvað lengst eftir því að verða konungur. Hátíðarhöldin halda áfram í kvöld Þá kveikir drottningin ljós í vita og kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki. Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna, er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni drottningunni, afa sínum Karli prins og svo pabba Vilhjálmi. Georg stóð á kubbi til að vera nokkurn veginn á hæð við pabba, afa og langömmu. Langlífi er í fjölskyldunni. Móðir Elísabetar, Elísabet drottningamóðir, lést 2002 á 102. aldursári. Ef til vill nær Elísabet að fagna hundrað ára afmæli sínu í hásæti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira