Alfreð skoraði fyrra mark Augsburg á fyrstu mínútu leiksins og átti svo stóran þátt í öðru markinu en Augsburg vann gríðarlega flottan og mikilvægan 2-0 sigur á Wolfsburg. Mark Alfreðs kom eftir 47 sekúndur en aldrei hefur leikmaður Augsburg skorað mark jafnfljótt í þýsku 1. deildinni.
Með sigrinum komst Augsburg upp í tólfta sæti deildarinnar og er nú sex stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.
Mörkin hans og stoðsending í síðasta leik hafa innbyrt sex stig í síðustu tveimur leikjum fyrir Augsburg og þá skoraði hann einnig í 2-1 sigri á Bremen fyrir þremur vikum en Augsburg með Alfreð í stuði er búið að vina þrjá leiki í röð og að bjarga sér frá falli.
„Ef Augsburg bjargar sér frá falli sem virðist alltaf líklegra getur það þakkað Alfreð Finnbogasyni fyrir að spila lykilhlutverk í þeirri baráttu. Íslenski landsliðinumaðurinn skoraði eftir aðeins 47 sekúndur og er nú búinn að skora sjö mörk í ellefu leikjum,“ segir í umsögn um Alfreð á heimasíðu þýsku 1. deildarinnar.
Best XI
— Bundesliga (@Bundesliga_EN) April 26, 2016
What do you make of our selection of the standout performers on #BLMD31?https://t.co/QsSXt7PqNa pic.twitter.com/E6Sv1hWLOz