Hrannar taldi sig ekki eiga möguleika gegn Ólafi Ragnari Birta Björnsdóttir skrifar 27. apríl 2016 19:30 Það var Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sem boðaði til fundar með forsetaframbjóðendum fyrr í dag. Sjö af þeim tólf sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands mættu til fundarins. Reyndar fækkaði um einn úr röðum frambjóðenda á fundinum sjálfum þegar Hrannar Pétursson tilkynnti þar að hann hyggðist draga framboð sitt til baka. „Ástæðan fyrir því er í raun og veru mjög einföld. Það varð ákveðin eðlisbreyting á kosningabaráttunni með ákvörðun sitjandi forseta um að sækjast eftir endurkjöri. Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna fannst mér einfaldlega skynsamlegt að stíga til hliðar. Það er kalt en skynsamlegt mat," sagði Hrannar að fundi loknum. „Það er einfaldlega svo að líkur mínar á góðum árangri minnkuðu all verulega eftir að Ólafur Ragnar ákvað að stíga inn á þennan völl."Heldurðu að þú komir til með að bjóða þig aftur fram einhverntíman í framtíðinni?„Nú hugsa ég bara einn tvo daga fram í tímann og við skulum bara sjá hvað gerist. Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni sem framundan er. Það er mikið af góðum hugmyndum og margir frambjóðendur með skýra og góða sýn," sagði Hrannar.Treystir þú þér til að lýsa yfir stuðningi við einhvern af þeim sem ennþá eru í framboði? „Ég ætla að láta það eiga sig. Ég ætla einfaldlega að stíga til hliðar og óska þeim öllum góðs gengis," sagði Hrannar.Á fundinum fengu frambjóðendur tækifæri til að kynna sig áður en þau svöruðu spurningum úr sal. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr ræðum þeirrra Andra Snæs Magnasonar, Ástþórs Magnússonar, Benedikts Kristjáns Mewes, Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Hildar Þórðardóttur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings frambjóðenda og mælist með 52,6 prósenta fylgi. Það er næstum nákvæmlega sama hlutfall og Ólafur Ragnar náði af greiddum atkvæðum þegar hann náði endurkjöri í embættið fyrir fjórum árum síðan. Andri Snær Magnason mælist með 29,4 prósenta fylgi í könnun MMR en könnun var gerð dagana 22-26 apríl. Halla Tómasdóttir mælist með 8,8 prósenta fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveggja prósenta fylgi. Háskólamenntaðir og þau sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu eru líklegust til að kjósa Andra Snæ, en Ólafur hefur hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem hafa lægra menntunarstig og búsett eru á landsbyggðinni. Halla Tómasdóttir hefur hlutfallslega meira fylgi hjá konum og æðstu stjórnendum fyrirtækja, samkvæmt upplýsingum frá MMR. Fresturinn til að skila inn framboði til embættis forseta Íslands rennur út þann 20.maí næstkomandi. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Það var Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sem boðaði til fundar með forsetaframbjóðendum fyrr í dag. Sjö af þeim tólf sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands mættu til fundarins. Reyndar fækkaði um einn úr röðum frambjóðenda á fundinum sjálfum þegar Hrannar Pétursson tilkynnti þar að hann hyggðist draga framboð sitt til baka. „Ástæðan fyrir því er í raun og veru mjög einföld. Það varð ákveðin eðlisbreyting á kosningabaráttunni með ákvörðun sitjandi forseta um að sækjast eftir endurkjöri. Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna fannst mér einfaldlega skynsamlegt að stíga til hliðar. Það er kalt en skynsamlegt mat," sagði Hrannar að fundi loknum. „Það er einfaldlega svo að líkur mínar á góðum árangri minnkuðu all verulega eftir að Ólafur Ragnar ákvað að stíga inn á þennan völl."Heldurðu að þú komir til með að bjóða þig aftur fram einhverntíman í framtíðinni?„Nú hugsa ég bara einn tvo daga fram í tímann og við skulum bara sjá hvað gerist. Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni sem framundan er. Það er mikið af góðum hugmyndum og margir frambjóðendur með skýra og góða sýn," sagði Hrannar.Treystir þú þér til að lýsa yfir stuðningi við einhvern af þeim sem ennþá eru í framboði? „Ég ætla að láta það eiga sig. Ég ætla einfaldlega að stíga til hliðar og óska þeim öllum góðs gengis," sagði Hrannar.Á fundinum fengu frambjóðendur tækifæri til að kynna sig áður en þau svöruðu spurningum úr sal. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr ræðum þeirrra Andra Snæs Magnasonar, Ástþórs Magnússonar, Benedikts Kristjáns Mewes, Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Hildar Þórðardóttur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings frambjóðenda og mælist með 52,6 prósenta fylgi. Það er næstum nákvæmlega sama hlutfall og Ólafur Ragnar náði af greiddum atkvæðum þegar hann náði endurkjöri í embættið fyrir fjórum árum síðan. Andri Snær Magnason mælist með 29,4 prósenta fylgi í könnun MMR en könnun var gerð dagana 22-26 apríl. Halla Tómasdóttir mælist með 8,8 prósenta fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveggja prósenta fylgi. Háskólamenntaðir og þau sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu eru líklegust til að kjósa Andra Snæ, en Ólafur hefur hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem hafa lægra menntunarstig og búsett eru á landsbyggðinni. Halla Tómasdóttir hefur hlutfallslega meira fylgi hjá konum og æðstu stjórnendum fyrirtækja, samkvæmt upplýsingum frá MMR. Fresturinn til að skila inn framboði til embættis forseta Íslands rennur út þann 20.maí næstkomandi.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira