Nýtt upphaf Árni Páll Árnason skrifar 11. apríl 2016 00:00 Atburðir liðinnar viku hafa valdið straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Ekkert er nú eins og áður. Almenningur og rannsóknir fjölmiðla hafa haft meiri áhrif en fordæmi eru fyrir og knúið fram afsögn forsætisráðherra og vilyrði um kosningar í haust. Þessar breytingar valda flekaskilum á vettvangi stjórnmálanna. Við skynjum líklega öll að upp úr sorg og skömm getur risið von um nýjar lausnir. Ég er sjálfur sannfærður um að nú hafa skapast tækifæri til að ráðast í þá endurreisn efnahagslífs og stjórnmála sem okkur hefur ekki tekist hingað til.Lítið breytt stjórnmál Á fyrsta kjörtímabili eftir hrun skyggði glíman við hrun fjármálakerfisins á allt annað. Bráðaaðgerðir tókust vel, en við höfðum ekki tíma eða vinnufrið til að móta nýtt fjármálakerfi eða gera grundvallarbreytingar á efnahagsgerð og stjórnkerfi. Eftir síðustu kosningar bjuggum við í stjórnarandstöðunni okkur undir langa stjórnartíð hinna gamalreyndu helmingaskiptaflokka og gerðum ráð fyrir að stjórnmálabarátta næstu ára myndi einkennast í besta falli af afmörkuðum breytingum til góðs. Grundvallarbreytingar þyrftu að bíða betri tíma. Með samstilltu átaki náðum við þannig í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að draga úr skattalækkunum á þá betur stæðu og þrýsta á um aðgerðir í húsnæðismálum og svo náðum við á þingi að koma í veg fyrir gjöf á makrílkvótanum og tilraunir til að festa kvótakerfið í sessi. Ekkert benti til annars en að þetta yrði veruleiki okkar áfram fram að kosningum og að í þeim myndu stjórnarflokkarnir eiga hafa sterka stöðu vegna batnandi efnahags og geta boðið úrbætur, peningagjafir og skattalækkanir áhyggjulausir.Gerum grundvallarbreytingar En nú er allt breytt. Framundan eru kosningar og sitjandi stjórnarflokkarnir munu mæta til þeirra rúnir trausti. Umbótaöfl munu því nú hafa meiri möguleika á að móta verkefnaskrá stjórnmálanna en nokkru sinni frá hruni. Það tækifæri þarf að nýta til grundvallarbreytinga. Á stjórnmálunum, á stjórnarskrá og á efnahagsmálum. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram óbreytt. Sú harkalega orðræða sem hefur verið ráðandi frá hruni hefur dregið úr trausti á stjórnmálin og grafið undan sátt í samfélaginu. Þrátt fyrir að gríðarmargt hafi vel tekist hefur orðræða stjórnmálanna verið hatursfull og full fordæmingar. Orðræðan er drifin áfram af þeirri hefð forherðingarinnar sem við sjáum alltaf í íslenskum stjórnmálum: Flokkar læsa sig saman, neita að viðurkenna mistök og skylmast af hörku þar til yfir lýkur. Það eru yfirleitt alltaf fleiri en tvær hliðar á hverju máli og það vita allir í samfélaginu, nema að því er virðist í stjórnmálunum. Enginn hefur komist langt í lífinu á forherðingu og sjálfsréttlætingu, en þær kenndir eru samt ráðandi í stjórnmálunum. Ákall um endurnýjun á mannskap hefur enga þýðingu í þessu samhengi því menningin ríkir áfram: Þú getur sett hreint, hvítt lak í drullupoll en drullupollurinn verður ekki tær við það. Það þarf grundvallarbreytinga við og stjórnmálin geta ekki verið eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Þurfum tvær stjórnarskrár Svo þarf tvíþættar stjórnarskrárbreytingar. Annars vegar þarf að finna leið til að halda áfram með vinnu við nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012, með það að markmiði að hægt verði á endanum að koma stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Í henni þarf að felast uppgjör við þá tegund kapítalisma sem leggur áherslu á stundargróða umfram fjárfestingu sem skilar raunverulegum arði og við fjármálakerfi sem er alltof stórt og sýgur verðmæti út úr verðmætaskapandi efnahagslífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Atburðir liðinnar viku hafa valdið straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Ekkert er nú eins og áður. Almenningur og rannsóknir fjölmiðla hafa haft meiri áhrif en fordæmi eru fyrir og knúið fram afsögn forsætisráðherra og vilyrði um kosningar í haust. Þessar breytingar valda flekaskilum á vettvangi stjórnmálanna. Við skynjum líklega öll að upp úr sorg og skömm getur risið von um nýjar lausnir. Ég er sjálfur sannfærður um að nú hafa skapast tækifæri til að ráðast í þá endurreisn efnahagslífs og stjórnmála sem okkur hefur ekki tekist hingað til.Lítið breytt stjórnmál Á fyrsta kjörtímabili eftir hrun skyggði glíman við hrun fjármálakerfisins á allt annað. Bráðaaðgerðir tókust vel, en við höfðum ekki tíma eða vinnufrið til að móta nýtt fjármálakerfi eða gera grundvallarbreytingar á efnahagsgerð og stjórnkerfi. Eftir síðustu kosningar bjuggum við í stjórnarandstöðunni okkur undir langa stjórnartíð hinna gamalreyndu helmingaskiptaflokka og gerðum ráð fyrir að stjórnmálabarátta næstu ára myndi einkennast í besta falli af afmörkuðum breytingum til góðs. Grundvallarbreytingar þyrftu að bíða betri tíma. Með samstilltu átaki náðum við þannig í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að draga úr skattalækkunum á þá betur stæðu og þrýsta á um aðgerðir í húsnæðismálum og svo náðum við á þingi að koma í veg fyrir gjöf á makrílkvótanum og tilraunir til að festa kvótakerfið í sessi. Ekkert benti til annars en að þetta yrði veruleiki okkar áfram fram að kosningum og að í þeim myndu stjórnarflokkarnir eiga hafa sterka stöðu vegna batnandi efnahags og geta boðið úrbætur, peningagjafir og skattalækkanir áhyggjulausir.Gerum grundvallarbreytingar En nú er allt breytt. Framundan eru kosningar og sitjandi stjórnarflokkarnir munu mæta til þeirra rúnir trausti. Umbótaöfl munu því nú hafa meiri möguleika á að móta verkefnaskrá stjórnmálanna en nokkru sinni frá hruni. Það tækifæri þarf að nýta til grundvallarbreytinga. Á stjórnmálunum, á stjórnarskrá og á efnahagsmálum. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram óbreytt. Sú harkalega orðræða sem hefur verið ráðandi frá hruni hefur dregið úr trausti á stjórnmálin og grafið undan sátt í samfélaginu. Þrátt fyrir að gríðarmargt hafi vel tekist hefur orðræða stjórnmálanna verið hatursfull og full fordæmingar. Orðræðan er drifin áfram af þeirri hefð forherðingarinnar sem við sjáum alltaf í íslenskum stjórnmálum: Flokkar læsa sig saman, neita að viðurkenna mistök og skylmast af hörku þar til yfir lýkur. Það eru yfirleitt alltaf fleiri en tvær hliðar á hverju máli og það vita allir í samfélaginu, nema að því er virðist í stjórnmálunum. Enginn hefur komist langt í lífinu á forherðingu og sjálfsréttlætingu, en þær kenndir eru samt ráðandi í stjórnmálunum. Ákall um endurnýjun á mannskap hefur enga þýðingu í þessu samhengi því menningin ríkir áfram: Þú getur sett hreint, hvítt lak í drullupoll en drullupollurinn verður ekki tær við það. Það þarf grundvallarbreytinga við og stjórnmálin geta ekki verið eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Þurfum tvær stjórnarskrár Svo þarf tvíþættar stjórnarskrárbreytingar. Annars vegar þarf að finna leið til að halda áfram með vinnu við nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012, með það að markmiði að hægt verði á endanum að koma stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Í henni þarf að felast uppgjör við þá tegund kapítalisma sem leggur áherslu á stundargróða umfram fjárfestingu sem skilar raunverulegum arði og við fjármálakerfi sem er alltof stórt og sýgur verðmæti út úr verðmætaskapandi efnahagslífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar