Nýtt upphaf Árni Páll Árnason skrifar 11. apríl 2016 00:00 Atburðir liðinnar viku hafa valdið straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Ekkert er nú eins og áður. Almenningur og rannsóknir fjölmiðla hafa haft meiri áhrif en fordæmi eru fyrir og knúið fram afsögn forsætisráðherra og vilyrði um kosningar í haust. Þessar breytingar valda flekaskilum á vettvangi stjórnmálanna. Við skynjum líklega öll að upp úr sorg og skömm getur risið von um nýjar lausnir. Ég er sjálfur sannfærður um að nú hafa skapast tækifæri til að ráðast í þá endurreisn efnahagslífs og stjórnmála sem okkur hefur ekki tekist hingað til.Lítið breytt stjórnmál Á fyrsta kjörtímabili eftir hrun skyggði glíman við hrun fjármálakerfisins á allt annað. Bráðaaðgerðir tókust vel, en við höfðum ekki tíma eða vinnufrið til að móta nýtt fjármálakerfi eða gera grundvallarbreytingar á efnahagsgerð og stjórnkerfi. Eftir síðustu kosningar bjuggum við í stjórnarandstöðunni okkur undir langa stjórnartíð hinna gamalreyndu helmingaskiptaflokka og gerðum ráð fyrir að stjórnmálabarátta næstu ára myndi einkennast í besta falli af afmörkuðum breytingum til góðs. Grundvallarbreytingar þyrftu að bíða betri tíma. Með samstilltu átaki náðum við þannig í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að draga úr skattalækkunum á þá betur stæðu og þrýsta á um aðgerðir í húsnæðismálum og svo náðum við á þingi að koma í veg fyrir gjöf á makrílkvótanum og tilraunir til að festa kvótakerfið í sessi. Ekkert benti til annars en að þetta yrði veruleiki okkar áfram fram að kosningum og að í þeim myndu stjórnarflokkarnir eiga hafa sterka stöðu vegna batnandi efnahags og geta boðið úrbætur, peningagjafir og skattalækkanir áhyggjulausir.Gerum grundvallarbreytingar En nú er allt breytt. Framundan eru kosningar og sitjandi stjórnarflokkarnir munu mæta til þeirra rúnir trausti. Umbótaöfl munu því nú hafa meiri möguleika á að móta verkefnaskrá stjórnmálanna en nokkru sinni frá hruni. Það tækifæri þarf að nýta til grundvallarbreytinga. Á stjórnmálunum, á stjórnarskrá og á efnahagsmálum. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram óbreytt. Sú harkalega orðræða sem hefur verið ráðandi frá hruni hefur dregið úr trausti á stjórnmálin og grafið undan sátt í samfélaginu. Þrátt fyrir að gríðarmargt hafi vel tekist hefur orðræða stjórnmálanna verið hatursfull og full fordæmingar. Orðræðan er drifin áfram af þeirri hefð forherðingarinnar sem við sjáum alltaf í íslenskum stjórnmálum: Flokkar læsa sig saman, neita að viðurkenna mistök og skylmast af hörku þar til yfir lýkur. Það eru yfirleitt alltaf fleiri en tvær hliðar á hverju máli og það vita allir í samfélaginu, nema að því er virðist í stjórnmálunum. Enginn hefur komist langt í lífinu á forherðingu og sjálfsréttlætingu, en þær kenndir eru samt ráðandi í stjórnmálunum. Ákall um endurnýjun á mannskap hefur enga þýðingu í þessu samhengi því menningin ríkir áfram: Þú getur sett hreint, hvítt lak í drullupoll en drullupollurinn verður ekki tær við það. Það þarf grundvallarbreytinga við og stjórnmálin geta ekki verið eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Þurfum tvær stjórnarskrár Svo þarf tvíþættar stjórnarskrárbreytingar. Annars vegar þarf að finna leið til að halda áfram með vinnu við nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012, með það að markmiði að hægt verði á endanum að koma stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Í henni þarf að felast uppgjör við þá tegund kapítalisma sem leggur áherslu á stundargróða umfram fjárfestingu sem skilar raunverulegum arði og við fjármálakerfi sem er alltof stórt og sýgur verðmæti út úr verðmætaskapandi efnahagslífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Atburðir liðinnar viku hafa valdið straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Ekkert er nú eins og áður. Almenningur og rannsóknir fjölmiðla hafa haft meiri áhrif en fordæmi eru fyrir og knúið fram afsögn forsætisráðherra og vilyrði um kosningar í haust. Þessar breytingar valda flekaskilum á vettvangi stjórnmálanna. Við skynjum líklega öll að upp úr sorg og skömm getur risið von um nýjar lausnir. Ég er sjálfur sannfærður um að nú hafa skapast tækifæri til að ráðast í þá endurreisn efnahagslífs og stjórnmála sem okkur hefur ekki tekist hingað til.Lítið breytt stjórnmál Á fyrsta kjörtímabili eftir hrun skyggði glíman við hrun fjármálakerfisins á allt annað. Bráðaaðgerðir tókust vel, en við höfðum ekki tíma eða vinnufrið til að móta nýtt fjármálakerfi eða gera grundvallarbreytingar á efnahagsgerð og stjórnkerfi. Eftir síðustu kosningar bjuggum við í stjórnarandstöðunni okkur undir langa stjórnartíð hinna gamalreyndu helmingaskiptaflokka og gerðum ráð fyrir að stjórnmálabarátta næstu ára myndi einkennast í besta falli af afmörkuðum breytingum til góðs. Grundvallarbreytingar þyrftu að bíða betri tíma. Með samstilltu átaki náðum við þannig í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að draga úr skattalækkunum á þá betur stæðu og þrýsta á um aðgerðir í húsnæðismálum og svo náðum við á þingi að koma í veg fyrir gjöf á makrílkvótanum og tilraunir til að festa kvótakerfið í sessi. Ekkert benti til annars en að þetta yrði veruleiki okkar áfram fram að kosningum og að í þeim myndu stjórnarflokkarnir eiga hafa sterka stöðu vegna batnandi efnahags og geta boðið úrbætur, peningagjafir og skattalækkanir áhyggjulausir.Gerum grundvallarbreytingar En nú er allt breytt. Framundan eru kosningar og sitjandi stjórnarflokkarnir munu mæta til þeirra rúnir trausti. Umbótaöfl munu því nú hafa meiri möguleika á að móta verkefnaskrá stjórnmálanna en nokkru sinni frá hruni. Það tækifæri þarf að nýta til grundvallarbreytinga. Á stjórnmálunum, á stjórnarskrá og á efnahagsmálum. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram óbreytt. Sú harkalega orðræða sem hefur verið ráðandi frá hruni hefur dregið úr trausti á stjórnmálin og grafið undan sátt í samfélaginu. Þrátt fyrir að gríðarmargt hafi vel tekist hefur orðræða stjórnmálanna verið hatursfull og full fordæmingar. Orðræðan er drifin áfram af þeirri hefð forherðingarinnar sem við sjáum alltaf í íslenskum stjórnmálum: Flokkar læsa sig saman, neita að viðurkenna mistök og skylmast af hörku þar til yfir lýkur. Það eru yfirleitt alltaf fleiri en tvær hliðar á hverju máli og það vita allir í samfélaginu, nema að því er virðist í stjórnmálunum. Enginn hefur komist langt í lífinu á forherðingu og sjálfsréttlætingu, en þær kenndir eru samt ráðandi í stjórnmálunum. Ákall um endurnýjun á mannskap hefur enga þýðingu í þessu samhengi því menningin ríkir áfram: Þú getur sett hreint, hvítt lak í drullupoll en drullupollurinn verður ekki tær við það. Það þarf grundvallarbreytinga við og stjórnmálin geta ekki verið eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Þurfum tvær stjórnarskrár Svo þarf tvíþættar stjórnarskrárbreytingar. Annars vegar þarf að finna leið til að halda áfram með vinnu við nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012, með það að markmiði að hægt verði á endanum að koma stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Í henni þarf að felast uppgjör við þá tegund kapítalisma sem leggur áherslu á stundargróða umfram fjárfestingu sem skilar raunverulegum arði og við fjármálakerfi sem er alltof stórt og sýgur verðmæti út úr verðmætaskapandi efnahagslífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar