Ný stjórnarskrá efnahagslífsins Árni Páll Árnason skrifar 16. apríl 2016 07:00 Atburðir síðustu vikna hafa sýnt okkur að brýn þörf er nú á að gera grundvallarbreytingar á leikreglum íslensks efnahagslífs. Við getum ekki lengur blekkt okkur með því að framganga nokkurra einstaklinga í viðskiptalífinu í aðdraganda hruns hafi verið orsök efnahagslegs skipbrots og að með því einu að taka þá úr umferð og skipta um menn í æðstu stöðum væri hægt að gera fullnægjandi úrbætur. Við þurfum að setja efnahagslífinu mörk með alveg nýjum hætti.Vafningar og snúningar Um áratugaskeið höfum við séð vel tengda viðskiptamenn auðgast vegna þess að stjórnmálamenn hafa tryggt þeim aðgang að takmarkaðri aðstöðu eða ríkiseignum. Í skjóli þessa hefur vaxið og dafnað hér á landi sérstök tegund kapítalista – þeirra sem nærast á annarra manna fé og leggja meiri áherslu á taumlausan arð í eigin vasa en raunverulega sköpun verðmæta sem nýtast samfélaginu öllu. Það er þessi tegund sem flykktist í skattaskjól til að forðast að leggja af mörkum eftir efnum. Það er líka í þessum anda sem bankar bjuggu til vafninga og snúninga til að skapa sér og vildarvinum sínum arð, en sköpuðu engin verðmæti með því. Þvert á móti: Vafningarnir sugu verðmæti úr hinu verðmætaskapandi efnahagslífi.Bankar fyrir heimili Á síðustu misserum hafa Borgunarhneykslið og óheftar arðgreiðslur tryggingafélaga á kostnað almennings sýnt að ekkert hefur breyst í grundvallaratriðum. Við verðum að laga bankakerfið að þörfum almennings, heimilanna og verðmætaskapandi fyrirtækja. Setja aukna framleiðni, en ekki bólugróða, í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar. Á níunda áratug síðustu aldar létu jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku sig dreyma um áhrif almennings á efnahagslíf í gegnum sjóði launamanna sem hefðu stjórnunaráhrif í efnahagslífinu. Þetta var á þeim tíma talið óraunhæft með öllu. Uppbygging lífeyrissjóðanna á Íslandi hefur hins vegar gert það að verkum að við erum óvart komin í þá stöðu að hér eru orðnar forsendur fyrir öflugu félagslegu eignarhaldi.Nýtum völd almennings Í gegnum lífeyrissjóðina á íslenskur almenningur miklar eignir í atvinnulífinu. Við eigum að þróa það eignarhald og knýja fram ábyrga hegðun í atvinnulífinu og tryggja framlag fyrirtækja til samfélagslegrar ábyrgðar. Lífeyrissjóðir þurfa að setja sér viðmið um stjórnarhætti, eðlilegan launamun og jöfn laun óháð kyni í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir fjárfesta í. Jafnframt eiga lífeyrissjóðirnir, sem glíma við kostnað af sífellt vaxandi örorkubyrði, að setja skilyrði um að fyrirtæki sem sjóðirnir fjárfesti í bjóði fólki með skerta starfsgetu störf og styðji við starfsendurhæfingu af öllum toga. Og við getum ekki sætt okkur við að virkir fjárfestar dragi lífeyrissjóðina með sér í fjárfestingar og nýti fé almennings til að skammta sjálfum sér auð og völd.Sameiginlegar auðlindir Það þarf líka að tryggja almenningi í landinu arð af sameiginlegum auðlindum og arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Við þurfum líka að innleiða fyrningarleið í sjávarútvegi, sem allir hljóta nú að sjá að er besta leiðin til að tryggja nýliðun, samkeppni og fullnægjandi arð af auðlindinni til almennings.Other people‘s money Við þurfum að nýta það tækifæri sem nú er að opnast með umsvifum ríkisvaldsins á fjármálamarkaði og brjóta bankana upp og raða upp á nýtt. Þess vegna hefur Samfylkingin boðið hinum heimsfræga hagfræðingi, John Kay, til landsins 24. apríl nk. Kay hefur nýlega skrifað merka bók sem ber nafnið „Other people‘s money“ og fjallar um það öngstræti sem fjármálakerfi Vesturlanda er komið í. Gamla tuggan um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka nær ekki utan um það flækjustig sem nú er við að eiga. Það þarf róttækari breytingar. Eignastýring á ekki heima í bönkum, enda eiga bankar ekkert með að fjárfesta fyrir annarra manna fé. Það ætti banna beinar fjárfestingar banka í fyrirtækjum. Svo þarf að verja sérstaklega innstæður almennings og skilja frá annarri starfsemi banka. Það er fullt ógert. Nú er veður til að skapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu vikna hafa sýnt okkur að brýn þörf er nú á að gera grundvallarbreytingar á leikreglum íslensks efnahagslífs. Við getum ekki lengur blekkt okkur með því að framganga nokkurra einstaklinga í viðskiptalífinu í aðdraganda hruns hafi verið orsök efnahagslegs skipbrots og að með því einu að taka þá úr umferð og skipta um menn í æðstu stöðum væri hægt að gera fullnægjandi úrbætur. Við þurfum að setja efnahagslífinu mörk með alveg nýjum hætti.Vafningar og snúningar Um áratugaskeið höfum við séð vel tengda viðskiptamenn auðgast vegna þess að stjórnmálamenn hafa tryggt þeim aðgang að takmarkaðri aðstöðu eða ríkiseignum. Í skjóli þessa hefur vaxið og dafnað hér á landi sérstök tegund kapítalista – þeirra sem nærast á annarra manna fé og leggja meiri áherslu á taumlausan arð í eigin vasa en raunverulega sköpun verðmæta sem nýtast samfélaginu öllu. Það er þessi tegund sem flykktist í skattaskjól til að forðast að leggja af mörkum eftir efnum. Það er líka í þessum anda sem bankar bjuggu til vafninga og snúninga til að skapa sér og vildarvinum sínum arð, en sköpuðu engin verðmæti með því. Þvert á móti: Vafningarnir sugu verðmæti úr hinu verðmætaskapandi efnahagslífi.Bankar fyrir heimili Á síðustu misserum hafa Borgunarhneykslið og óheftar arðgreiðslur tryggingafélaga á kostnað almennings sýnt að ekkert hefur breyst í grundvallaratriðum. Við verðum að laga bankakerfið að þörfum almennings, heimilanna og verðmætaskapandi fyrirtækja. Setja aukna framleiðni, en ekki bólugróða, í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar. Á níunda áratug síðustu aldar létu jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku sig dreyma um áhrif almennings á efnahagslíf í gegnum sjóði launamanna sem hefðu stjórnunaráhrif í efnahagslífinu. Þetta var á þeim tíma talið óraunhæft með öllu. Uppbygging lífeyrissjóðanna á Íslandi hefur hins vegar gert það að verkum að við erum óvart komin í þá stöðu að hér eru orðnar forsendur fyrir öflugu félagslegu eignarhaldi.Nýtum völd almennings Í gegnum lífeyrissjóðina á íslenskur almenningur miklar eignir í atvinnulífinu. Við eigum að þróa það eignarhald og knýja fram ábyrga hegðun í atvinnulífinu og tryggja framlag fyrirtækja til samfélagslegrar ábyrgðar. Lífeyrissjóðir þurfa að setja sér viðmið um stjórnarhætti, eðlilegan launamun og jöfn laun óháð kyni í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir fjárfesta í. Jafnframt eiga lífeyrissjóðirnir, sem glíma við kostnað af sífellt vaxandi örorkubyrði, að setja skilyrði um að fyrirtæki sem sjóðirnir fjárfesti í bjóði fólki með skerta starfsgetu störf og styðji við starfsendurhæfingu af öllum toga. Og við getum ekki sætt okkur við að virkir fjárfestar dragi lífeyrissjóðina með sér í fjárfestingar og nýti fé almennings til að skammta sjálfum sér auð og völd.Sameiginlegar auðlindir Það þarf líka að tryggja almenningi í landinu arð af sameiginlegum auðlindum og arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Við þurfum líka að innleiða fyrningarleið í sjávarútvegi, sem allir hljóta nú að sjá að er besta leiðin til að tryggja nýliðun, samkeppni og fullnægjandi arð af auðlindinni til almennings.Other people‘s money Við þurfum að nýta það tækifæri sem nú er að opnast með umsvifum ríkisvaldsins á fjármálamarkaði og brjóta bankana upp og raða upp á nýtt. Þess vegna hefur Samfylkingin boðið hinum heimsfræga hagfræðingi, John Kay, til landsins 24. apríl nk. Kay hefur nýlega skrifað merka bók sem ber nafnið „Other people‘s money“ og fjallar um það öngstræti sem fjármálakerfi Vesturlanda er komið í. Gamla tuggan um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka nær ekki utan um það flækjustig sem nú er við að eiga. Það þarf róttækari breytingar. Eignastýring á ekki heima í bönkum, enda eiga bankar ekkert með að fjárfesta fyrir annarra manna fé. Það ætti banna beinar fjárfestingar banka í fyrirtækjum. Svo þarf að verja sérstaklega innstæður almennings og skilja frá annarri starfsemi banka. Það er fullt ógert. Nú er veður til að skapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun